Mælir með bólusetningu þrátt fyrir að liggja lömuð á Landspítalanum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. ágúst 2021 16:07 Tinna Katrín missti alla tilfinningu og allan mátt fyrir neðan mitti eftir örvunarskammt af Moderna. Hin nítján ára gamla Tinna Katrín Owen lamaðist fyrir neðan mitti eftir örvunarskammt af bóluefninu Moderna. Læknar telja þó að lömunin sé aðeins tímabundin. Atvikið hefur ekki haft áhrif á viðhorf Tinnu sem hvetur alla til þess að láta bólusetja sig. „Ég fór á fimmtudaginn í bólusetningu eða sem sagt að fá örvunarskammt. Daginn eftir var ég orðin svolítið slöpp og síðan um ellefu leytið á föstudeginum gat ég ekki staðið upp, svo mamma fór með mig upp á spítala,“ segir Tinna sem hafði áður verið bólusett með Janssen en fékk örvunarskammt af Moderna. Tinna er alveg máttlaus fyrir neðan mitti og finnur ekki fyrir snertingu í fótunum. Hún liggur nú inni á taugadeild Landspítalans. „Ég fór sem sagt í svona segulómun í gær þar sem var verið að mynda mænuna og það er ekkert að henni. Þannig að þeir búast við því að þetta sé bara tímabundið og að þetta ætti að ganga til baka.“ Tinna vakti athygli á málinu í gær með myndskeiði á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar skrifar hún „Fæ Moderna örvunarskammt - Lömuð fyrir neðan mitti.“ @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Læknar hafa ekki staðfest að lömunina megi rekja beint til bólusetningarinnar en hafa ekki fundið neina aðra orsök. „Þeir vita ekki nákvæmlega af hverju þetta er. En það er bara ekkert annað sem mér dettur í hug að þetta gæti verið . Ég er ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það finnst ekkert að mænunni minni. Það finnst ekkert í blóðinu mínu. Ég var ekki að gera neitt öðruvísi en bara að fara í þessa bólusetningu.“ Tinna segir tilganginn með því að deila þessari óskemmtilegu lífsreynslu á TikTok ekki hafa verið að vekja hræðslu á bólusetningum. Þvert á móti hvetur hún alla til þess að fara í bólusetningu. „Ég var bara í frekar miklu sjokki og vissi ekki alveg hvað ég átti að gera. Þannig mér fannst eitthvað smá fyndið að gera þetta TikTok og fer eitthvað að senda vinum mínum og vinkonum og þeim fannst þetta eitthvað voða fyndið. Mér finnst þetta alveg semí fyndið ennþá en kannski ekki alveg aðstæðurnar.“ Hún var aðeins með fáa fylgjendur þegar hún setti myndskeiðið inn og óraði hana ekki fyrir viðbrögðunum sem hún hefur fengið. Einhverjir drógu frásögn hennar þó í efa, þar sem Lyfjastofnun hafði ekki borist nein tilkynning um atvikið. „Þegar ég postaði þessu, þá var ég ekki búin að tilkynna þetta. Ég hélt bara einhvern veginn að læknarnir myndu gera það. Svo var ég að lesa kommentin og þá var verið að segja mér að ég yrði að gera það sjálf. Þannig ég tilkynnti þetta núna um eitt leytið.“ Tinna segist ekki sjá ástæðu til þess að leita réttar síns, þar sem aðeins sé um tímabundið ástand að ræða. Hún óskar þess aðeins að ná fullum bata sem fyrst. „Ég vil bara að eftir að þetta lagast þá sé þetta bara svona gleymt og búið, af því það er ekkert svakalega auðvelt að vera hérna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
„Ég fór á fimmtudaginn í bólusetningu eða sem sagt að fá örvunarskammt. Daginn eftir var ég orðin svolítið slöpp og síðan um ellefu leytið á föstudeginum gat ég ekki staðið upp, svo mamma fór með mig upp á spítala,“ segir Tinna sem hafði áður verið bólusett með Janssen en fékk örvunarskammt af Moderna. Tinna er alveg máttlaus fyrir neðan mitti og finnur ekki fyrir snertingu í fótunum. Hún liggur nú inni á taugadeild Landspítalans. „Ég fór sem sagt í svona segulómun í gær þar sem var verið að mynda mænuna og það er ekkert að henni. Þannig að þeir búast við því að þetta sé bara tímabundið og að þetta ætti að ganga til baka.“ Tinna vakti athygli á málinu í gær með myndskeiði á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar skrifar hún „Fæ Moderna örvunarskammt - Lömuð fyrir neðan mitti.“ @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Læknar hafa ekki staðfest að lömunina megi rekja beint til bólusetningarinnar en hafa ekki fundið neina aðra orsök. „Þeir vita ekki nákvæmlega af hverju þetta er. En það er bara ekkert annað sem mér dettur í hug að þetta gæti verið . Ég er ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það finnst ekkert að mænunni minni. Það finnst ekkert í blóðinu mínu. Ég var ekki að gera neitt öðruvísi en bara að fara í þessa bólusetningu.“ Tinna segir tilganginn með því að deila þessari óskemmtilegu lífsreynslu á TikTok ekki hafa verið að vekja hræðslu á bólusetningum. Þvert á móti hvetur hún alla til þess að fara í bólusetningu. „Ég var bara í frekar miklu sjokki og vissi ekki alveg hvað ég átti að gera. Þannig mér fannst eitthvað smá fyndið að gera þetta TikTok og fer eitthvað að senda vinum mínum og vinkonum og þeim fannst þetta eitthvað voða fyndið. Mér finnst þetta alveg semí fyndið ennþá en kannski ekki alveg aðstæðurnar.“ Hún var aðeins með fáa fylgjendur þegar hún setti myndskeiðið inn og óraði hana ekki fyrir viðbrögðunum sem hún hefur fengið. Einhverjir drógu frásögn hennar þó í efa, þar sem Lyfjastofnun hafði ekki borist nein tilkynning um atvikið. „Þegar ég postaði þessu, þá var ég ekki búin að tilkynna þetta. Ég hélt bara einhvern veginn að læknarnir myndu gera það. Svo var ég að lesa kommentin og þá var verið að segja mér að ég yrði að gera það sjálf. Þannig ég tilkynnti þetta núna um eitt leytið.“ Tinna segist ekki sjá ástæðu til þess að leita réttar síns, þar sem aðeins sé um tímabundið ástand að ræða. Hún óskar þess aðeins að ná fullum bata sem fyrst. „Ég vil bara að eftir að þetta lagast þá sé þetta bara svona gleymt og búið, af því það er ekkert svakalega auðvelt að vera hérna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira