„Þetta snýst svolítið um að pína sig áfram“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2021 19:31 Arna Sigríður fer á sína fyrstu leika sem hefjast í Tókýó síðar í mánuðinum. Arna Sigríður Albertsdóttir er á meðal þeirra íslensku íþróttamanna sem halda til Tókýó að keppa á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics. Hún mun keppa í handahjólreiðum á leikunum. Arna Sigríður hlaut mænuskaða þegar hún lenti í skíðaslysi fyrir 14 árum. Hún hóf að æfa handahjólreiðar fyrir rúmum sex árum og fer nú á sína fyrstu leika. Hún ryður brautina er hún verður fyrst Íslendinga til að keppa í hjólreiðum. „Ég er bara mjög vel undirbúin miðað við ástandið, það hefði kannski getað verið betra og ég hef lítið keppt síðustu ár út af ástandinu. En fyrir utan það er ég bara mjög góð.“ „Það er auðvitað kannski smá erfitt að æfa hjólreiðar á Íslandi þegar það er stundum bara rigning og kalt. En það hefur verið bara ágætt, ég hef verið að hjóla mikið inni eins og aðrir hjólarar á Íslandi. Það besta sem ég kemst í er svo að komast út til að æfa og keppa.“ segir Arna. Klippa: Arna Sigríður Albertsdóttir En hvað er mest krefjandi við handahjólreiðarnar? „Það er ótrúlega margt sem er krefjandi. Brautin sem ég er að fara að keppa á núna er svolítið brött, það eru margar brekkur og beygjur, það er svolítið krefjandi. En svo er þetta náttúrulega úthaldsíþrótt sem krefst mikilla æfinga og langra æfinga. Þetta snýst svolítið um að pína sig áfram.“ segir Arna sem var þá spurð hvort það krefðist ekki andlegs styrks að geta pínt sig áfram með þeim hætti. „Maður þarf að byggja hann upp líka. Það byggist upp með hjólinu alveg eins og líkamlegi styrkurinn.“ Arna Sigríður segir þá ætla að halda væntingum til hófs á komandi leikum, sem eru hennar fyrstu. „Ég ætla að hafa svona frekar hóflegar væntingar af því að þetta eru mínir fyrstu leikar og ég komst svona frekar óvænt inn. Auðvitað vil ég vera með þeim bestu og ég er ekkert að fara út bara til að vera með, alls ekki,“ segir Arna Sigríður sem mun taka þátt í hjólreiðakeppni á leikunum 31. ágúst og 1. september. Viðtal Guðjóns Guðmundssonar úr Sportpakka kvöldsins við Örnu Sigríði má sjá í spilaranum að ofan. Hjólreiðar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Sjá meira
Arna Sigríður hlaut mænuskaða þegar hún lenti í skíðaslysi fyrir 14 árum. Hún hóf að æfa handahjólreiðar fyrir rúmum sex árum og fer nú á sína fyrstu leika. Hún ryður brautina er hún verður fyrst Íslendinga til að keppa í hjólreiðum. „Ég er bara mjög vel undirbúin miðað við ástandið, það hefði kannski getað verið betra og ég hef lítið keppt síðustu ár út af ástandinu. En fyrir utan það er ég bara mjög góð.“ „Það er auðvitað kannski smá erfitt að æfa hjólreiðar á Íslandi þegar það er stundum bara rigning og kalt. En það hefur verið bara ágætt, ég hef verið að hjóla mikið inni eins og aðrir hjólarar á Íslandi. Það besta sem ég kemst í er svo að komast út til að æfa og keppa.“ segir Arna. Klippa: Arna Sigríður Albertsdóttir En hvað er mest krefjandi við handahjólreiðarnar? „Það er ótrúlega margt sem er krefjandi. Brautin sem ég er að fara að keppa á núna er svolítið brött, það eru margar brekkur og beygjur, það er svolítið krefjandi. En svo er þetta náttúrulega úthaldsíþrótt sem krefst mikilla æfinga og langra æfinga. Þetta snýst svolítið um að pína sig áfram.“ segir Arna sem var þá spurð hvort það krefðist ekki andlegs styrks að geta pínt sig áfram með þeim hætti. „Maður þarf að byggja hann upp líka. Það byggist upp með hjólinu alveg eins og líkamlegi styrkurinn.“ Arna Sigríður segir þá ætla að halda væntingum til hófs á komandi leikum, sem eru hennar fyrstu. „Ég ætla að hafa svona frekar hóflegar væntingar af því að þetta eru mínir fyrstu leikar og ég komst svona frekar óvænt inn. Auðvitað vil ég vera með þeim bestu og ég er ekkert að fara út bara til að vera með, alls ekki,“ segir Arna Sigríður sem mun taka þátt í hjólreiðakeppni á leikunum 31. ágúst og 1. september. Viðtal Guðjóns Guðmundssonar úr Sportpakka kvöldsins við Örnu Sigríði má sjá í spilaranum að ofan.
Hjólreiðar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Sjá meira