Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið Atli Ísleifsson skrifar 16. ágúst 2021 08:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að í hópi þeirra sem fara inn á spítala vegna Covid-19 séu fleiri óbólusettir að leggjast inn. Vísir/Vilhelm „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur sagði að það væru klárlega færri sem hafi greinst með kórónuveiruna núna yfir helgina heldur en í síðustu viku. „Þetta hefur verið svolítið rokkandi milli daga. Það er alltaf þannig að það eru færri sýni tekin um helgar. Við eigum eftir að gera daginn í gær betur upp en það sem er kannski ennþá áhyggjuefni er að hlutfall jákvæðra sýna er við það sama, kannski heldur lægra. Svo eru ennþá margir utan sóttkvíar sem eru að greinast. Þannig að það þarf að túlka þessar lægri tölur aðeins af varkárni,“ sagði Þórólfur. Bólusetning að koma í veg fyrir alvarleg veikindi Aðspurður um hvað sé jákvætt að frétta varðandi faraldurinn segir hann það vera að bóluefnin séu klárlega að koma í veg fyrir smit og bólusetningin sé líka að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við sjáum það bara í tölunum okkar. Þó að það sé svipaður fjöldi sem leggst inn á sjúkrahús, bólusettir og óbólusettir, þá er náttúrulega fjöldi þeirra sem er bólusettur miklu, miklu meiri. Þannig að hlutfallið og líkurnar á því að smitast og fá alvarleg veikindi eru miklu meiri hjá þeim sem eru óbólusettir. Það er jákvætt, að bólusetningin er að gera eitthvað. Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldi fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Þórólfur segir að í hópi þeirra sem fara inn á spítala vegna Covid-19 séu fleiri óbólusettir að leggjast inn. „En ef skoðað er þá sem leggjast inn á gjörgæslu þá skiptist það til helminga – óbólusettir og bólusettir. Það eru náttúrulega miklu fleiri sem eru bólusettir þannig að líkurnar á að leggjast inn á gjörgæslu eru miklu meiri. Það eru fimm, sex sinnum meiri líkur á að óbólusettur leggist inn á gjörgæslu vegna Covid-19 heldur en bólusettur.“ Þeir sem eru að greinast eru að stórum hluta einkennalaus. Má ekki þá áætla að þarna úti í samfélaginu séu nokkrir tugir þúsunda með veiruna í sér, einkennalausir, og hafa ekki hugmynd um það? „Það gæti vel verið. Það eru örugglega einhverjir. Við vitum bara ekki hvað það eru margir. Tölurnar í því tilfelli eru bara tómar getgátur. Við vitum ekki hvað það eru margir, en þeir eru örugglega margir myndi ég halda, vegna þess að bólusetningin er að koma í veg fyrir einkenni þannig að það eru örugglega einhverjir sem taka veiruna með lítil einkenni. Maður myndi líka halda að ef þeir taka lítil einkenni, kannski engin einkenni, þá séu kannski ekki miklar líkur á að þeir smiti mikið út frá sér,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Þórólfur sagði að það væru klárlega færri sem hafi greinst með kórónuveiruna núna yfir helgina heldur en í síðustu viku. „Þetta hefur verið svolítið rokkandi milli daga. Það er alltaf þannig að það eru færri sýni tekin um helgar. Við eigum eftir að gera daginn í gær betur upp en það sem er kannski ennþá áhyggjuefni er að hlutfall jákvæðra sýna er við það sama, kannski heldur lægra. Svo eru ennþá margir utan sóttkvíar sem eru að greinast. Þannig að það þarf að túlka þessar lægri tölur aðeins af varkárni,“ sagði Þórólfur. Bólusetning að koma í veg fyrir alvarleg veikindi Aðspurður um hvað sé jákvætt að frétta varðandi faraldurinn segir hann það vera að bóluefnin séu klárlega að koma í veg fyrir smit og bólusetningin sé líka að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við sjáum það bara í tölunum okkar. Þó að það sé svipaður fjöldi sem leggst inn á sjúkrahús, bólusettir og óbólusettir, þá er náttúrulega fjöldi þeirra sem er bólusettur miklu, miklu meiri. Þannig að hlutfallið og líkurnar á því að smitast og fá alvarleg veikindi eru miklu meiri hjá þeim sem eru óbólusettir. Það er jákvætt, að bólusetningin er að gera eitthvað. Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldi fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Þórólfur segir að í hópi þeirra sem fara inn á spítala vegna Covid-19 séu fleiri óbólusettir að leggjast inn. „En ef skoðað er þá sem leggjast inn á gjörgæslu þá skiptist það til helminga – óbólusettir og bólusettir. Það eru náttúrulega miklu fleiri sem eru bólusettir þannig að líkurnar á að leggjast inn á gjörgæslu eru miklu meiri. Það eru fimm, sex sinnum meiri líkur á að óbólusettur leggist inn á gjörgæslu vegna Covid-19 heldur en bólusettur.“ Þeir sem eru að greinast eru að stórum hluta einkennalaus. Má ekki þá áætla að þarna úti í samfélaginu séu nokkrir tugir þúsunda með veiruna í sér, einkennalausir, og hafa ekki hugmynd um það? „Það gæti vel verið. Það eru örugglega einhverjir. Við vitum bara ekki hvað það eru margir. Tölurnar í því tilfelli eru bara tómar getgátur. Við vitum ekki hvað það eru margir, en þeir eru örugglega margir myndi ég halda, vegna þess að bólusetningin er að koma í veg fyrir einkenni þannig að það eru örugglega einhverjir sem taka veiruna með lítil einkenni. Maður myndi líka halda að ef þeir taka lítil einkenni, kannski engin einkenni, þá séu kannski ekki miklar líkur á að þeir smiti mikið út frá sér,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira