Vinnuveitendur geti sagt upp starfsfólki sem hafnar bólusetningu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2021 22:31 Atvinnurekendur hafa víðtækar heimildir til að segja starfsfólki upp. Vísir/Vilhelm Vinnuveitendur á almennum vinnumarkaði geta ekki skyldað starfsfólk til þess að undirgangast bólusetningu. Þeir geta þó ákveðið að segja upp starfsfólki sem hafnar bólusetningu. Þetta er mat Láru V. Júlíusdóttur, hæstaréttarlögmanns og sérfræðings í vinnurétti en hún ræddi réttindi starfsmanna og atvinnurekenda í tengslum við bólusetningar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sagði hún að sterk rök þyrftu að vera fyrir hendi til að skylda starfsmenn til að fara í bólusetningu, enda væru þær ákveðið inngrip í líkama starfsmanna. „Það verður ekki gert gegn vilja einstaklinganna, þetta verður ekki knúið fram gagnvart starfsfólki. Starfsfólk þarf ekki að undirgangast eitthvað sem það ekki kærir sig um,“ sagði Lára. Atvinnurekendur hefðu hins vegar víðtækar heimildir samkvæmt íslenskum vinnurétti til að segja starfsfólki upp, og það næði einnig til starfsmanna sem hafnað hafa bólusetningu. „Hins vegar má líta á málið frá því sjónarhorni hvort atvinnurekandi geti óskað eftir því að starfsmenn hafi farið í bólusetningu áður en þeir sinna einhverjum tilteknum verkum. Ef þeir hafna því þá getur atvinnurekenda þess vegna sagt þessum starfsmönnum upp eða sent þá heim. Hann getur ekki notað þá og bara samkvæmt íslenskum vinnurétti þá hefur atvinnurekandi mjög frjálsar hendur eða víðtækar heimildir til að segja starfsfólki upp og hann myndi þá ekki ráða annað fólk í vinnu en þá sem hafa undirgengist bóluetningu,“ sagði Lára. Þá er starfsfólk kannski komið í erfiða stöðu, annað hvort ferðu í bólusetningu og heldur vinnunni eða missir vinnuna? „Maður verður að gera ráð fyrir því að það séu þá þær aðstæður uppi að atvinnurekandi telji sig knúinn til að grípa til slíkra ráðstafana. En eins og ég segi og vísa aftur til reglna hér á landi þá á almennum vinnumarkaði þurfa atvinnurekendur ekki að færa nein sterk rök fyrir því að segja starfsmanni upp sem þeir vilja ekki hafa í vinnu.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Bólusetningar Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Þetta er mat Láru V. Júlíusdóttur, hæstaréttarlögmanns og sérfræðings í vinnurétti en hún ræddi réttindi starfsmanna og atvinnurekenda í tengslum við bólusetningar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sagði hún að sterk rök þyrftu að vera fyrir hendi til að skylda starfsmenn til að fara í bólusetningu, enda væru þær ákveðið inngrip í líkama starfsmanna. „Það verður ekki gert gegn vilja einstaklinganna, þetta verður ekki knúið fram gagnvart starfsfólki. Starfsfólk þarf ekki að undirgangast eitthvað sem það ekki kærir sig um,“ sagði Lára. Atvinnurekendur hefðu hins vegar víðtækar heimildir samkvæmt íslenskum vinnurétti til að segja starfsfólki upp, og það næði einnig til starfsmanna sem hafnað hafa bólusetningu. „Hins vegar má líta á málið frá því sjónarhorni hvort atvinnurekandi geti óskað eftir því að starfsmenn hafi farið í bólusetningu áður en þeir sinna einhverjum tilteknum verkum. Ef þeir hafna því þá getur atvinnurekenda þess vegna sagt þessum starfsmönnum upp eða sent þá heim. Hann getur ekki notað þá og bara samkvæmt íslenskum vinnurétti þá hefur atvinnurekandi mjög frjálsar hendur eða víðtækar heimildir til að segja starfsfólki upp og hann myndi þá ekki ráða annað fólk í vinnu en þá sem hafa undirgengist bóluetningu,“ sagði Lára. Þá er starfsfólk kannski komið í erfiða stöðu, annað hvort ferðu í bólusetningu og heldur vinnunni eða missir vinnuna? „Maður verður að gera ráð fyrir því að það séu þá þær aðstæður uppi að atvinnurekandi telji sig knúinn til að grípa til slíkra ráðstafana. En eins og ég segi og vísa aftur til reglna hér á landi þá á almennum vinnumarkaði þurfa atvinnurekendur ekki að færa nein sterk rök fyrir því að segja starfsmanni upp sem þeir vilja ekki hafa í vinnu.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Bólusetningar Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira