Innlent

Starfandi fjölgar: Vinnumarkaðurinn að rétta úr kútnum

Heimir Már Pétursson skrifar
Framkvæmdir á Hlíðarenda.
Framkvæmdir á Hlíðarenda. Vísir/Vilhelm

Starfandi fólki á íslenskum vinnumarkaði fjölgaði um 7.200 frá öðrum ársfjórðungi síðasta árs til sama tímabils á þessu ári samkvæmt útreikningun Hagstofu Íslands.

Atvinnuþáttaka 16 til 74 ára var 80,2 prósent á öðrum ársfjórðungi í ár. 

Aukningin nemur 2,3 prósentum á milli ára. 

Hlutfall starfandi kvenna á áðurnefndu aldursbili var 69,5 prósent og starfandi karla 78,0 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu var hlutfall starfandi fólks 74,8 prósent og utan höfuðborgarsvæðis 72,3 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs. 

Hagstofan segir að túlka megi þessar niðurstöður sem vísbendingu um að íslenskur vinnumarkaður sé að rétta úr kútnum eftir niðursveifluna vegna Covid-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×