Eriksen sendi hjartnæma kveðju á níu ára stúlku Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2021 07:01 Eriksen sendi stúlkunni ungu baráttukveðjur. Stuart Franklin/Pool via AP Danski fótboltamaðurinn Christian Eriksen sendi í gær kveðju á unga stúlku, Evie Martin, sem er á leið í samskonar hjartaaðgerð og Daninn fór í eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Danmerkur og Finnlands á EM í sumar. Nicci Martin, móðir Evie, deildi kveðju Eriksens á samfélagsmiðlinum Facebook í gær. Evie glímir við hjartagalla og þarf að fá ígræddan í sig gangráð, sem viðheldur eðlilegum hjartslætti. Eriksen þekkir það, en slík græja var grædd í hann í sumar eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Danmekur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn í júní. Evie er mikill aðdáandi danska leikmannsins og sendi á hann bréf varðandi aðgerðina. Eriksen var snöggur til svars og sendi myndbandskveðju á ungu stúlkuna þar sem hann hvatti hana til dáða. „Takk fyrir fallegt bréf, ég las það í gegn í kvöld. Ég vona að þú hafir það bærilegt í aðdraganda aðgerðarinnar. Ég þekki það sjálfur að það er aldrei gaman að vera á spítala, en ég er viss um að læknarnir vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Eriksen í kveðjunni. „Þeir munu hjálpa þér í gegnum þetta og ég er viss um að þú getir snúið aftur til eðlilegs daglegs lífs fljótlega eftir á. Það var þannig hjá mér og ég er viss um að það verði eins hjá þér,“ sagði Eriksen jafnframt og bætti við: „Ég vildi bara óska þér alls hins besta og kannski náum við að hittast einhvern tíma í framtíðinni.“ Óvissa ríkir um framhaldið hjá þeim danska en hann sneri aftur til félagsliðs síns, Internazionale í Mílanó, fyrir helgi. Samkvæmt reglum á Ítalíu má ekki leika knattspyrnu þar í landi með gangráð. Það má hins vegar annars staðar, til að mynda á Englandi og í Hollandi, en Eriksen mun ganga undir frekari rannsóknir og endurhæfingu á Ítalíu á meðan næstu skref hans verða metin. Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Christian Eriksen ætlar sér að spila fótbolta aftur í vetur Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen ætlar ekki að leggja knattspyrnuskóna á hilluna þrátt fyrir að hafa lent í hjartastoppi í leik með danska landsliðinu á EM. 5. ágúst 2021 15:01 Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Nicci Martin, móðir Evie, deildi kveðju Eriksens á samfélagsmiðlinum Facebook í gær. Evie glímir við hjartagalla og þarf að fá ígræddan í sig gangráð, sem viðheldur eðlilegum hjartslætti. Eriksen þekkir það, en slík græja var grædd í hann í sumar eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Danmekur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn í júní. Evie er mikill aðdáandi danska leikmannsins og sendi á hann bréf varðandi aðgerðina. Eriksen var snöggur til svars og sendi myndbandskveðju á ungu stúlkuna þar sem hann hvatti hana til dáða. „Takk fyrir fallegt bréf, ég las það í gegn í kvöld. Ég vona að þú hafir það bærilegt í aðdraganda aðgerðarinnar. Ég þekki það sjálfur að það er aldrei gaman að vera á spítala, en ég er viss um að læknarnir vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Eriksen í kveðjunni. „Þeir munu hjálpa þér í gegnum þetta og ég er viss um að þú getir snúið aftur til eðlilegs daglegs lífs fljótlega eftir á. Það var þannig hjá mér og ég er viss um að það verði eins hjá þér,“ sagði Eriksen jafnframt og bætti við: „Ég vildi bara óska þér alls hins besta og kannski náum við að hittast einhvern tíma í framtíðinni.“ Óvissa ríkir um framhaldið hjá þeim danska en hann sneri aftur til félagsliðs síns, Internazionale í Mílanó, fyrir helgi. Samkvæmt reglum á Ítalíu má ekki leika knattspyrnu þar í landi með gangráð. Það má hins vegar annars staðar, til að mynda á Englandi og í Hollandi, en Eriksen mun ganga undir frekari rannsóknir og endurhæfingu á Ítalíu á meðan næstu skref hans verða metin.
Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Christian Eriksen ætlar sér að spila fótbolta aftur í vetur Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen ætlar ekki að leggja knattspyrnuskóna á hilluna þrátt fyrir að hafa lent í hjartastoppi í leik með danska landsliðinu á EM. 5. ágúst 2021 15:01 Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Christian Eriksen ætlar sér að spila fótbolta aftur í vetur Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen ætlar ekki að leggja knattspyrnuskóna á hilluna þrátt fyrir að hafa lent í hjartastoppi í leik með danska landsliðinu á EM. 5. ágúst 2021 15:01
Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01