Sport

Réðust inn á heimili rugby goðsagnar með exi, hníf og sveðju

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Toutai Kefu sést hér vera að þjálfa landslið Tonga á HM.
Toutai Kefu sést hér vera að þjálfa landslið Tonga á HM. AP/Aaron Favila

Þjóðþekkt fyrrum íþróttastjarna í Ástralíu og þrír fjölskyldumeðlimir að auki meiddust illa þegar vopnaðir menn réðust inn á heimili hans.

Toutai Kefu er fyrrum landsliðsmaður Ástralíu í rugby en hann varð heimsmeistari með liðinu árið 1999. Hann er núna landsliðsþjálfari hjá Tonga.

Kefu var staddur heima hjá sér í Brisbane þegar hann og fjölskylda hans urðu vör við það að menn voru að reyna að stela bíl fjölskyldunnar.

Innbrotsþjófarnir voru vopnaðir með exi, hníf og sveðju og Toutai Kefu var fluttu á sjúkrahús með alvarlega stungusár á kvið. Kona hans slasaðist einnig mjög illa á hendi og börn þeirra meiddust líka.

Lögreglan handtók tvo fimmtán ára stráka og var annar þeirra kærður fyrir manndráp. Það er líka verið að leita að þriðja aðilanum í hópnum.

„Þetta er líklega innbrot sem endaði illa,“ sagði lögreglustjórinn Tony Tony Fleming við breska ríkisútvarpið.

Hinn 47 ára gamli Kefu er að jafna sig á sjúkrahúsi eftir að hafa gengist undir aðgerð en kona hans er 46 ára gömul. 21 árs sonur þeirra er með sár á baki og hendi og átján ára dóttir þeirra skarst líka á hendi og handlegg.

Læknar vonast til að þau nái sér líkamlega en andlega verður þetta mjög erfitt. „Ég get bara rétt ímyndað mér að þessi atburður muni hafa langvinn sálfræðileg áhrif á fjölskylduna eftir að hafa lent í svona áfalli á heimili sínu,“ sagði Fleming.

Kefu spilaði sextíu landsleiki fyrir ástralska Wallabies liðið frá 1997 til 2003. Hann byrjaði að þjálfa landslið Tonga árið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×