Guðni segir stöðuna vonbrigði en hvetur landsmenn til þess að fara ekki á taugum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 14:04 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við bólusetningu í Laugardalshöll. vísir/Vilhelm Forsti Íslands segir stöðu faraldursins og fjölgun smita vera vonbrigði enda hafi hann ekki vænst þess eftir bólusetningar. Hann hvetur þó landsmenn til þess að fara ekki á taugum, missa ekki móðinn og sýna náungakærleik. „Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. Við vorum svo mörg sem væntum þess að vera ekki í þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir núna. Á hinn bóginn er það nú svo að það sem hefur fleytt okkur í gegnum þennan brimskafl er samstaða og virðing fyrir ráðum okkar færasta fólks. Ég vænti þess og vona að landsmenn átti sig á nauðsyn þess að halda áfram á þeirri braut,“ segir Guðni. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda út næstu viku og stjórnvöld hafa nú fundað stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum um næstu aðgerðir. Enda verður ákvörðunin pólitískari en áður þar sem sóttvarnalæknir mun ekki skila afdráttarlausum tillögum. Inntur eftir skoðun á næstu skrefum segir Guðni það ekki vera í verkahring forseta að koma að þeirri ákvörðun. „Hverjar sem þær tillögur verða og hverjar sem ákvarðanir stjórnvalda verða hef ég einsett mér að fylgja þeim. Ég tek þá upplýstu ákvörðun að trúa á mátt vísinda, rannsókna og þekkingar og um leið ákveð ég að sinna mínum sóttvörnum eins vel og ég get.“ Guðni hvetur landsmenn til þess að gera slíkt hið sama og huga að eigin sóttvörnum; spritta hendur og gæta að fjarlægðartakmörkunum. „En um leið að ekki fara á taugum, ekki missa móðinn, ekki láta pirring ná tökum á sér. Sýna náungakærleik og umburðarlyndi og þá mun þetta allt fara eins vel og hægt er að óska.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
„Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. Við vorum svo mörg sem væntum þess að vera ekki í þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir núna. Á hinn bóginn er það nú svo að það sem hefur fleytt okkur í gegnum þennan brimskafl er samstaða og virðing fyrir ráðum okkar færasta fólks. Ég vænti þess og vona að landsmenn átti sig á nauðsyn þess að halda áfram á þeirri braut,“ segir Guðni. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda út næstu viku og stjórnvöld hafa nú fundað stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum um næstu aðgerðir. Enda verður ákvörðunin pólitískari en áður þar sem sóttvarnalæknir mun ekki skila afdráttarlausum tillögum. Inntur eftir skoðun á næstu skrefum segir Guðni það ekki vera í verkahring forseta að koma að þeirri ákvörðun. „Hverjar sem þær tillögur verða og hverjar sem ákvarðanir stjórnvalda verða hef ég einsett mér að fylgja þeim. Ég tek þá upplýstu ákvörðun að trúa á mátt vísinda, rannsókna og þekkingar og um leið ákveð ég að sinna mínum sóttvörnum eins vel og ég get.“ Guðni hvetur landsmenn til þess að gera slíkt hið sama og huga að eigin sóttvörnum; spritta hendur og gæta að fjarlægðartakmörkunum. „En um leið að ekki fara á taugum, ekki missa móðinn, ekki láta pirring ná tökum á sér. Sýna náungakærleik og umburðarlyndi og þá mun þetta allt fara eins vel og hægt er að óska.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira