WHO varar við falsbóluefnum og kallar eftir að þau verði tekin úr umferð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2021 08:48 Heilbrigðisstarfsmaður bólusetur hér annan heilbrigðisstarfsmann með bóluefni Covishield í Indlandi. Sanjeev Verma/Hindustan Times via Getty Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segist hafa orðið þess áskynja að falsbóluefni við kórónuveirunni væru í umferð í Indlandi og Afríku. Þeir skammtar sem vitað er af hafa verið teknir úr umferð. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að yfirvöld í Indlandi og nokkrum Afríkulöndum hafi í þessum og síðasta mánuði gert upptæka skammta af bóluefni sem sagt var vera bóluefnið Covishield, sem er mest notaða bóluefnið í Indlandi. Framleiðandi bóluefnisins hefur þá staðfest að efnið sem var gert upptækt sé ekki hið raunverulega bóluefni. WHO hefur sagt að falsbóluefni, það er að segja efni sem markaðssett eru sem samþykkt bóluefni frá raunverulegum lyfjafyrirtækjum en eru það ekki, væru ógn við lýðheilsu á heimsvísu og kallað eftir því að þau verði tekin úr umferð. Heilbrigðisyfirvöld í Indlandi eru þá sögð rannsaka málið. „Við eigum sterkt kerfi sem ætlað er að koma í veg fyrir mál eins og þetta, en eftir að þetta mál kom upp viljum við aðeins tryggja að enginn Indverji hafi fengið falsbóluefni,“ er haft eftir ónafngreindum embættismanni innan indverska heilbrigðiskerfisins. Indversk stjórnvöld stefna að því að bólusetja alla íbúa landsins fyrir lok ársins 2021, en yfir 486 milljónir skammta af bóluefni Covishield hafa þegar verið gefnir í landinu. Hátt í 1,4 milljarðar manna búa í landinu, sem hefur orðið afar illa úti í kórónuveirufaraldrinum. Yfir 32 milljónir manna hafa fengið Covid-19 í landinu, svo vitað sé, og um 432 þúsund manns látið lífið af völdum sjúkdómsins. Sérfræðingar telja þó að tölur yfir smitaða og látna séu stórlega vanáætlaðar. Indland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að yfirvöld í Indlandi og nokkrum Afríkulöndum hafi í þessum og síðasta mánuði gert upptæka skammta af bóluefni sem sagt var vera bóluefnið Covishield, sem er mest notaða bóluefnið í Indlandi. Framleiðandi bóluefnisins hefur þá staðfest að efnið sem var gert upptækt sé ekki hið raunverulega bóluefni. WHO hefur sagt að falsbóluefni, það er að segja efni sem markaðssett eru sem samþykkt bóluefni frá raunverulegum lyfjafyrirtækjum en eru það ekki, væru ógn við lýðheilsu á heimsvísu og kallað eftir því að þau verði tekin úr umferð. Heilbrigðisyfirvöld í Indlandi eru þá sögð rannsaka málið. „Við eigum sterkt kerfi sem ætlað er að koma í veg fyrir mál eins og þetta, en eftir að þetta mál kom upp viljum við aðeins tryggja að enginn Indverji hafi fengið falsbóluefni,“ er haft eftir ónafngreindum embættismanni innan indverska heilbrigðiskerfisins. Indversk stjórnvöld stefna að því að bólusetja alla íbúa landsins fyrir lok ársins 2021, en yfir 486 milljónir skammta af bóluefni Covishield hafa þegar verið gefnir í landinu. Hátt í 1,4 milljarðar manna búa í landinu, sem hefur orðið afar illa úti í kórónuveirufaraldrinum. Yfir 32 milljónir manna hafa fengið Covid-19 í landinu, svo vitað sé, og um 432 þúsund manns látið lífið af völdum sjúkdómsins. Sérfræðingar telja þó að tölur yfir smitaða og látna séu stórlega vanáætlaðar.
Indland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira