Hrósaði Mo Salah fyrir að sýna hvorki eigingirni né leikaraskap í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 09:46 Mohamed Salah fagnar sögulegu marki sínu á móti Norwich City en hann varð þá fyrstur til að skora í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar fimm ár í röð. AP/Rui Vieira Garth Crooks sér um að velja lið umferðarinnar á vef breska ríkisútvarpsins. Manchester United og Liverpool áttu flesta leikmann í fyrsta úrvalsliði tímabilsins. Manchester United er auðvitað með Bruno Fernandes og Paul Pogba í liðinu en Bruno skoraði þrennu og Pogba lagði upp fjögur mörk í 5-1 sigri á Leeds United. „Ég hef sagt það áður og ég segi það áfram. Þegar Paul Pogba finnur taktinn þá er ekki hægt að verjast honum. Hann átti fleiri stoðsendingar í leiknum á móti Leeds en á öllu síðasta tímabili. Hvernig er það hægt,“ spurði Garth Crooks. x3 Liverpool x3 Manchester United x2 Chelsea x2 Tottenham Garth Crooks has picked his team of the week from the opening weekend of the Premier League season, what's yours? #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 15, 2021 Tottenham vann 1-0 sigur á Manchester City og á tvo leikmenn í liðinu, varnarmanninn Japhet Tanganga og Son Heung-min sem skoraði sigurmarkið. Chelsea vann líka góðan sigur og er með þá Trevoh Chalobah og Marcos Alonso í liðinu. Virgil van Dijk spilaði sinn fyrsta leik í tíu mánuði og er í liðinu og það er líka markvörður Liverpool Alisson. Þriðji Liverpool maðurinn er síðan framherjinn Mohamed Salah. Salah skoraði eitt mark og lagði upp tvö í 3-0 sigri á nýliðum Norwich. Hann varð fyrsti leikmaðurinn til að skora í fyrstu umferðinni fimm ár í röð. Mohamed Salah is our pick for African Player of the Week! - 90 minutes - 2 Assists - 1 Goal The Egyptian became the first Premier League player ever to score on five successive opening weekends.Would you have it any different? pic.twitter.com/QRy6kReOmt— Goal Africa (@GoalAfrica) August 16, 2021 Crooks hrósaði Salah sérstaklega fyrir tvennt. „Reglulegir lesendur vita að ég hef látið hluti í leik Salah pirra mig en á móti Norwich þá sá ég hvorki eigingirni hjá honum né leikaraskap. Hann leitaði af liðsfélögum sínum fyrir framan markið og reyndi ekki að veiða ódýrar vítaspyrnur,“ skrifaði Garth Crooks. „Það sem við sáum var leikmaðurinn sem kom fyrst til Liverpool, leikmaður sem spilar fyrst fyrir liðið og hann fékk að lokum markið sem hann átti skilið. Ég vona að hann haldi þessu áfram,“ skrifaði Crooks. Lið umferðarinnar hjá BBC: Markið: Alisson (Liverpool) Vörnin: Japhet Tanganga (Tottenham), Virgil van Dijk (Liverpool), Trevoh Chalobah (Chelsea). Miðjan: Son Heung-min (Tottenham), Paul Pogba (Manchester United), Bruno Fernandes (Manchester United), Marcos Alonso (Chelsea). Sóknin: Mohamed Salah (Liverpool), Mason Greenwood (Manchester United), Richarlison (Everton). Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Manchester United er auðvitað með Bruno Fernandes og Paul Pogba í liðinu en Bruno skoraði þrennu og Pogba lagði upp fjögur mörk í 5-1 sigri á Leeds United. „Ég hef sagt það áður og ég segi það áfram. Þegar Paul Pogba finnur taktinn þá er ekki hægt að verjast honum. Hann átti fleiri stoðsendingar í leiknum á móti Leeds en á öllu síðasta tímabili. Hvernig er það hægt,“ spurði Garth Crooks. x3 Liverpool x3 Manchester United x2 Chelsea x2 Tottenham Garth Crooks has picked his team of the week from the opening weekend of the Premier League season, what's yours? #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 15, 2021 Tottenham vann 1-0 sigur á Manchester City og á tvo leikmenn í liðinu, varnarmanninn Japhet Tanganga og Son Heung-min sem skoraði sigurmarkið. Chelsea vann líka góðan sigur og er með þá Trevoh Chalobah og Marcos Alonso í liðinu. Virgil van Dijk spilaði sinn fyrsta leik í tíu mánuði og er í liðinu og það er líka markvörður Liverpool Alisson. Þriðji Liverpool maðurinn er síðan framherjinn Mohamed Salah. Salah skoraði eitt mark og lagði upp tvö í 3-0 sigri á nýliðum Norwich. Hann varð fyrsti leikmaðurinn til að skora í fyrstu umferðinni fimm ár í röð. Mohamed Salah is our pick for African Player of the Week! - 90 minutes - 2 Assists - 1 Goal The Egyptian became the first Premier League player ever to score on five successive opening weekends.Would you have it any different? pic.twitter.com/QRy6kReOmt— Goal Africa (@GoalAfrica) August 16, 2021 Crooks hrósaði Salah sérstaklega fyrir tvennt. „Reglulegir lesendur vita að ég hef látið hluti í leik Salah pirra mig en á móti Norwich þá sá ég hvorki eigingirni hjá honum né leikaraskap. Hann leitaði af liðsfélögum sínum fyrir framan markið og reyndi ekki að veiða ódýrar vítaspyrnur,“ skrifaði Garth Crooks. „Það sem við sáum var leikmaðurinn sem kom fyrst til Liverpool, leikmaður sem spilar fyrst fyrir liðið og hann fékk að lokum markið sem hann átti skilið. Ég vona að hann haldi þessu áfram,“ skrifaði Crooks. Lið umferðarinnar hjá BBC: Markið: Alisson (Liverpool) Vörnin: Japhet Tanganga (Tottenham), Virgil van Dijk (Liverpool), Trevoh Chalobah (Chelsea). Miðjan: Son Heung-min (Tottenham), Paul Pogba (Manchester United), Bruno Fernandes (Manchester United), Marcos Alonso (Chelsea). Sóknin: Mohamed Salah (Liverpool), Mason Greenwood (Manchester United), Richarlison (Everton).
Lið umferðarinnar hjá BBC: Markið: Alisson (Liverpool) Vörnin: Japhet Tanganga (Tottenham), Virgil van Dijk (Liverpool), Trevoh Chalobah (Chelsea). Miðjan: Son Heung-min (Tottenham), Paul Pogba (Manchester United), Bruno Fernandes (Manchester United), Marcos Alonso (Chelsea). Sóknin: Mohamed Salah (Liverpool), Mason Greenwood (Manchester United), Richarlison (Everton).
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira