Innlent

Minnst 119 greindust innanlands og fækkar á sjúkrahúsi

Eiður Þór Árnason skrifar
Mjög annasamt hefur verið hjá heilsugæslunni síðustu vikur.
Mjög annasamt hefur verið hjá heilsugæslunni síðustu vikur. Vísir/Vilhelm

Í gær greindust hið minnsta 119 innanlands með Covid-19, þar af 80 utan sóttkvíar. 27 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær. Fimm eru á gjörgæslu. Þar af eru fjórir sjúklingar í öndunarvél og fjölgar úr tveimur.

Þá eru 1.302 í einangrun hér á landi og fækkar um 74 einstaklinga milli daga. 1.731 eru í sóttkví eða 24 færri en í gær. Einn farþegi greindist með virkt smit við landamæraskimun líkt og síðustu þrjá daga á undan. 

Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á upplýsingavefnum Covid.is. Ekki liggur fyrir hvort um sé að ræða lokatölur gærdagsins en samkvæmt verklagi almannavarna verða tölurnar næst uppfærðar á morgun.

3.411 innanlandssýni voru tekin síðastliðinn sólarhring sem er svipaður fjöldi og dagana á undan. 331 sýni var tekið við landamærin. Nýgengi innanlandssmita lækkar lítillega milli daga og fer úr 423 í 420 á hverja 100 þúsund íbúa. 84 einstaklingar greindust innanlands á þriðjudag en af þeim var 51 fullbólusettur. 

Farið var yfir stöðu faraldursins á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Hægt er að horfa á upptöku af fundinum og lesa textalýsingu hér á Vísi. 

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um fjölda sjúklinga í gjörgæslu og öndunarvél.


Tengdar fréttir

Minnst 84 greindust innanlands í gær

Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×