Um hundrað hafi greinst með veiruna í gær Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2021 08:47 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Um það bil hundrað manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Opinberar tölur verða þó ekki birtar fyrr en um klukkan ellefu. Víðir var til viðtals í Morgunútvarpinu á Rás 2 þar sem hann sagði að staðan eftir skimanir gærdagsins væri svipuð og fyrir helgi. Í fyrradag greindust 55 manns með veiruna, 64 á laugardag og 83 á föstudag. Dagana tvo þar á undan greindust yfir hundrað með veiruna, hvorn daginn. „Mér sýnist þetta vera eins og var fyrir helgina, eitthvað í kringum hundrað. Það er ekki alveg ljóst enn þá,“ sagði Víðir þegar hann var inntur eftir fjölda þeirra sem greindist í gær. Á laugardag var greint frá því að 83 hefðu greinst með veiruna daginn á undan. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að ánægjulegt væri að sjá lækkandi tölur, þó ekki væri unnt að túlka þær um of. Til þess að vera marktækar þyrftu lækkandi tölur að vara nokkra daga í röð, auk þess sem færri sýni en venjulega hefðu verið tekin á föstudag, laugardag og sunnudag. Smitrakning þyngri Víðir sagði í morgun að þegar yfir hundrað manns greindust dag eftir dag yrði smitrakning erfiðari. Þannig geti það misfarist að allir sem sannarlega hafi verið útsettir fyrir smiti fái skilaboð um að vera í sóttkví, en verið sé að vinna að því að sjálfvirknivæða kerfi smitrakningateymisins betur til þess að koma í veg fyrir slíkt. „Þetta er náttúrulega ný staða fyrir okkur að vera með svona mörg tilfelli. Eins og í þriðju bylgjunni, þá held ég að við höfum farið einn dag upp í hundrað, eitthvað svoleiðis. Flestir stóru dagarnir þá voru svona fimmtíu, sextíu,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 16. ágúst 2021 08:37 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Víðir var til viðtals í Morgunútvarpinu á Rás 2 þar sem hann sagði að staðan eftir skimanir gærdagsins væri svipuð og fyrir helgi. Í fyrradag greindust 55 manns með veiruna, 64 á laugardag og 83 á föstudag. Dagana tvo þar á undan greindust yfir hundrað með veiruna, hvorn daginn. „Mér sýnist þetta vera eins og var fyrir helgina, eitthvað í kringum hundrað. Það er ekki alveg ljóst enn þá,“ sagði Víðir þegar hann var inntur eftir fjölda þeirra sem greindist í gær. Á laugardag var greint frá því að 83 hefðu greinst með veiruna daginn á undan. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að ánægjulegt væri að sjá lækkandi tölur, þó ekki væri unnt að túlka þær um of. Til þess að vera marktækar þyrftu lækkandi tölur að vara nokkra daga í röð, auk þess sem færri sýni en venjulega hefðu verið tekin á föstudag, laugardag og sunnudag. Smitrakning þyngri Víðir sagði í morgun að þegar yfir hundrað manns greindust dag eftir dag yrði smitrakning erfiðari. Þannig geti það misfarist að allir sem sannarlega hafi verið útsettir fyrir smiti fái skilaboð um að vera í sóttkví, en verið sé að vinna að því að sjálfvirknivæða kerfi smitrakningateymisins betur til þess að koma í veg fyrir slíkt. „Þetta er náttúrulega ný staða fyrir okkur að vera með svona mörg tilfelli. Eins og í þriðju bylgjunni, þá held ég að við höfum farið einn dag upp í hundrað, eitthvað svoleiðis. Flestir stóru dagarnir þá voru svona fimmtíu, sextíu,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 16. ágúst 2021 08:37 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 16. ágúst 2021 08:37