Ekki viss um að hjarðónæmi sé besta leiðin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. ágúst 2021 19:10 Kamilla segir mikilvægast að vernda viðkvæmustu hópana. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, hefur efasemdir um ágæti þess að reyna að ná fram hjarðónæmi við Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Verði það hins vegar stefnan sé mikilvægast að reyna að vernda viðkvæma hópa. „Ég veit ekki endilega hvort það sé rétt að reyna að ná hjarðónæmi en ef það er ekki stefnan að reyna að hafa hemil á þessu að þá verðum við bara að verja viðkvæmustu staðina, stofnanir og fyrirtæki og innviðina hjá okkur,“ segir Kamilla. Hún virðist þar af leiðandi á öndverðum meiði við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem sagði í dag að markmiðið ætti ekki lengur að vera útrýming veirunnar, heldur frekar að reyna að ná upp hjarðónæmi – en án þess að spítalakerfið riði til falls. Vernda þurfi viðkvæmustu hópana og að áskorunin nú sé að klára örvunarbólusetningar. Kamilla sagðist ekki hafa lesið viðtalið við Þórólf, né rætt við hann, og því geti hún ekki tjáð sig sérstaklega um það. Ansi margir þurfi þó að smitast til þess að hjarðónæmi við delta-afbrigðinu verði náð. Hún segir að viðkvæmustu hóparnir séu aðeins varðir með því að takmarka hópamyndanir. Því sé eðlilegt að þeir sem geti sinnt vinnu heiman frá geri það. „Og bara takmarka samskipti augliti til auglits eins og hægt er.“ Þá segir hún stöðuna í samfélaginu ekki hafa versnað. „Síðasta vika var svipuð vikunni á undan. Það varð engin sérstök sprenging en delta-veiran virðist valda hraðar einkennum en fyrri afbrigði, þannig að mögulega hefðum við átt að vera farin að sjá í lok vikunnar ef það hefði orðið einhver veruleg útbreiðsla síðustu helgi, en það er ekkert alveg útséð um það.“ Kamilla lýsti í vikunni áhyggjum af stöðunni og sagði að ef ekkert yrði að gert gæti kerfið hreinlega brostið. „Það bara verður að koma í ljós hvort að það verður eða ekki. Vonandi hafði ég rangt fyrir mér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Sjá meira
„Ég veit ekki endilega hvort það sé rétt að reyna að ná hjarðónæmi en ef það er ekki stefnan að reyna að hafa hemil á þessu að þá verðum við bara að verja viðkvæmustu staðina, stofnanir og fyrirtæki og innviðina hjá okkur,“ segir Kamilla. Hún virðist þar af leiðandi á öndverðum meiði við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem sagði í dag að markmiðið ætti ekki lengur að vera útrýming veirunnar, heldur frekar að reyna að ná upp hjarðónæmi – en án þess að spítalakerfið riði til falls. Vernda þurfi viðkvæmustu hópana og að áskorunin nú sé að klára örvunarbólusetningar. Kamilla sagðist ekki hafa lesið viðtalið við Þórólf, né rætt við hann, og því geti hún ekki tjáð sig sérstaklega um það. Ansi margir þurfi þó að smitast til þess að hjarðónæmi við delta-afbrigðinu verði náð. Hún segir að viðkvæmustu hóparnir séu aðeins varðir með því að takmarka hópamyndanir. Því sé eðlilegt að þeir sem geti sinnt vinnu heiman frá geri það. „Og bara takmarka samskipti augliti til auglits eins og hægt er.“ Þá segir hún stöðuna í samfélaginu ekki hafa versnað. „Síðasta vika var svipuð vikunni á undan. Það varð engin sérstök sprenging en delta-veiran virðist valda hraðar einkennum en fyrri afbrigði, þannig að mögulega hefðum við átt að vera farin að sjá í lok vikunnar ef það hefði orðið einhver veruleg útbreiðsla síðustu helgi, en það er ekkert alveg útséð um það.“ Kamilla lýsti í vikunni áhyggjum af stöðunni og sagði að ef ekkert yrði að gert gæti kerfið hreinlega brostið. „Það bara verður að koma í ljós hvort að það verður eða ekki. Vonandi hafði ég rangt fyrir mér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Sjá meira