Durant lykillinn að sextánda gulli Bandaríkjanna Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 09:31 Kevin Durant fór fyrir bandaríska liðinu í nótt. Gregory Shamus/Getty Images Bandaríkin urðu í nótt Ólympíumeistarar í körfubolta karla í sextánda sinn. Lið þeirra náði fram hefndum gegn liði Frakka, sem þeir töpuðu fyrir í fyrsta leik sínum á mótinu. Bandaríkin töpuðu sínum fyrsta leik á Ólympíuleikum síðan 2004 þegar Frakkar lögðu þá 83-76 í fyrsta leik beggja liða á mótinu í riðlakeppninni. Fyrir úrslitaleik næturinnar höfðu Bandaríkin unnið alla sína leiki síðan þá, rétt eins og Frakkar, á leið liðanna í úrslit keppninnar. Í útsláttarkeppninni unnu Bandaríkin nokkuð örugga sigra á Spáni og Ástralíu til að komast í úrslitin á meðan Frakkar unnu Ítalí og mörðu svo Slóveníu í undanúrslitum. Leikur næturinnar var jafn frá upphafi. Bandaríkin höfðu fjögurra stiga forystu, 22-18, eftir fyrsta leikhluta og staðan í hálfleik var 44-39 fyrir þá bandarísku. Forskotið var orðið átta stig, 71-63 fyrir lokaleikhlutann. Alltaf voru Frakkar skrefi á eftir en þeim tókst ekki að saxa almennilega á forskot Bandaríkjanna fyrr en undir lok leiks, í stöðunni 85-82 þegar örfáar sekúndur voru eftir. Tvö vítaskot Kevins Durant í lokin tryggðu þeim bandarísku 87-82 sigur og þar með gullið. Durant átti hörkuleik og var langstigahæstur á vellinum með 29 stig. Jayson Tatum var næstur í bandaríska liðinu með 19 og Jrue Holiday var með 11 stig. Hjá Frökkum skoraði Evan Fournier 16 stig, líkt og Rudy Gobert, en Guerschon Yabusele var með 13 og Nando De Colo 12 stig. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Bandaríkin töpuðu sínum fyrsta leik á Ólympíuleikum síðan 2004 þegar Frakkar lögðu þá 83-76 í fyrsta leik beggja liða á mótinu í riðlakeppninni. Fyrir úrslitaleik næturinnar höfðu Bandaríkin unnið alla sína leiki síðan þá, rétt eins og Frakkar, á leið liðanna í úrslit keppninnar. Í útsláttarkeppninni unnu Bandaríkin nokkuð örugga sigra á Spáni og Ástralíu til að komast í úrslitin á meðan Frakkar unnu Ítalí og mörðu svo Slóveníu í undanúrslitum. Leikur næturinnar var jafn frá upphafi. Bandaríkin höfðu fjögurra stiga forystu, 22-18, eftir fyrsta leikhluta og staðan í hálfleik var 44-39 fyrir þá bandarísku. Forskotið var orðið átta stig, 71-63 fyrir lokaleikhlutann. Alltaf voru Frakkar skrefi á eftir en þeim tókst ekki að saxa almennilega á forskot Bandaríkjanna fyrr en undir lok leiks, í stöðunni 85-82 þegar örfáar sekúndur voru eftir. Tvö vítaskot Kevins Durant í lokin tryggðu þeim bandarísku 87-82 sigur og þar með gullið. Durant átti hörkuleik og var langstigahæstur á vellinum með 29 stig. Jayson Tatum var næstur í bandaríska liðinu með 19 og Jrue Holiday var með 11 stig. Hjá Frökkum skoraði Evan Fournier 16 stig, líkt og Rudy Gobert, en Guerschon Yabusele var með 13 og Nando De Colo 12 stig.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum