Ást á óspilltu landi Lind Draumland skrifar 5. ágúst 2021 14:02 Þegar ég bjó í Hollandi á árunum 1994 til 2008 þótti mér gaman að segja frá því hvað tilfinningin sem fylgir því að eiga landið sitt gerir fyrir íslensku þjóðarsálina og þar af leiðandi fyrir mig. Svolítið rómantískt, en fallegt og kröftugt. Ég talaði um þetta í kaffiboðum, opnunum listsýninga, á börum og torgum. Frelsistilfinningin var mér hugleikin í þessum samræðum, frelsi sem finnst ekki víða í Evrópu. Sagði frá því hvað þessi víðátta gæfi mikla orku og andagift. Eru það þessi auðæfi sem átt er við þegar sagt er að hálendi Íslands sé ein af verðmætustu auðlindum landsins? Það er alltaf að verða augljósara og samþykktara að óspillt náttúra er drifkraftur fyrir okkur mannfólkið. Víðátta og kyrrð skiptir okkur miklu máli því að þar hlöðum við rafhlöðurnar, fáum frábærar hugmyndir og komum endurnærð aftur í samfélag mannanna. Sem umhverfissinni og eldheit áhugamanneskja um framtíðina spyr ég hver sé framtíð hálendisins. Þegar ég hugsa um þjóðgarð, náttúruvernd og nýtingu óspillts lands, þá held ég við getum ekki litið á náttúruna sem vél sem við getum byggt upp og tamið okkur mannfólkinu til ágóð. Ófullkomið frumvarp Spurningarnar sem vakna eru fjölmargar. Hverjir eru ávextirnir og hverjir viljum við að þeir séu, er náttúruvernd nóg eða þurfa hagrænar áherslur og notagildi að ráða ferðinni? Þurfum við ekki að finna hið viðkvæma jafnvægi sem felst í náttúruvernd og notagildi - og þar geta skammtíma gróðasjónarmið ekki ráðið ferðinni. Það er hægt að horfa aftur til virkjunarframkvæmda á Kárahnjúkum, sem og forsögu þess máls og hvort þær framkvæmdir hafa skilað því sem talsmenn stóriðju og virkjunarframkvæmda lofuðu. Hvað þurfti að borga í staðinn? Hvernig er ávinningur af stofnun Vatnajökulþjóðgarðs metinn? Ég er sammála Tryggva Felixsyni, formanni Landverndar, þegar hann segir stofnun hálendisþjóðgarðs sé ákaflega mikilvægt náttúruverndarmál og það væru skýr skilaboð til heimsins um að Íslendingar taki náttúruvernd alvarlega. Aftur á móti var lagafrumvarpið sem Alþingi hafði til umfjöllunar á síðasta þingi langt frá því að vera fullkomið. Þingið hefði mátt gera nokkrar veigamiklar breytingar á frumvarpinu, eins og t.d. þær sem Landvernd kallaði eftir: tryggja þurfi að stjórnunar- og verndaráætlanir verði bindandi við skipulagsgerð að engar nýjar virkjanir megi rísa í þjóðgarðinum að almannarétturinn og frjáls för fólks verði megin reglan að takmarkanir á umferð og dvöl byggist á náttúruverndarlögum Einnig bendir Landvernd á að á greinar í frumvarpinu sem betur þarf að skýra svo sem sjálfbæra landnýtingu, að aðeins þurfi leyfi fyrir umfangsmikilli starfsemi o.fl. Þá vaknar spurning, má ég vera með einn lítinn pylsuvagn, hvar drögum við mörkin? Ófullkomin vinnubrögð Alþingis Ég kynnti mér einnig álit sveitarfélaga sem eiga land að, eða í hálendisþjóðgarðinum eins og hann var teiknaður upp. 16 af 23 sveitarfélögum voru á móti stofnun þjóðgarðs. Flest af þeim sveitarfélögum sem eru á móti setja út á miðstýringu þ.e. að stjórnsýsla á stóru landsvæði innan sveitarfélagsins færist frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum til fulltrúa annarra sveitarfélaga, félagasamtaka og embættismanna. En einnig var talað um að það þyrfti að mynda breiða sátt um málið og best væri þegar það telst tilbúið að leggja það í hendur þjóðarinnar í kosningu. Eitthvað sem ég styð afdráttarlaust. En hvað gerði Alþingi síðan við allar umsagnirnar og hvernig vann þingið úr málinu? Mál sem var Vinstri grænum mikilvægt og forsenda fyrir stjórnarsamstarfi þeirra við Sjálfstæðisflokk og Framsókn? Gefum Andrési Inga Jónssyni, þingmanni Pírata, orðið: „Það er með miklum ólíkindum að jafn góð hugmynd og Hálendisþjóðgarður geti farið svo rækilega í skrúfuna sem hér hefur orðið. Vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna var þetta frumvarp náttúrlega svo gott sem dautt áður en það kom til þingsins. Stjórnarliðar hefðu síðan átt að láta sér nægja að drepa málið í nefnd eins og venjulegt fólk, en í staðinn er það dregið hingað inn í þingsal til að verða drepið í heyranda hljóði af okkur 63. Til að kóróna allt saman mætir síðan umhverfisráðherra til að kasta rekunum yfir hræið. Þetta er skrípaleikur sem ég tek ekki þátt í. Ef stjórnarliðar vilja drepa málið sitt með atkvæði þá gera þeir það sjálfir.“ Vinnubrögðin eru óskiljanleg fyrir almennan borgara og það er næsta ógerningur að setja sig inn í þau. Það var eitthvað mikið bogið við málsmeðferð þessa máls, rétt eins og annarra góðra mála sem lenda í þvælumyllunni við Austurvöll. Markmiðið hlýtur að vera að mikilvæg mál, mál sem eru varin í stjórnarsáttmála, fái vandaða meðferð en séu ekki drepin með viðhöfn af sömu stjórnarflokkum. Gagnsæi og ábyrgð eru mótvægið við slíkum vinnubrögðum. Gerum þetta betur Ef vilji hefði verið fyrir hendi hefði mátt laga frumvarpið. Koma til móts við sjónarmið sveitarfélaga og annarra sem njóta hálendisins, en um leið tryggja vernd þess til framtíðar. Stjórnarflokkunum gafst fjögur ár til að sætta ólík sjónarmið og setja vernd hálendisins í ítarlegt, lýðræðislegt ferli en tóku pólítíska ákvörðun um að gera það ekki. Þegar um svona stórt hagsmunamál allrar þjóðarinnar er að ræða er óboðlegt að stunda svona vinnubrögð í nútíma stjórnsýslu - hvað þá á Alþingi. Gildi og mikilvægi náttúruverndar er að verða okkur öllum ljóst. Vonandi ber það Alþingi sem þjóðin kýs í haust gæfu til að losa þetta mál úr skrúfunni, fá fólkið sem láta sig miðhálendið varða að borðinu og setur saman frumvarp sem tekur mið af náttúruverndarsjónarmiðum og sjálfbærni um leið og staðið er vörð um almannaréttinn og frjálsa för fólks um landið. Gyllum steinana og vörðum veginn – til góðra verka eingöngu. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hálendisþjóðgarður Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Þegar ég bjó í Hollandi á árunum 1994 til 2008 þótti mér gaman að segja frá því hvað tilfinningin sem fylgir því að eiga landið sitt gerir fyrir íslensku þjóðarsálina og þar af leiðandi fyrir mig. Svolítið rómantískt, en fallegt og kröftugt. Ég talaði um þetta í kaffiboðum, opnunum listsýninga, á börum og torgum. Frelsistilfinningin var mér hugleikin í þessum samræðum, frelsi sem finnst ekki víða í Evrópu. Sagði frá því hvað þessi víðátta gæfi mikla orku og andagift. Eru það þessi auðæfi sem átt er við þegar sagt er að hálendi Íslands sé ein af verðmætustu auðlindum landsins? Það er alltaf að verða augljósara og samþykktara að óspillt náttúra er drifkraftur fyrir okkur mannfólkið. Víðátta og kyrrð skiptir okkur miklu máli því að þar hlöðum við rafhlöðurnar, fáum frábærar hugmyndir og komum endurnærð aftur í samfélag mannanna. Sem umhverfissinni og eldheit áhugamanneskja um framtíðina spyr ég hver sé framtíð hálendisins. Þegar ég hugsa um þjóðgarð, náttúruvernd og nýtingu óspillts lands, þá held ég við getum ekki litið á náttúruna sem vél sem við getum byggt upp og tamið okkur mannfólkinu til ágóð. Ófullkomið frumvarp Spurningarnar sem vakna eru fjölmargar. Hverjir eru ávextirnir og hverjir viljum við að þeir séu, er náttúruvernd nóg eða þurfa hagrænar áherslur og notagildi að ráða ferðinni? Þurfum við ekki að finna hið viðkvæma jafnvægi sem felst í náttúruvernd og notagildi - og þar geta skammtíma gróðasjónarmið ekki ráðið ferðinni. Það er hægt að horfa aftur til virkjunarframkvæmda á Kárahnjúkum, sem og forsögu þess máls og hvort þær framkvæmdir hafa skilað því sem talsmenn stóriðju og virkjunarframkvæmda lofuðu. Hvað þurfti að borga í staðinn? Hvernig er ávinningur af stofnun Vatnajökulþjóðgarðs metinn? Ég er sammála Tryggva Felixsyni, formanni Landverndar, þegar hann segir stofnun hálendisþjóðgarðs sé ákaflega mikilvægt náttúruverndarmál og það væru skýr skilaboð til heimsins um að Íslendingar taki náttúruvernd alvarlega. Aftur á móti var lagafrumvarpið sem Alþingi hafði til umfjöllunar á síðasta þingi langt frá því að vera fullkomið. Þingið hefði mátt gera nokkrar veigamiklar breytingar á frumvarpinu, eins og t.d. þær sem Landvernd kallaði eftir: tryggja þurfi að stjórnunar- og verndaráætlanir verði bindandi við skipulagsgerð að engar nýjar virkjanir megi rísa í þjóðgarðinum að almannarétturinn og frjáls för fólks verði megin reglan að takmarkanir á umferð og dvöl byggist á náttúruverndarlögum Einnig bendir Landvernd á að á greinar í frumvarpinu sem betur þarf að skýra svo sem sjálfbæra landnýtingu, að aðeins þurfi leyfi fyrir umfangsmikilli starfsemi o.fl. Þá vaknar spurning, má ég vera með einn lítinn pylsuvagn, hvar drögum við mörkin? Ófullkomin vinnubrögð Alþingis Ég kynnti mér einnig álit sveitarfélaga sem eiga land að, eða í hálendisþjóðgarðinum eins og hann var teiknaður upp. 16 af 23 sveitarfélögum voru á móti stofnun þjóðgarðs. Flest af þeim sveitarfélögum sem eru á móti setja út á miðstýringu þ.e. að stjórnsýsla á stóru landsvæði innan sveitarfélagsins færist frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum til fulltrúa annarra sveitarfélaga, félagasamtaka og embættismanna. En einnig var talað um að það þyrfti að mynda breiða sátt um málið og best væri þegar það telst tilbúið að leggja það í hendur þjóðarinnar í kosningu. Eitthvað sem ég styð afdráttarlaust. En hvað gerði Alþingi síðan við allar umsagnirnar og hvernig vann þingið úr málinu? Mál sem var Vinstri grænum mikilvægt og forsenda fyrir stjórnarsamstarfi þeirra við Sjálfstæðisflokk og Framsókn? Gefum Andrési Inga Jónssyni, þingmanni Pírata, orðið: „Það er með miklum ólíkindum að jafn góð hugmynd og Hálendisþjóðgarður geti farið svo rækilega í skrúfuna sem hér hefur orðið. Vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna var þetta frumvarp náttúrlega svo gott sem dautt áður en það kom til þingsins. Stjórnarliðar hefðu síðan átt að láta sér nægja að drepa málið í nefnd eins og venjulegt fólk, en í staðinn er það dregið hingað inn í þingsal til að verða drepið í heyranda hljóði af okkur 63. Til að kóróna allt saman mætir síðan umhverfisráðherra til að kasta rekunum yfir hræið. Þetta er skrípaleikur sem ég tek ekki þátt í. Ef stjórnarliðar vilja drepa málið sitt með atkvæði þá gera þeir það sjálfir.“ Vinnubrögðin eru óskiljanleg fyrir almennan borgara og það er næsta ógerningur að setja sig inn í þau. Það var eitthvað mikið bogið við málsmeðferð þessa máls, rétt eins og annarra góðra mála sem lenda í þvælumyllunni við Austurvöll. Markmiðið hlýtur að vera að mikilvæg mál, mál sem eru varin í stjórnarsáttmála, fái vandaða meðferð en séu ekki drepin með viðhöfn af sömu stjórnarflokkum. Gagnsæi og ábyrgð eru mótvægið við slíkum vinnubrögðum. Gerum þetta betur Ef vilji hefði verið fyrir hendi hefði mátt laga frumvarpið. Koma til móts við sjónarmið sveitarfélaga og annarra sem njóta hálendisins, en um leið tryggja vernd þess til framtíðar. Stjórnarflokkunum gafst fjögur ár til að sætta ólík sjónarmið og setja vernd hálendisins í ítarlegt, lýðræðislegt ferli en tóku pólítíska ákvörðun um að gera það ekki. Þegar um svona stórt hagsmunamál allrar þjóðarinnar er að ræða er óboðlegt að stunda svona vinnubrögð í nútíma stjórnsýslu - hvað þá á Alþingi. Gildi og mikilvægi náttúruverndar er að verða okkur öllum ljóst. Vonandi ber það Alþingi sem þjóðin kýs í haust gæfu til að losa þetta mál úr skrúfunni, fá fólkið sem láta sig miðhálendið varða að borðinu og setur saman frumvarp sem tekur mið af náttúruverndarsjónarmiðum og sjálfbærni um leið og staðið er vörð um almannaréttinn og frjálsa för fólks um landið. Gyllum steinana og vörðum veginn – til góðra verka eingöngu. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun