Vinnuveitendur geti sagt upp starfsfólki sem hafnar bólusetningu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2021 22:31 Atvinnurekendur hafa víðtækar heimildir til að segja starfsfólki upp. Vísir/Vilhelm Vinnuveitendur á almennum vinnumarkaði geta ekki skyldað starfsfólk til þess að undirgangast bólusetningu. Þeir geta þó ákveðið að segja upp starfsfólki sem hafnar bólusetningu. Þetta er mat Láru V. Júlíusdóttur, hæstaréttarlögmanns og sérfræðings í vinnurétti en hún ræddi réttindi starfsmanna og atvinnurekenda í tengslum við bólusetningar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sagði hún að sterk rök þyrftu að vera fyrir hendi til að skylda starfsmenn til að fara í bólusetningu, enda væru þær ákveðið inngrip í líkama starfsmanna. „Það verður ekki gert gegn vilja einstaklinganna, þetta verður ekki knúið fram gagnvart starfsfólki. Starfsfólk þarf ekki að undirgangast eitthvað sem það ekki kærir sig um,“ sagði Lára. Atvinnurekendur hefðu hins vegar víðtækar heimildir samkvæmt íslenskum vinnurétti til að segja starfsfólki upp, og það næði einnig til starfsmanna sem hafnað hafa bólusetningu. „Hins vegar má líta á málið frá því sjónarhorni hvort atvinnurekandi geti óskað eftir því að starfsmenn hafi farið í bólusetningu áður en þeir sinna einhverjum tilteknum verkum. Ef þeir hafna því þá getur atvinnurekenda þess vegna sagt þessum starfsmönnum upp eða sent þá heim. Hann getur ekki notað þá og bara samkvæmt íslenskum vinnurétti þá hefur atvinnurekandi mjög frjálsar hendur eða víðtækar heimildir til að segja starfsfólki upp og hann myndi þá ekki ráða annað fólk í vinnu en þá sem hafa undirgengist bóluetningu,“ sagði Lára. Þá er starfsfólk kannski komið í erfiða stöðu, annað hvort ferðu í bólusetningu og heldur vinnunni eða missir vinnuna? „Maður verður að gera ráð fyrir því að það séu þá þær aðstæður uppi að atvinnurekandi telji sig knúinn til að grípa til slíkra ráðstafana. En eins og ég segi og vísa aftur til reglna hér á landi þá á almennum vinnumarkaði þurfa atvinnurekendur ekki að færa nein sterk rök fyrir því að segja starfsmanni upp sem þeir vilja ekki hafa í vinnu.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Bólusetningar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Þetta er mat Láru V. Júlíusdóttur, hæstaréttarlögmanns og sérfræðings í vinnurétti en hún ræddi réttindi starfsmanna og atvinnurekenda í tengslum við bólusetningar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sagði hún að sterk rök þyrftu að vera fyrir hendi til að skylda starfsmenn til að fara í bólusetningu, enda væru þær ákveðið inngrip í líkama starfsmanna. „Það verður ekki gert gegn vilja einstaklinganna, þetta verður ekki knúið fram gagnvart starfsfólki. Starfsfólk þarf ekki að undirgangast eitthvað sem það ekki kærir sig um,“ sagði Lára. Atvinnurekendur hefðu hins vegar víðtækar heimildir samkvæmt íslenskum vinnurétti til að segja starfsfólki upp, og það næði einnig til starfsmanna sem hafnað hafa bólusetningu. „Hins vegar má líta á málið frá því sjónarhorni hvort atvinnurekandi geti óskað eftir því að starfsmenn hafi farið í bólusetningu áður en þeir sinna einhverjum tilteknum verkum. Ef þeir hafna því þá getur atvinnurekenda þess vegna sagt þessum starfsmönnum upp eða sent þá heim. Hann getur ekki notað þá og bara samkvæmt íslenskum vinnurétti þá hefur atvinnurekandi mjög frjálsar hendur eða víðtækar heimildir til að segja starfsfólki upp og hann myndi þá ekki ráða annað fólk í vinnu en þá sem hafa undirgengist bóluetningu,“ sagði Lára. Þá er starfsfólk kannski komið í erfiða stöðu, annað hvort ferðu í bólusetningu og heldur vinnunni eða missir vinnuna? „Maður verður að gera ráð fyrir því að það séu þá þær aðstæður uppi að atvinnurekandi telji sig knúinn til að grípa til slíkra ráðstafana. En eins og ég segi og vísa aftur til reglna hér á landi þá á almennum vinnumarkaði þurfa atvinnurekendur ekki að færa nein sterk rök fyrir því að segja starfsmanni upp sem þeir vilja ekki hafa í vinnu.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Bólusetningar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira