Justin hjá Morning Chalk Up: Anníe er með stærsta brosið í CrossFit heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir brosir í viðtali á heimsleikunum í CrossFit. Skjámynd/Youtube/CrossFit Games Justin LoFranco, hæstráðandi hjá CrossFit miðlinum Morning Chalk Up, fer lofsamlegum orðum um bronskonuna Anníe Mist Þórisdóttir eftir frammistöðu hennar á heimsleikunum um helgina. „Ég þekki ekki sögu allra á heimsleikunum en ég veit aftur á móti mikið um sögu Anníe,“ byrjaði Justin LoFranco stuttan pistil sinn um íslensku CrossFit goðsögnina. „Í janúar talaði ég við hana á Zoom til að setja upp það sem seinna varð að tveimur ritgerðum hennar, önnur um vandræðin eftir meðgöngu og hin var opið bréf til litlu dóttur hennar,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Næstu þrjá mánuði þá töluðum við saman eða sendum skilaboð á milli okkar á nokkra vikna fresti til að fínpússa það sem hún vildi segja. Ég held það að segja mér sögu sína og síðan öllum CrossFit heiminum hafi verið geðhreinsandi fyrir hana. Fyrir mig var það heiður að hjálpa henni að segja hana og sú mikla ábyrgð fékk mig til að svitna oftar en einu sinni,“ skrifaði LoFranco. „Anníe er með stærsta brosið í CrossFit heiminum. Hún er full af ljósi og lífi. Ég held að aðdáendur átti sig samt ekki á því hversu erfitt andlega þetta tímabil var fyrir hana. Það er var ekki lítið af sjálfsefa en þessi kona er hörð af sér og sterk, augljóslega líkamlega en andlega líka,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Hún hefur ekki aðeins sannað sig sem hraustasta mamman í heimi heldur hefur hún einnig sýnt kynslóð kvenna að það að verða mamma kallar ekki á neina meðalmennsku. Hún endaði ekki um miðjan hóp. Hún komst á verðlaunapall á sínu fyrsta ári eftir endurkomuna. Hún var nálægt því að vinna Tiu í snöruninni. Hún var aðeins ein af sex sem hétu ekki Tia og tókst að vinna grein,“ skrifaði LoFranco. „Hún var sú fyrsta til að vinna tvo heimsleika. Hún var sú fyrsta til að komast á verðlaunapall eftir barneign. Það hefur enginn, karla eða kona, keppt lengur en hún. Hún hefur unnið næstflestar greinar í sögu heimsleikanna. Þessi 31 árs gamla er enn að stika sína leið,“ skrifaði LoFranco eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Justin LoFranco (@chalkupjlo) CrossFit Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sjá meira
„Ég þekki ekki sögu allra á heimsleikunum en ég veit aftur á móti mikið um sögu Anníe,“ byrjaði Justin LoFranco stuttan pistil sinn um íslensku CrossFit goðsögnina. „Í janúar talaði ég við hana á Zoom til að setja upp það sem seinna varð að tveimur ritgerðum hennar, önnur um vandræðin eftir meðgöngu og hin var opið bréf til litlu dóttur hennar,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Næstu þrjá mánuði þá töluðum við saman eða sendum skilaboð á milli okkar á nokkra vikna fresti til að fínpússa það sem hún vildi segja. Ég held það að segja mér sögu sína og síðan öllum CrossFit heiminum hafi verið geðhreinsandi fyrir hana. Fyrir mig var það heiður að hjálpa henni að segja hana og sú mikla ábyrgð fékk mig til að svitna oftar en einu sinni,“ skrifaði LoFranco. „Anníe er með stærsta brosið í CrossFit heiminum. Hún er full af ljósi og lífi. Ég held að aðdáendur átti sig samt ekki á því hversu erfitt andlega þetta tímabil var fyrir hana. Það er var ekki lítið af sjálfsefa en þessi kona er hörð af sér og sterk, augljóslega líkamlega en andlega líka,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Hún hefur ekki aðeins sannað sig sem hraustasta mamman í heimi heldur hefur hún einnig sýnt kynslóð kvenna að það að verða mamma kallar ekki á neina meðalmennsku. Hún endaði ekki um miðjan hóp. Hún komst á verðlaunapall á sínu fyrsta ári eftir endurkomuna. Hún var nálægt því að vinna Tiu í snöruninni. Hún var aðeins ein af sex sem hétu ekki Tia og tókst að vinna grein,“ skrifaði LoFranco. „Hún var sú fyrsta til að vinna tvo heimsleika. Hún var sú fyrsta til að komast á verðlaunapall eftir barneign. Það hefur enginn, karla eða kona, keppt lengur en hún. Hún hefur unnið næstflestar greinar í sögu heimsleikanna. Þessi 31 árs gamla er enn að stika sína leið,“ skrifaði LoFranco eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Justin LoFranco (@chalkupjlo)
CrossFit Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sjá meira