„Þú opnar ekkert munninn núna án þess að móðga einhvern“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 11. ágúst 2021 16:00 Pálmi Gestsson var gestur Gulla og Heimis í Bítinu í morgun en Pálmi ræddi meðal annars um leiklistina, smíðarnar og Spaugstofuna. „Spaugstofan, hvað er það aftur?“ segir leikarinn Pálmi Gestsson og í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bítið var í dag sent út frá Bolungarvík en þar eiga einmitt Pálmi og kona hans, Sigurlaug Halldórsdóttir, aðsetur og fallegt hús. Nóg að gera í leiklistinni Aðspurður hvort að hann sé alveg fluttur vestur segir Pálmi svo ekki vera. „Nei, nei, nei. Ég er meira að segja búinn að vera tiltölulega lítið hér fyrir vestan í sumar. Það helgast aðallega af því að ég er þarna uppi á heiði í Reykjavík, Heytjarnarheiði heitir það víst. Ég er svo mikið að smíða og vesenast þar og svo hingað og þangað að vinna.“ „Þú sagðir smíða, ertu ekki að leika neitt þessa dagana?,“ spyr Heimir. „Jú, jú, jú! Ég er að leika alltof mikið,“ segir Pálmi og hlær. „Ég er núna hér fyrir vestan því ég er að taka þátt í bíómynd sem Hilmar Oddson er að gera. Myndin gerist á leið frá Vestfjörðum og suður,“ segir hann en myndin heitir Á ferð með mömmu. Pálmi segir nóg að gera í leiklistinni en gerir þó góðlátlegt grín af því að leiklistin sé nú farin að þvælast óþarflega mikið fyrir smíðavinnunni. Ég nenni ekkert alltaf að vera að þessu því það truflar alltaf smíðarnar. Spaugstofumenn eiga enn mikið inni Gulli kemur mögulega upp um vanþekkingu sína í leikhúsheiminum þegar hann spyr: „Þú hefur ekki verið í leikhúsunum lengi, er það?“ „Nei, ekki nema bara síðustu fjörutíu ár,“ segir Pálmi og skellir upp úr en útskýrir svo í framhaldi að auðvitað hafi ekki farið mikið fyrir leikhúslífinu síðustu misseri vegna heimsfaraldursins. Ásamt því að vera að leika í mynd Hilmars Oddssonar nú í sumar lék hann einnig í sjónvarpsseríunni Svörtu sandar í leikstjórn Balvins Z. „En Spaugstofan?“, spyr Gulli. „Ætlar Spaugstofan ekkert að koma saman aftur?“ „Spaugstofan, hvað er það aftur?“ spyr Pálmi og hlær. Við erum enn í fullu fjöri, við hittumst vikulega í kaffi við strákarnir og eigum mikið eftir. Hvort að Spaugstofan komi saman aftur veit ég ekki. En mér finnst full þörf á svona þætti. Pálmi segir þá félaga lengi hafa talað um fyrir mikilvægi þess að halda yrði áfram að framleiða þætti eins og Spaugstofuna því mikil þekking og þjálfun skapist við svona sjónvarpsgerð sem vert er að halda við. Hann segir það miður að svona þekking glatist. „Því var ekkert sinnt. Nú veit ég ekkert endilega hvort að fólk hafi þjálfun í að gera þetta í dag,“ segir Pálmi og bætir því við að hver einasta þjóð þurfi á svona þáttum að halda. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Talið berst að því þegar Spaugstofan fór á svið Þjóðleikshússins fyrir nokkrum árum og segir Pálmi það hafa heppnast mjög vel. Svið er eiginlega skemmtilegra. Þú færð stemmninguna og viðbrögðin beint í æð. Það er svo skemmtilegt móment! Skemmtilegast að herma eftir Laxness Pálmi hefur lengi verið einn af fremstu eftirhermum landsins en sjálfur segist hann nú hafa verið misgóður í því að herma eftir fólki. „Ég lenti í því svolítið í því að herma eftir, þó að ég gæti það ekki stundum," segir Pálmi og hlær. „Það er oft nóg að komast inn í hausinn á áhorfendum og þá vita hver þetta á að vera. Maður var misjafnlega góður í því að herma eftir fólki og sumum gat maður ekkert hermt eftir en þurfti að herma eftir þeim í mörg ár.“ Aðspurður hverjum honum hafi fundist skemmtilegast að herma eftir stóð ekki á svörum. „Það sem ég byrjaði á og mér finnst skemmtilegast og ég tel að ég hafi verið langbestur í, var Halldór Laxness. Ég byrjaði ungur á honum en okkar ævir sköruðust dálítið illa því að það var lítið tilefni til að vera að leika hann á þessum tíma.“ Gulli og Heimir fá Pálma til að herma aðeins eftir Laxness og spyrja í framhaldi hver galdurinn sé. Pálmi segir það mikilvægt að fá tilfinningu fyrir karakternum sem hermt er eftir og að munnstaðan sé mjög mikilvæg. Ég er svo mikill aðdáandi Laxnes, hann er svo stór og mikill rithöfundur og ég elska bækurnar hans og verkin hans. Margir sem eru að móðgast fyrir hönd annarra Aðspurður hvort að þjóðþekktir karakterar í nútíma samfélagi séu eins margir og skemmtilegir til að herma eftir og þeir voru segir Pálmi það svo sannarlega vera. „Jú, ég held það nú og það sem okkur hefur klæjað í fingurna undanfarin ár. Hugsiði ykkur bara hvað hefur verið að gerast undanfarin ár og hafa ekki haft vettvang til að taka á þessum málum maður. Covid-faraldurinn og allur hamagangurinn.“ Heimir segir marga grínara og skemmtikrafta hafa talað um það í dag að þeir þurfi að passa sig svo mikið því nú sé svo auðvelt að móðga einhvern og tekur Pálmi í sama streng. „Já, þú opnar ekkert munninn núna án þess að móðga einhvern,“ segir Pálmi og bætir því við að honum finnist mjög mikið um það í dag að fólk sé að móðgast fyrir hönd annarra. Hann minnist þess þegar hann var að herma eftir viðskiptamanninum, Björgólfi Guðmundssyni en Björgólfi sjálfum hafi alltaf fundist svo gaman þegar hann var að herma eftir sér en furðað sig á því að fólk hafi verið að móðgast fyrir sína hönd. Fólk spurði hvort að hann ætlaði ekki bara að fara að gera eitthvað í þessu, þetta gengi bara ekki. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér ofar í greininni. Klippa: Spaugstofan - Gamla stæl Bítið Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Grín og gaman Bolungarvík Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Bítið var í dag sent út frá Bolungarvík en þar eiga einmitt Pálmi og kona hans, Sigurlaug Halldórsdóttir, aðsetur og fallegt hús. Nóg að gera í leiklistinni Aðspurður hvort að hann sé alveg fluttur vestur segir Pálmi svo ekki vera. „Nei, nei, nei. Ég er meira að segja búinn að vera tiltölulega lítið hér fyrir vestan í sumar. Það helgast aðallega af því að ég er þarna uppi á heiði í Reykjavík, Heytjarnarheiði heitir það víst. Ég er svo mikið að smíða og vesenast þar og svo hingað og þangað að vinna.“ „Þú sagðir smíða, ertu ekki að leika neitt þessa dagana?,“ spyr Heimir. „Jú, jú, jú! Ég er að leika alltof mikið,“ segir Pálmi og hlær. „Ég er núna hér fyrir vestan því ég er að taka þátt í bíómynd sem Hilmar Oddson er að gera. Myndin gerist á leið frá Vestfjörðum og suður,“ segir hann en myndin heitir Á ferð með mömmu. Pálmi segir nóg að gera í leiklistinni en gerir þó góðlátlegt grín af því að leiklistin sé nú farin að þvælast óþarflega mikið fyrir smíðavinnunni. Ég nenni ekkert alltaf að vera að þessu því það truflar alltaf smíðarnar. Spaugstofumenn eiga enn mikið inni Gulli kemur mögulega upp um vanþekkingu sína í leikhúsheiminum þegar hann spyr: „Þú hefur ekki verið í leikhúsunum lengi, er það?“ „Nei, ekki nema bara síðustu fjörutíu ár,“ segir Pálmi og skellir upp úr en útskýrir svo í framhaldi að auðvitað hafi ekki farið mikið fyrir leikhúslífinu síðustu misseri vegna heimsfaraldursins. Ásamt því að vera að leika í mynd Hilmars Oddssonar nú í sumar lék hann einnig í sjónvarpsseríunni Svörtu sandar í leikstjórn Balvins Z. „En Spaugstofan?“, spyr Gulli. „Ætlar Spaugstofan ekkert að koma saman aftur?“ „Spaugstofan, hvað er það aftur?“ spyr Pálmi og hlær. Við erum enn í fullu fjöri, við hittumst vikulega í kaffi við strákarnir og eigum mikið eftir. Hvort að Spaugstofan komi saman aftur veit ég ekki. En mér finnst full þörf á svona þætti. Pálmi segir þá félaga lengi hafa talað um fyrir mikilvægi þess að halda yrði áfram að framleiða þætti eins og Spaugstofuna því mikil þekking og þjálfun skapist við svona sjónvarpsgerð sem vert er að halda við. Hann segir það miður að svona þekking glatist. „Því var ekkert sinnt. Nú veit ég ekkert endilega hvort að fólk hafi þjálfun í að gera þetta í dag,“ segir Pálmi og bætir því við að hver einasta þjóð þurfi á svona þáttum að halda. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Talið berst að því þegar Spaugstofan fór á svið Þjóðleikshússins fyrir nokkrum árum og segir Pálmi það hafa heppnast mjög vel. Svið er eiginlega skemmtilegra. Þú færð stemmninguna og viðbrögðin beint í æð. Það er svo skemmtilegt móment! Skemmtilegast að herma eftir Laxness Pálmi hefur lengi verið einn af fremstu eftirhermum landsins en sjálfur segist hann nú hafa verið misgóður í því að herma eftir fólki. „Ég lenti í því svolítið í því að herma eftir, þó að ég gæti það ekki stundum," segir Pálmi og hlær. „Það er oft nóg að komast inn í hausinn á áhorfendum og þá vita hver þetta á að vera. Maður var misjafnlega góður í því að herma eftir fólki og sumum gat maður ekkert hermt eftir en þurfti að herma eftir þeim í mörg ár.“ Aðspurður hverjum honum hafi fundist skemmtilegast að herma eftir stóð ekki á svörum. „Það sem ég byrjaði á og mér finnst skemmtilegast og ég tel að ég hafi verið langbestur í, var Halldór Laxness. Ég byrjaði ungur á honum en okkar ævir sköruðust dálítið illa því að það var lítið tilefni til að vera að leika hann á þessum tíma.“ Gulli og Heimir fá Pálma til að herma aðeins eftir Laxness og spyrja í framhaldi hver galdurinn sé. Pálmi segir það mikilvægt að fá tilfinningu fyrir karakternum sem hermt er eftir og að munnstaðan sé mjög mikilvæg. Ég er svo mikill aðdáandi Laxnes, hann er svo stór og mikill rithöfundur og ég elska bækurnar hans og verkin hans. Margir sem eru að móðgast fyrir hönd annarra Aðspurður hvort að þjóðþekktir karakterar í nútíma samfélagi séu eins margir og skemmtilegir til að herma eftir og þeir voru segir Pálmi það svo sannarlega vera. „Jú, ég held það nú og það sem okkur hefur klæjað í fingurna undanfarin ár. Hugsiði ykkur bara hvað hefur verið að gerast undanfarin ár og hafa ekki haft vettvang til að taka á þessum málum maður. Covid-faraldurinn og allur hamagangurinn.“ Heimir segir marga grínara og skemmtikrafta hafa talað um það í dag að þeir þurfi að passa sig svo mikið því nú sé svo auðvelt að móðga einhvern og tekur Pálmi í sama streng. „Já, þú opnar ekkert munninn núna án þess að móðga einhvern,“ segir Pálmi og bætir því við að honum finnist mjög mikið um það í dag að fólk sé að móðgast fyrir hönd annarra. Hann minnist þess þegar hann var að herma eftir viðskiptamanninum, Björgólfi Guðmundssyni en Björgólfi sjálfum hafi alltaf fundist svo gaman þegar hann var að herma eftir sér en furðað sig á því að fólk hafi verið að móðgast fyrir sína hönd. Fólk spurði hvort að hann ætlaði ekki bara að fara að gera eitthvað í þessu, þetta gengi bara ekki. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér ofar í greininni. Klippa: Spaugstofan - Gamla stæl
Bítið Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Grín og gaman Bolungarvík Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira