Ingibjörg byrjaði leikinn en Amanda sat á bekknum. Það voru heimakonur í Asvaldsnes sem komust yfir með marki eftir hornspyrnu á 11. mínútu. Þær voru líka mun sterkari aðilinn í upphafi leiks, en JJ Tompkins í markinu hjá Vålerenga átti afbragðsdag og bjargaði því að forystan var ekki stærri.
Katie Stenger jafnaði svo leikinn fyrir Vålerenga á 32.mínútu með góðu marki.
Laget: pic.twitter.com/CMiC1iUQJt
— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) August 14, 2021
Hin unga Amanda Andradóttir kom svo inná á 57. mínútu en náði ekki að setja mark sitt sérstaklega á leikinn enda lágu heimakonur vel á gestunum. Leiknum lauk svo með 1-1 jafntefli og ættu leikmenn Vålerenga að vera mjög sáttar við það.