Franskir fjölmiðlar greina frá því nú í kvöld að Messi hafi undir höndum samningstilboð sem gildir til næstu tveggja ára og er talið líklegt að hlutirnir gætu gerst hratt og Argentínumaðurinn yrði kynntur sem nýr leikmaður PSG strax annað kvöld.
Samningstilboð PSG hljóðar upp á 500 þúsund evrur í vikulaun og er sem fyrr segir til tveggja ára en í Barcelona höfðu menn hug á að gera fjögurra ára samning við hinn 34 ára gamla Messi.
Eru forráðamenn PSG nú að vinna hörðum höndum að því að undirbúa komu Messi og er vonast eftir því að hann muni gangast undir læknisskoðun í París á morgun.
Franska úrvalsdeildin hófst nú um helgina þar sem PSG vann 2-1 sigur á Troyes.