Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2021 12:30 Joan Laporta, forseti Barcelona, á blaðamannafundi í dag. getty/Pedro Salado Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. Í gær greindi Barcelona frá því að Messi væri farinn frá félaginu sem hann hefur leikið með allan sinn feril. Ekki tókst að semja aftur við hann vegna fjárhags- og kerfislegra hindrana. Barcelona á í fjárhagskröggum og félagið er skuldum hlaðið. Og staðan er verri en Laporta grunaði eins og hann sagði á blaðamannafundi í dag. „Tölurnar eru mun verri en við var búist. Við höfum ekkert svigrúm þegar kemur að launum. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi (FFP) setja okkur líka skorður. Ég gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu. Barcelona er það mikilvægasta,“ sagði Laporta. Hann sagði að Messi hefði viljað vera áfram hjá Barcelona og félagið hafi að sjálfsögðu viljað halda honum en það hafi verið ómögulegt. Laporta sagði jafnframt að enginn einstaklingur væri stærri en Barcelona, jafnvel ekki Messi sjálfur. „Ég er sorgmæddur en sannfærður um að við höfum gert það besta fyrir Barcelona,“ sagði Laporta og bætti við að ákvörðunin um að semja ekki við Messi hafi verið tekin fyrir tveimur dögum. Lionel Messi tekur við spænska konungsbikarnum, síðasta titlinum sem hann vann sem leikmaður Barcelona.epa/Julio Munoz „Arfleið Leos er stórkostleg. Hann er skrifaði söguna. Hann er farsælasti leikmaður í sögu Barcelona,“ sagði Laporta. „Núna hefst nýr kafli. Það verður alltaf talað um tímann fyrir og eftir Messi. Við verðum honum alltaf ævinlega þakklátir.“ Laporta, sem tók aftur við sem forseti Barcelona fyrr á þessu ári, gagnrýndi jafnframt fyrrverandi stjórn Barcelona og spænska knattspyrnusambandið og fjármálareglur þess sem hann sagði að væru of ósveigjanlegar. Að sögn Laportas var launakostnaður Barcelona 110 prósent af innkomu félagsins en eftir brotthvarf Messis sé hann 95 prósent. „Við erum á þolmörkunum, jafnvel án hans, og þurfum að endurskipuleggja okkur,“ sagði Laporta en Barcelona hefur ekki enn getað skráð nýja leikmenn félagsins eins og Memphis Depay og Sergio Agüero til leiks vegna fjárhagsörðugleika. Spænski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Í gær greindi Barcelona frá því að Messi væri farinn frá félaginu sem hann hefur leikið með allan sinn feril. Ekki tókst að semja aftur við hann vegna fjárhags- og kerfislegra hindrana. Barcelona á í fjárhagskröggum og félagið er skuldum hlaðið. Og staðan er verri en Laporta grunaði eins og hann sagði á blaðamannafundi í dag. „Tölurnar eru mun verri en við var búist. Við höfum ekkert svigrúm þegar kemur að launum. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi (FFP) setja okkur líka skorður. Ég gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu. Barcelona er það mikilvægasta,“ sagði Laporta. Hann sagði að Messi hefði viljað vera áfram hjá Barcelona og félagið hafi að sjálfsögðu viljað halda honum en það hafi verið ómögulegt. Laporta sagði jafnframt að enginn einstaklingur væri stærri en Barcelona, jafnvel ekki Messi sjálfur. „Ég er sorgmæddur en sannfærður um að við höfum gert það besta fyrir Barcelona,“ sagði Laporta og bætti við að ákvörðunin um að semja ekki við Messi hafi verið tekin fyrir tveimur dögum. Lionel Messi tekur við spænska konungsbikarnum, síðasta titlinum sem hann vann sem leikmaður Barcelona.epa/Julio Munoz „Arfleið Leos er stórkostleg. Hann er skrifaði söguna. Hann er farsælasti leikmaður í sögu Barcelona,“ sagði Laporta. „Núna hefst nýr kafli. Það verður alltaf talað um tímann fyrir og eftir Messi. Við verðum honum alltaf ævinlega þakklátir.“ Laporta, sem tók aftur við sem forseti Barcelona fyrr á þessu ári, gagnrýndi jafnframt fyrrverandi stjórn Barcelona og spænska knattspyrnusambandið og fjármálareglur þess sem hann sagði að væru of ósveigjanlegar. Að sögn Laportas var launakostnaður Barcelona 110 prósent af innkomu félagsins en eftir brotthvarf Messis sé hann 95 prósent. „Við erum á þolmörkunum, jafnvel án hans, og þurfum að endurskipuleggja okkur,“ sagði Laporta en Barcelona hefur ekki enn getað skráð nýja leikmenn félagsins eins og Memphis Depay og Sergio Agüero til leiks vegna fjárhagsörðugleika.
Spænski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira