Átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu eftir bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2021 11:57 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Almannavarnir Lyfjastofnun hefur fengið alls átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu í kjölfar bólusetninga. Alvarlegust þeirra er frá ungri konu sem fjallað var um að hefði lamast fyrir neðan mitti, stuttu eftir örvunarbólusetningu með bóluefni Moderna. Þetta staðfestir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við fréttastofu. „Þetta eru átta tilkynningar og þar með er þessi tilkynning með örvunarbólusetninguna. Hitt var bara eftir aðra bólusetningu,“ segir Rúna. Andlitslömun, sem er ekki talin alvarleg aukaverkun þar sem hún gengur oftast til baka að fullu, er ekki talin inn í þessar tölur. Rúna segir þó að lömun og skert hreyfigeta gangi líka oftast til baka að fullu. Lyfjastofnun hefur fengið tæplega 2.900 tilkynningar um aukaverkanir frá því bólusetningar við kórónuveirunni hófust hér á landi. Þar af eru 177 alvarlegar, en aukaverkanir teljast alvarlegar þegar heilbrigðiskerfið þarf að grípa inn í vegna þeirra. Til minni aukaverkana teljast til dæmis slappleiki, særindi á stungustað og fleiri veikindaeinkenni sem bólusett fólk kannast eflaust margt við. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru að sögn Rúnu settar í forgang hjá stofnuninni, og rannsakað hvort orsakasamhengi sé á milli bólusetninga og aukaverkana. Um helgina var fjallað um mál hinnar 19 ára gömlu Tinnu Katrínar Owen, sem lamaðist fyrir neðan mitti stuttu eftir að hafa fengið örvunarskammt af bóluefni Moderna. Það er alvarlegasta tilkynningin um lömun eftir bólusetningu sem Lyfjastofnun hefur borist. Læknar telja að lömunin sé aðeins tímabundin og muni ganga til baka. Þá hefur ekki verið endanlega sýnt fram á orsakasamhengi milli bólusetningarinnar og lömunar Tinnu Katrínar. „En það er bara ekkert annað sem mér dettur í hug að þetta gæti verið . Ég er ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það finnst ekkert að mænunni minni. Það finnst ekkert í blóðinu mínu. Ég var ekki að gera neitt öðruvísi en bara að fara í þessa bólusetningu,“ sagði Tinna Katrín í samtali við fréttastofu um helgina. Lyf Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. 17. ágúst 2021 14:02 Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Þetta staðfestir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við fréttastofu. „Þetta eru átta tilkynningar og þar með er þessi tilkynning með örvunarbólusetninguna. Hitt var bara eftir aðra bólusetningu,“ segir Rúna. Andlitslömun, sem er ekki talin alvarleg aukaverkun þar sem hún gengur oftast til baka að fullu, er ekki talin inn í þessar tölur. Rúna segir þó að lömun og skert hreyfigeta gangi líka oftast til baka að fullu. Lyfjastofnun hefur fengið tæplega 2.900 tilkynningar um aukaverkanir frá því bólusetningar við kórónuveirunni hófust hér á landi. Þar af eru 177 alvarlegar, en aukaverkanir teljast alvarlegar þegar heilbrigðiskerfið þarf að grípa inn í vegna þeirra. Til minni aukaverkana teljast til dæmis slappleiki, særindi á stungustað og fleiri veikindaeinkenni sem bólusett fólk kannast eflaust margt við. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru að sögn Rúnu settar í forgang hjá stofnuninni, og rannsakað hvort orsakasamhengi sé á milli bólusetninga og aukaverkana. Um helgina var fjallað um mál hinnar 19 ára gömlu Tinnu Katrínar Owen, sem lamaðist fyrir neðan mitti stuttu eftir að hafa fengið örvunarskammt af bóluefni Moderna. Það er alvarlegasta tilkynningin um lömun eftir bólusetningu sem Lyfjastofnun hefur borist. Læknar telja að lömunin sé aðeins tímabundin og muni ganga til baka. Þá hefur ekki verið endanlega sýnt fram á orsakasamhengi milli bólusetningarinnar og lömunar Tinnu Katrínar. „En það er bara ekkert annað sem mér dettur í hug að þetta gæti verið . Ég er ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það finnst ekkert að mænunni minni. Það finnst ekkert í blóðinu mínu. Ég var ekki að gera neitt öðruvísi en bara að fara í þessa bólusetningu,“ sagði Tinna Katrín í samtali við fréttastofu um helgina.
Lyf Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. 17. ágúst 2021 14:02 Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. 17. ágúst 2021 14:02
Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47