Lagði CrossFit skóna á hilluna eftir að hafa misst bronsið til Anníe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2021 08:00 Kristin Holte náði ekki að enda CrossFit ferilinn á verðlaunapalli á heimsleikunum. Instagram/@holtekristin Norska CrossFit konan Kristin Holte hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir langan CrossFit feril. Holte fór mikinn á heimsleikunum á dögunum og var lengi vel inn á verðlaunapallinum. Hún varð hins vegar að sætta sig við fjórða sætið. Holte ætlaði sér örugglega á pall á síðustu heimsleikunum og það að missa bronsið til Anníe Mistar var örugglega svekkjandi en alls ekki ástæðan fyrir því að hún er hætt. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Holte er orðin 35 ára gömul og var að keppa á sínum áttundu heimsleikum. Hennar besti árangur var árið 2019 þegar hún fékk silfur. Holte var með 85 stiga forskot á Anníe Mist Þórisdóttur eftir ellefu fyrstu greinarnar á heimsleikunum í ár, 814 stig á móti 729. Anníe Mist var búin að jafna hana fyrir lokagreinina þar sem hún tryggði sér bronsverðlaunin með því að ná þriðja besta árangrinum. Holte tilkynnti það á samfélagsmiðlum eftir heimsleikana að hún væri hætt að keppa í CrossFit. Síðasti dansinn, eins og hún orðaði það, var á dögunum. Holte hafði helgað CrossFit íþróttinni líf sitt undanfarin átta ár. „Fjórða hraustasta kona jarðar. Ég er stolt. Ég er þakklát. Ég er ánægð en ég er líka niðurbrotin,“ skrifaði Kristin Holte og vísaði þar eflaust í það að hafa misst bronsverðlaunin í lokin til Anníe Mistar. Anníe Mist sendi henni kveðju í skilaboðum við færsluna: „Ein af aðdáunarverðustu íþróttakonum sem ég þekki. Ég elskaði að keppa við hlið þér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist er ekki sú eina sem sendi henni kveðju heldur gerðu það allar helstu CrossFit konur heimsins og það er ljóst á öllu að Holte naut mikillar virðingar í hreyfingunni. Ein af þeim var Sara Sigmundsdóttir. „Ég mun sakna þess svo mikið að keppa við þig. Þú ert ein af bestu íþróttakonum og bestu manneskjum sem ég hef hitt,“ skrifaði Sara. Það má sjá kveðjufærslu Holte og öll skilaboðin frá CrossFit konunum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kristin Holte (@holtekristin) CrossFit Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Sjá meira
Holte fór mikinn á heimsleikunum á dögunum og var lengi vel inn á verðlaunapallinum. Hún varð hins vegar að sætta sig við fjórða sætið. Holte ætlaði sér örugglega á pall á síðustu heimsleikunum og það að missa bronsið til Anníe Mistar var örugglega svekkjandi en alls ekki ástæðan fyrir því að hún er hætt. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Holte er orðin 35 ára gömul og var að keppa á sínum áttundu heimsleikum. Hennar besti árangur var árið 2019 þegar hún fékk silfur. Holte var með 85 stiga forskot á Anníe Mist Þórisdóttur eftir ellefu fyrstu greinarnar á heimsleikunum í ár, 814 stig á móti 729. Anníe Mist var búin að jafna hana fyrir lokagreinina þar sem hún tryggði sér bronsverðlaunin með því að ná þriðja besta árangrinum. Holte tilkynnti það á samfélagsmiðlum eftir heimsleikana að hún væri hætt að keppa í CrossFit. Síðasti dansinn, eins og hún orðaði það, var á dögunum. Holte hafði helgað CrossFit íþróttinni líf sitt undanfarin átta ár. „Fjórða hraustasta kona jarðar. Ég er stolt. Ég er þakklát. Ég er ánægð en ég er líka niðurbrotin,“ skrifaði Kristin Holte og vísaði þar eflaust í það að hafa misst bronsverðlaunin í lokin til Anníe Mistar. Anníe Mist sendi henni kveðju í skilaboðum við færsluna: „Ein af aðdáunarverðustu íþróttakonum sem ég þekki. Ég elskaði að keppa við hlið þér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist er ekki sú eina sem sendi henni kveðju heldur gerðu það allar helstu CrossFit konur heimsins og það er ljóst á öllu að Holte naut mikillar virðingar í hreyfingunni. Ein af þeim var Sara Sigmundsdóttir. „Ég mun sakna þess svo mikið að keppa við þig. Þú ert ein af bestu íþróttakonum og bestu manneskjum sem ég hef hitt,“ skrifaði Sara. Það má sjá kveðjufærslu Holte og öll skilaboðin frá CrossFit konunum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kristin Holte (@holtekristin)
CrossFit Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Sjá meira