Borðar tómat til að hafa eitthvað fyrir stafni í einangrun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2021 21:18 Jón Gnarr er smitaður af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er allur að koma til eftir að hafa greinst með Covid-19 á dögunum. Hann segist hafa glatað bragð- og lystarskyni og borða tómata til að hafa eitthvað fyrir stafni. „Jú, ég er allur á batavegi,“ sagði Jón í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist hafa verið töluvert veikur fyrstu dagana, nánast eins og einhver hafi eitrað fyrir sér. „Mér fannst þetta eins og ég hefði gleypt óhreint handklæði, blautt handklæði sem hafði legið á gólfinu. Mér leið bara þannig einhvern veginn,“ sagði Jón. Núna finni hann helst fyrir kvefeinkennum auk áðurnefnds skorts á bragð- og lyktarskyni. „Ég finn bara nákvæmlega ekkert bragð að neinu eða lykt. Síðan finnst mér ég líka, ég er vitlausari en ég á að mér að vera. Ég man illa einföldustu hluti. Ég er að horfa á einhvern þátt í sjónvarpinu svo man ég ómögulega hvað hann heitir þannig að ég tékka hvað hann heitir, „já alveg rétt“, svo er ég búinn að gleyma því aftur hvað hann heitir tíu mínútum seinna.“ Hann segist ekki hafa mikla matarlyst. „Ég borðaði tómat í morgun og ég vissi alveg að ég var að borða tómat þó ég fyndi ekkert bragð af honum. Þetta er svona eitthvað til að hafa fyrir stafni,“ sagði Jón hlæjandi. Það vakti töluverða athygli þegar Jón birti myndir úr komusal Keflavíkurflugvallar á dögunum er hann var að koma hingað til lands. Komusalurinn var stútfullur af farþegum á leiðinni hingað til lands, sem allir höfðu safnast saman í einni kös. Jón telur líklegt að hann hafi smitast þar eða á ferðalaginu erlendis þó ekki sé hægt að staðfesta það. Hann fer ófögrum orðum um aðstæðurnar sem mynduðust á Keflavíkurflugvelli þennan dag. „Mér fannst það bara hræðilegt. Þetta er eitthvað það ömurlegasta sem við höfum uppliðað á ferðalagi,“ sagði Jón. Þarna hafi hann og fjölskylda hans verið sett í aðstæður þar sem ómögulegt var að viðhalda þær sóttvarnir sem predikað hefur verið að sé mikilvægt að halda. „Við vorum allt í einu þvinguð inn í aðstæður þar sem við gátum ekkert gert þetta. Við gátum ekki haldið bili við annað fólk,“ sagði Jón. „Þetta var ekki bara einhver ferðatöf, þetta var bara ógnandi, ofboðslega óþægilegt.“ Hann segist losna úr einangrun á næstu dögum, framundan spennandi dagar þangað til. „Ég ætla að reyna að borða annan tómat á morgun. Jafn vel kannski fara í bað í kvöld. Annars bara horfa á sjónvarpið sko.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matur Tengdar fréttir Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. 13. ágúst 2021 16:34 Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Sjá meira
„Jú, ég er allur á batavegi,“ sagði Jón í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist hafa verið töluvert veikur fyrstu dagana, nánast eins og einhver hafi eitrað fyrir sér. „Mér fannst þetta eins og ég hefði gleypt óhreint handklæði, blautt handklæði sem hafði legið á gólfinu. Mér leið bara þannig einhvern veginn,“ sagði Jón. Núna finni hann helst fyrir kvefeinkennum auk áðurnefnds skorts á bragð- og lyktarskyni. „Ég finn bara nákvæmlega ekkert bragð að neinu eða lykt. Síðan finnst mér ég líka, ég er vitlausari en ég á að mér að vera. Ég man illa einföldustu hluti. Ég er að horfa á einhvern þátt í sjónvarpinu svo man ég ómögulega hvað hann heitir þannig að ég tékka hvað hann heitir, „já alveg rétt“, svo er ég búinn að gleyma því aftur hvað hann heitir tíu mínútum seinna.“ Hann segist ekki hafa mikla matarlyst. „Ég borðaði tómat í morgun og ég vissi alveg að ég var að borða tómat þó ég fyndi ekkert bragð af honum. Þetta er svona eitthvað til að hafa fyrir stafni,“ sagði Jón hlæjandi. Það vakti töluverða athygli þegar Jón birti myndir úr komusal Keflavíkurflugvallar á dögunum er hann var að koma hingað til lands. Komusalurinn var stútfullur af farþegum á leiðinni hingað til lands, sem allir höfðu safnast saman í einni kös. Jón telur líklegt að hann hafi smitast þar eða á ferðalaginu erlendis þó ekki sé hægt að staðfesta það. Hann fer ófögrum orðum um aðstæðurnar sem mynduðust á Keflavíkurflugvelli þennan dag. „Mér fannst það bara hræðilegt. Þetta er eitthvað það ömurlegasta sem við höfum uppliðað á ferðalagi,“ sagði Jón. Þarna hafi hann og fjölskylda hans verið sett í aðstæður þar sem ómögulegt var að viðhalda þær sóttvarnir sem predikað hefur verið að sé mikilvægt að halda. „Við vorum allt í einu þvinguð inn í aðstæður þar sem við gátum ekkert gert þetta. Við gátum ekki haldið bili við annað fólk,“ sagði Jón. „Þetta var ekki bara einhver ferðatöf, þetta var bara ógnandi, ofboðslega óþægilegt.“ Hann segist losna úr einangrun á næstu dögum, framundan spennandi dagar þangað til. „Ég ætla að reyna að borða annan tómat á morgun. Jafn vel kannski fara í bað í kvöld. Annars bara horfa á sjónvarpið sko.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matur Tengdar fréttir Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. 13. ágúst 2021 16:34 Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Sjá meira
Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. 13. ágúst 2021 16:34
Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40