Kannast ekki við skyndilega lömun ungrar konu eftir bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2021 12:00 Rúna Hauksdóttir Hvannberg. Júlíus Sigurjónsson Í gær birtist myndband á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ung kona segir frá því að hafa lamast fyrir neðan mitti í kjölfar örvunarbólusetningar með bóluefni Moderna. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa heyrt af málinu. Tilkynning um það gæti þó átt eftir að berast. „Við höfum ekki heyrt af nákvæmlega þessari aukaverkun,“ segir Rúna í samtali við fréttastofu. Hún segist þó ekki geta fullyrt hvort slíkt væri fyrsta tilfelli lömunar fyrir neðan mitti eftir bólusetningu, og bendir á að aukaverkanir bólusetninga sem gangi til baka á stuttum tíma falli ekki í flokk alvarlega aukaverkana hjá stofnuninni. „Við þyrftum þá bara að skoða sérstaklega hvort það hefðu komið svona tilfelli, svipuð þessu, þegar við fáum tilkynningu um þessa aukaverkun,“ segir Rúna. Myndbandið má sjá hér að neðan. @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Ekki sýnt fram á orsakasamhengi dauðsfalla og bólusetninga Alls hafa borist tuttugu og fjórar tilkynningar um andlát vegna bólusetninga, en stofnunin hefur látið gera tvær óháðar rannsóknir á slíkum tilkynningum. „Fyrri athugunin var gerð tiltölulega snemma í þessu bólusetningarferli. Þá var ekki hægt að sýna fram á orsakasamhengi. Í seinni rannsókninni, sem var gerð í júní, þá voru skoðaðir bæði blóðtappar og fimm tilkynningar um dauðsföll. Þar var mat sérfræðinga að ólíklegt væri að bólusetningin hefði leitt til andláts.“ Þó hafi í einu tilfelli ekki verið hægt að útiloka að fullu orsakasamhengi milli bólusetningar og andláts, sem þó var talið ólíklegt. Aðrar alvarlegar aukaverkanir sem stofnuni hafi haft til skoðunar séu blóðtappi, hjartavöðvabólga og andlitslömun. „Við höfum fengið tilkynningar um 47 blóðtappa og við höfum verið að fylgjast með þeim. Það var þessi rannsókn sem var sett sérstaklega af stað hjá okkur með það,“ segir Rúna og vísar þar til rannsóknarinnar sem gerð var í júní. Minnir á bótarétt vegna aukaverkana Rúna bendir á að Sjúkratryggingar bæti tjón sem rekja megi til bólusetninga á Íslandi á tímabilinu 2020 til 2023. Tjón sem hlýst af aukaverkunum eða rangri meðhöndlun er bætt, og það skilyrði sett að tjón megi að öllum líkindum rekja til bólusetningar. „Þetta er bara mjög mikilvægt, að benda á að það er bótaréttur vegna þessa. Þetta er sambærilegt við það sem er í löndunum í kring um okkur, eins og á Norðurlöndunum.“ Hér að neðan má sjá tölfræði af vef Lyfjastofnunar yfir fjölda tilkynninga um aukaverkanir í kjölfar bólusetninga, flokkaðar eftir alvarleika. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
„Við höfum ekki heyrt af nákvæmlega þessari aukaverkun,“ segir Rúna í samtali við fréttastofu. Hún segist þó ekki geta fullyrt hvort slíkt væri fyrsta tilfelli lömunar fyrir neðan mitti eftir bólusetningu, og bendir á að aukaverkanir bólusetninga sem gangi til baka á stuttum tíma falli ekki í flokk alvarlega aukaverkana hjá stofnuninni. „Við þyrftum þá bara að skoða sérstaklega hvort það hefðu komið svona tilfelli, svipuð þessu, þegar við fáum tilkynningu um þessa aukaverkun,“ segir Rúna. Myndbandið má sjá hér að neðan. @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Ekki sýnt fram á orsakasamhengi dauðsfalla og bólusetninga Alls hafa borist tuttugu og fjórar tilkynningar um andlát vegna bólusetninga, en stofnunin hefur látið gera tvær óháðar rannsóknir á slíkum tilkynningum. „Fyrri athugunin var gerð tiltölulega snemma í þessu bólusetningarferli. Þá var ekki hægt að sýna fram á orsakasamhengi. Í seinni rannsókninni, sem var gerð í júní, þá voru skoðaðir bæði blóðtappar og fimm tilkynningar um dauðsföll. Þar var mat sérfræðinga að ólíklegt væri að bólusetningin hefði leitt til andláts.“ Þó hafi í einu tilfelli ekki verið hægt að útiloka að fullu orsakasamhengi milli bólusetningar og andláts, sem þó var talið ólíklegt. Aðrar alvarlegar aukaverkanir sem stofnuni hafi haft til skoðunar séu blóðtappi, hjartavöðvabólga og andlitslömun. „Við höfum fengið tilkynningar um 47 blóðtappa og við höfum verið að fylgjast með þeim. Það var þessi rannsókn sem var sett sérstaklega af stað hjá okkur með það,“ segir Rúna og vísar þar til rannsóknarinnar sem gerð var í júní. Minnir á bótarétt vegna aukaverkana Rúna bendir á að Sjúkratryggingar bæti tjón sem rekja megi til bólusetninga á Íslandi á tímabilinu 2020 til 2023. Tjón sem hlýst af aukaverkunum eða rangri meðhöndlun er bætt, og það skilyrði sett að tjón megi að öllum líkindum rekja til bólusetningar. „Þetta er bara mjög mikilvægt, að benda á að það er bótaréttur vegna þessa. Þetta er sambærilegt við það sem er í löndunum í kring um okkur, eins og á Norðurlöndunum.“ Hér að neðan má sjá tölfræði af vef Lyfjastofnunar yfir fjölda tilkynninga um aukaverkanir í kjölfar bólusetninga, flokkaðar eftir alvarleika.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira