Messi var viss um að hann yrði áfram: „Erfiðasta augnablikið á ferlinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2021 11:25 Messi gat ekki haldið aftur af tárunum er hann kvaddi Barcelona í dag. Eric Alonso/Getty Images Argentínska fótboltastjarnan Lionel Messi segist hafa gert allt sem hann gat til að vera áfram í herbúðum Barcelona á Spáni en að reglur spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, hafi gert það að verkum að samningmálin gengu ekki upp. Hann kveður félagið eftir 21 ár í Katalóníu. Messi hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum Barcelona í dag þar sem hann útskýrði stöðuna varðandi brottför sína frá félaginu. Samningur hans rann út fyrr í sumar en allt benti til að hann myndi ganga frá nýjum samningi í vikunni. Á fimmtudagskvöld sendi Barcelona hins vegar frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Messi væri á förum þar sem samningsmálin gengu ekki upp. Greinilegt var að Messi þykir erfitt að yfirgefa félagið en hann gat ekki haldið aftur af tárunum í upphafi fundar, áður en hann tók til máls. „Ég og fjölskylda mín vorum viss um að við myndum vera áfram hér, heima,“ sagði Messi á fundinum í dag. „Þetta er endir minn hjá þessu félagi og nú mun nýr kafli mun hefjast. Já, þetta er eitt af erfiðustu augnablikum ferils míns. Ég vildi ekki yfirgefa félagið, þetta er félag sem ég elska og þetta er augnablik sem ég bjóst ekki við að kæmi,“ sagði hann enn fremur. Vildi fara í fyrra en vera áfram í ár Messi lagði fram kröfu um að vera seldur síðasta sumar en ekkert varð af því. Hann segist hafa viljað fara í fyrra en í ár vildi hann vera áfram. „Samningsmálin voru afgreidd og allt var klappað og klárt, en á síðustu stundu var ekki hægt að ganga frá því vegna La Liga vandamálsins. Þetta var nákvæmlega eins og Laporta útskýrði þetta. Ég gerði allt sem ég gat til að vera áfram,“ sagði Messi en fjárhagsreglur spænsku deildarinnar, La Liga, hafa gert skuldum vöfnu liði Barcelona erfitt fyrir. „Á síðasta ári vildi ég fara, en í ár vildi ég vera áfram. Þess vegna er ég svo leiður.“ sagði Messi jafnframt. Messi var spurður á fundinum hvort hann hefði gefið stuðningsmönnum Barcelona falska von um að hann yrði áfram. Hann vísar því á bug og segist ávallt hafa verið þess fullviss að hann yrði áfram hjá félaginu. „Falskar vonir? Nei. Við vorum allir þess fullvissir að ég yrði áfram hér. Það var allt frágengið og það var ekkert vandamál. Við vorum alltaf hreinskilnir við fólk, að minnsta kosti frá mér séð.“ sagði Messi sem sagðist vera tilbúinn að taka á sig launalækkun um helming. Það sé hins vegar ekki satt að Barcelona hafi krafið hann um enn frekari launalækkun. „Ég hafði lækkað launin mín um 50% og einskis meira var krafist af mér. Við gerðum allt sem hægt var. Barcelona bað mig ekki um að taka á mig launalækkun um 30% til viðbótar, það er lygi.“ This is the word of Leo #Messi: pic.twitter.com/k0btQ7k1py— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 8, 2021 Vill snúa aftur einn daginn Messi er talinn vera á leið til Paris Saint-Germain í Frakklandi en hann vildi ekki staðfesta það á fundinum í dag. Hann sagði liðið vera einn möguleika í stöðunni. Hann segist vilja snúa aftur til Barcelona einn daginn og að hans besta augnablik á ferlinum hafi verið þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið. „Vonandi get ég einn daginn snúið aftur til félagsins, til að leggja mitt af mörkum til að Barça verði áfram besta lið í heimi.“ „Besta augnablikið hér? Það er erfitt að segja. Ég hef upplifað margt hér, en líklega er það þegar ég þreytti frumraun mína. Þá var draumur að rætast. Ég mun aldrei gleyma því augnabliki.“ Í lok fundar stóðu allir viðstaddir upp og klöppuðu fyrir Argentínumanninum. Messi hefur verið hjá Barcelona frá 13 ára aldri en hann gekk í raðir félagsins frá Newell's Old Boys í heimalandinu árið 2000. Messi lék 778 leiki fyrir Barcelona og skoraði í þeim 672 mörk frá 2004 til 2021. Hann vann tíu spænska meistaratitla, spænsku bikarkeppnina og spænska ofurbikarinn sjö sinnum hvort, Meistaradeildina fjórum sinnum og ofurbikar Evrópu og heimsmeistarakeppni félagsliða þrisvar sinnum hvort hjá félaginu. Sex sinnum var hann valinn leikmaður ársins í spænsku deildinni og jafn oft hefur hann verið valinn besti leikmaður heims, fyrst 2009 og síðast 2019. Hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum í morgun. Spænski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Sport Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Messi hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum Barcelona í dag þar sem hann útskýrði stöðuna varðandi brottför sína frá félaginu. Samningur hans rann út fyrr í sumar en allt benti til að hann myndi ganga frá nýjum samningi í vikunni. Á fimmtudagskvöld sendi Barcelona hins vegar frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Messi væri á förum þar sem samningsmálin gengu ekki upp. Greinilegt var að Messi þykir erfitt að yfirgefa félagið en hann gat ekki haldið aftur af tárunum í upphafi fundar, áður en hann tók til máls. „Ég og fjölskylda mín vorum viss um að við myndum vera áfram hér, heima,“ sagði Messi á fundinum í dag. „Þetta er endir minn hjá þessu félagi og nú mun nýr kafli mun hefjast. Já, þetta er eitt af erfiðustu augnablikum ferils míns. Ég vildi ekki yfirgefa félagið, þetta er félag sem ég elska og þetta er augnablik sem ég bjóst ekki við að kæmi,“ sagði hann enn fremur. Vildi fara í fyrra en vera áfram í ár Messi lagði fram kröfu um að vera seldur síðasta sumar en ekkert varð af því. Hann segist hafa viljað fara í fyrra en í ár vildi hann vera áfram. „Samningsmálin voru afgreidd og allt var klappað og klárt, en á síðustu stundu var ekki hægt að ganga frá því vegna La Liga vandamálsins. Þetta var nákvæmlega eins og Laporta útskýrði þetta. Ég gerði allt sem ég gat til að vera áfram,“ sagði Messi en fjárhagsreglur spænsku deildarinnar, La Liga, hafa gert skuldum vöfnu liði Barcelona erfitt fyrir. „Á síðasta ári vildi ég fara, en í ár vildi ég vera áfram. Þess vegna er ég svo leiður.“ sagði Messi jafnframt. Messi var spurður á fundinum hvort hann hefði gefið stuðningsmönnum Barcelona falska von um að hann yrði áfram. Hann vísar því á bug og segist ávallt hafa verið þess fullviss að hann yrði áfram hjá félaginu. „Falskar vonir? Nei. Við vorum allir þess fullvissir að ég yrði áfram hér. Það var allt frágengið og það var ekkert vandamál. Við vorum alltaf hreinskilnir við fólk, að minnsta kosti frá mér séð.“ sagði Messi sem sagðist vera tilbúinn að taka á sig launalækkun um helming. Það sé hins vegar ekki satt að Barcelona hafi krafið hann um enn frekari launalækkun. „Ég hafði lækkað launin mín um 50% og einskis meira var krafist af mér. Við gerðum allt sem hægt var. Barcelona bað mig ekki um að taka á mig launalækkun um 30% til viðbótar, það er lygi.“ This is the word of Leo #Messi: pic.twitter.com/k0btQ7k1py— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 8, 2021 Vill snúa aftur einn daginn Messi er talinn vera á leið til Paris Saint-Germain í Frakklandi en hann vildi ekki staðfesta það á fundinum í dag. Hann sagði liðið vera einn möguleika í stöðunni. Hann segist vilja snúa aftur til Barcelona einn daginn og að hans besta augnablik á ferlinum hafi verið þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið. „Vonandi get ég einn daginn snúið aftur til félagsins, til að leggja mitt af mörkum til að Barça verði áfram besta lið í heimi.“ „Besta augnablikið hér? Það er erfitt að segja. Ég hef upplifað margt hér, en líklega er það þegar ég þreytti frumraun mína. Þá var draumur að rætast. Ég mun aldrei gleyma því augnabliki.“ Í lok fundar stóðu allir viðstaddir upp og klöppuðu fyrir Argentínumanninum. Messi hefur verið hjá Barcelona frá 13 ára aldri en hann gekk í raðir félagsins frá Newell's Old Boys í heimalandinu árið 2000. Messi lék 778 leiki fyrir Barcelona og skoraði í þeim 672 mörk frá 2004 til 2021. Hann vann tíu spænska meistaratitla, spænsku bikarkeppnina og spænska ofurbikarinn sjö sinnum hvort, Meistaradeildina fjórum sinnum og ofurbikar Evrópu og heimsmeistarakeppni félagsliða þrisvar sinnum hvort hjá félaginu. Sex sinnum var hann valinn leikmaður ársins í spænsku deildinni og jafn oft hefur hann verið valinn besti leikmaður heims, fyrst 2009 og síðast 2019. Hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum í morgun.
Spænski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Sport Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti