WHO varar við falsbóluefnum og kallar eftir að þau verði tekin úr umferð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2021 08:48 Heilbrigðisstarfsmaður bólusetur hér annan heilbrigðisstarfsmann með bóluefni Covishield í Indlandi. Sanjeev Verma/Hindustan Times via Getty Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segist hafa orðið þess áskynja að falsbóluefni við kórónuveirunni væru í umferð í Indlandi og Afríku. Þeir skammtar sem vitað er af hafa verið teknir úr umferð. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að yfirvöld í Indlandi og nokkrum Afríkulöndum hafi í þessum og síðasta mánuði gert upptæka skammta af bóluefni sem sagt var vera bóluefnið Covishield, sem er mest notaða bóluefnið í Indlandi. Framleiðandi bóluefnisins hefur þá staðfest að efnið sem var gert upptækt sé ekki hið raunverulega bóluefni. WHO hefur sagt að falsbóluefni, það er að segja efni sem markaðssett eru sem samþykkt bóluefni frá raunverulegum lyfjafyrirtækjum en eru það ekki, væru ógn við lýðheilsu á heimsvísu og kallað eftir því að þau verði tekin úr umferð. Heilbrigðisyfirvöld í Indlandi eru þá sögð rannsaka málið. „Við eigum sterkt kerfi sem ætlað er að koma í veg fyrir mál eins og þetta, en eftir að þetta mál kom upp viljum við aðeins tryggja að enginn Indverji hafi fengið falsbóluefni,“ er haft eftir ónafngreindum embættismanni innan indverska heilbrigðiskerfisins. Indversk stjórnvöld stefna að því að bólusetja alla íbúa landsins fyrir lok ársins 2021, en yfir 486 milljónir skammta af bóluefni Covishield hafa þegar verið gefnir í landinu. Hátt í 1,4 milljarðar manna búa í landinu, sem hefur orðið afar illa úti í kórónuveirufaraldrinum. Yfir 32 milljónir manna hafa fengið Covid-19 í landinu, svo vitað sé, og um 432 þúsund manns látið lífið af völdum sjúkdómsins. Sérfræðingar telja þó að tölur yfir smitaða og látna séu stórlega vanáætlaðar. Indland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að yfirvöld í Indlandi og nokkrum Afríkulöndum hafi í þessum og síðasta mánuði gert upptæka skammta af bóluefni sem sagt var vera bóluefnið Covishield, sem er mest notaða bóluefnið í Indlandi. Framleiðandi bóluefnisins hefur þá staðfest að efnið sem var gert upptækt sé ekki hið raunverulega bóluefni. WHO hefur sagt að falsbóluefni, það er að segja efni sem markaðssett eru sem samþykkt bóluefni frá raunverulegum lyfjafyrirtækjum en eru það ekki, væru ógn við lýðheilsu á heimsvísu og kallað eftir því að þau verði tekin úr umferð. Heilbrigðisyfirvöld í Indlandi eru þá sögð rannsaka málið. „Við eigum sterkt kerfi sem ætlað er að koma í veg fyrir mál eins og þetta, en eftir að þetta mál kom upp viljum við aðeins tryggja að enginn Indverji hafi fengið falsbóluefni,“ er haft eftir ónafngreindum embættismanni innan indverska heilbrigðiskerfisins. Indversk stjórnvöld stefna að því að bólusetja alla íbúa landsins fyrir lok ársins 2021, en yfir 486 milljónir skammta af bóluefni Covishield hafa þegar verið gefnir í landinu. Hátt í 1,4 milljarðar manna búa í landinu, sem hefur orðið afar illa úti í kórónuveirufaraldrinum. Yfir 32 milljónir manna hafa fengið Covid-19 í landinu, svo vitað sé, og um 432 þúsund manns látið lífið af völdum sjúkdómsins. Sérfræðingar telja þó að tölur yfir smitaða og látna séu stórlega vanáætlaðar.
Indland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira