Geir í Ósvör óvænt orðinn andlit sardínuframleiðanda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2021 22:57 Hér má sjá Geir á sardínudósinni. Ef vel er að gáð sést að skeggið er sett á hann með stafrænum hætti. Aðsend Geir Guðmundsson, sem eitt sinn var safnvörður í Ósvör í Bolungarvík, virðist vera orðinn að andliti sardínuframleiðanda í Svíþjóð. Fjölskylda Geirs hafði ekki hugmynd um að mynd af honum væri utan á sænskum sardínudósum, en framleiðandanum virðist hafa þótt vanta skegg á Geir. Geir, sem lést árið 2018, var um tíma safnvörður í Ósvör, sem er verbúð og sjóminjasafn austast við Bolungarvík og átti hann stóran hlut í uppbyggingu safnsins á sínum tíma. Í hlutverki safnvarðar var Geir oftar en ekki klæddur skinnklæðum á borð við þau sem sjómenn fyrri alda klæddust hér á landi og fræddi gesti safnsins um söguna og það sem fyrir augu bar. Á sardínudósinni er Geir einmitt í slíkum klæðum, þó eitthvað sé hann breyttur frá tíma sínum í Ósvör. Sardínuframleiðandanum virðist nefnilega hafa þótt vanta skegg á hann og bætti úr því með myndvinnsluforriti. Hér má sjá Geir í fullum skrúða og skegglausan, eins og hann var ávallt.Aðsend Skeggið blekkir engan Í samtali við Vísi segir Sólrún, dóttir Geirs, að fyrrverandi nágrannakona hennar og foreldra hennar í Bolungarvík hafi bent henni á að faðir hennar væri nú andlit sardínumerkis í Svíþjóð, nefnilega Sardinmästarens. Hún hafi fyrir algera tilviljun rekist á dósina úti í búð. „Þar sá hún eitthvað kunnuglegt andlit og fór að velta fyrir sér hvort þetta væri ekki gamli nágranninn. Hún sendi mömmu sinni sem býr í Bolungarvík þetta. Hún kom í heimsókn til mömmu í dag og sýndi henni þetta. Við þekktum auðvitað myndina og það er augljóst að þetta er sá gamli,“ segir Sólrún, sem telur skegginu heldur viðvaningslega bætt á Geir. Sólrún segir að flestir safnverðir í Ósvör á eftir föður hennar hafi verið með skegg. „En pabbi var aldrei með skegg. Mamma vildi ekki að hann safnaði skeggi þannig að það var bara gengið frá því í upphafi þeirra sambands og hann auðvitað hlýddi því.“ Sólrún segist þrátt fyrir allt hafa húmor fyrir málinu og gerir ekki ráð fyrir því að setja sig sérstaklega í samband við sardínufyrirtækið vegna þess, en ef nafn sardínuframleiðandans er slegið inn í leitarvél kemur upp fjöldi mynda af mismunandi sardínudósum, prýddum skeggjuðu andliti Geirs. Bolungarvík Auglýsinga- og markaðsmál Svíþjóð Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Sjá meira
Geir, sem lést árið 2018, var um tíma safnvörður í Ósvör, sem er verbúð og sjóminjasafn austast við Bolungarvík og átti hann stóran hlut í uppbyggingu safnsins á sínum tíma. Í hlutverki safnvarðar var Geir oftar en ekki klæddur skinnklæðum á borð við þau sem sjómenn fyrri alda klæddust hér á landi og fræddi gesti safnsins um söguna og það sem fyrir augu bar. Á sardínudósinni er Geir einmitt í slíkum klæðum, þó eitthvað sé hann breyttur frá tíma sínum í Ósvör. Sardínuframleiðandanum virðist nefnilega hafa þótt vanta skegg á hann og bætti úr því með myndvinnsluforriti. Hér má sjá Geir í fullum skrúða og skegglausan, eins og hann var ávallt.Aðsend Skeggið blekkir engan Í samtali við Vísi segir Sólrún, dóttir Geirs, að fyrrverandi nágrannakona hennar og foreldra hennar í Bolungarvík hafi bent henni á að faðir hennar væri nú andlit sardínumerkis í Svíþjóð, nefnilega Sardinmästarens. Hún hafi fyrir algera tilviljun rekist á dósina úti í búð. „Þar sá hún eitthvað kunnuglegt andlit og fór að velta fyrir sér hvort þetta væri ekki gamli nágranninn. Hún sendi mömmu sinni sem býr í Bolungarvík þetta. Hún kom í heimsókn til mömmu í dag og sýndi henni þetta. Við þekktum auðvitað myndina og það er augljóst að þetta er sá gamli,“ segir Sólrún, sem telur skegginu heldur viðvaningslega bætt á Geir. Sólrún segir að flestir safnverðir í Ósvör á eftir föður hennar hafi verið með skegg. „En pabbi var aldrei með skegg. Mamma vildi ekki að hann safnaði skeggi þannig að það var bara gengið frá því í upphafi þeirra sambands og hann auðvitað hlýddi því.“ Sólrún segist þrátt fyrir allt hafa húmor fyrir málinu og gerir ekki ráð fyrir því að setja sig sérstaklega í samband við sardínufyrirtækið vegna þess, en ef nafn sardínuframleiðandans er slegið inn í leitarvél kemur upp fjöldi mynda af mismunandi sardínudósum, prýddum skeggjuðu andliti Geirs.
Bolungarvík Auglýsinga- og markaðsmál Svíþjóð Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Sjá meira