Hvetur ríkisstjórnina til að hlusta á sóttvarnalækni Sunna Sæmundsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 4. ágúst 2021 22:21 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar. Vísir Nú styttist í að stjórnvöld tilkynni hvort ráðist verði í frekari samkomutakmarkanir innanlands til að bregðast við hröðum vexti faraldursins. Ráðherrar hafa fundað stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum síðustu daga áður en ákvörðun er tekin um næstu aðgerðir. Sóttvarnalæknir hefur gefið út að óvíst sé hvort hann muni leggja til ákveðnar aðgerðir að þessu sinni en núverandi takmarkanir gilda til og með 13. ágúst að óbreyttu. Sóttvarnatakmarkanir stjórnvalda hafa fram að þessu byggt á tillögum sóttvarnalæknis og er útlit er fyrir að ákvörðun um næstu skref verði byggð á matskenndari forsendum en áður. Í síðustu viku funduðu ráðherrar með sérfræðingum um stöðu faraldursins en síðustu daga hefur til að mynda verið leitað sjónarmiða hjá Alþýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins, talsmönnum listafólks og forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar. Í þeim samtölum hefur meðal annars verið kallað eftir því að hlutabótaleiðin verði framlengd og hugað verði að því að halda atvinnulífinu og menningarstarfi gangandi. Staðan alvarlegri og óútreiknanlegri Velferðarnefnd Alþingis fundaði í dag en Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður nefndarinnar, fór fram á það í síðustu viku að nefndin kæmi saman í sumarleyfi þingmanna til að fara yfir ástand faraldursins. Helga Vala sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að eftir fundinn sé henni ljóst að staðan sé flóknari en hún gerði ráð fyrir. „Staðan er alvarlegri, staðan á Landspítalanum er alvarlegri, og þetta delta-afbrigði er óútreiknanlegra en við héldum.“ Hvetur ríkisstjórnina til að hlusta á Þórólf Nú er ljóst að ákvörðun um næstu aðgerðir verður kannski pólitískari en áður. Hvernig leggst það í þig og hvernig finnst þér að eigi að bregðast við þessari stöðu? „Okkur hefur gengið best þegar við höfum fylgt ráðleggingum Þórólfs sóttvarnalæknis og ég held að stjórnvöld eigi að horfa þangað þegar þau leita ráða. Ég held að þegar við tölum um að lifa með veirunni þá þurfum við að vega og meta hvernig það er gert: Þannig að krakkarnir okkar komast ekki í skóla og geti ekki lifað eðlilegu lífi eða heilbrigðiskerfið okkar geti ekki sinnt nauðsynlegum aðgerðum? Ég held að við verðum að láta almannahag ráða hér,“ segir Helga Vala. Takmarkanir séu núna í algjöru lágmarki og hægt að verja fólk betur með því að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis. „Með því að skima á landamærunum, fara í aukna grímuskyldu, tveggja metra regluna en þó þannig að skólastarf geti átt sér stað og svo eru auðvitað þessi hraðpróf sem er verið að nota víða erlendis. Ég held að það sé eitthvað sem geti hjálpað til bæði í heilbrigðiskerfinu og í skólastarfinu,“ segir Helga Vala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þarf að framlengja hlutabótaleið og önnur úrræði verði takmarkanir viðvarandi ástand Forseti Alþýðusambandsins óttast að ákvörðun um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði pólitískari en áður. Verði takmarkanir viðvarandi þurfi að framlengja úrræði á borð við hlutabótaleiðina og sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær. 4. ágúst 2021 13:42 Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. 3. ágúst 2021 17:00 Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur gefið út að óvíst sé hvort hann muni leggja til ákveðnar aðgerðir að þessu sinni en núverandi takmarkanir gilda til og með 13. ágúst að óbreyttu. Sóttvarnatakmarkanir stjórnvalda hafa fram að þessu byggt á tillögum sóttvarnalæknis og er útlit er fyrir að ákvörðun um næstu skref verði byggð á matskenndari forsendum en áður. Í síðustu viku funduðu ráðherrar með sérfræðingum um stöðu faraldursins en síðustu daga hefur til að mynda verið leitað sjónarmiða hjá Alþýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins, talsmönnum listafólks og forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar. Í þeim samtölum hefur meðal annars verið kallað eftir því að hlutabótaleiðin verði framlengd og hugað verði að því að halda atvinnulífinu og menningarstarfi gangandi. Staðan alvarlegri og óútreiknanlegri Velferðarnefnd Alþingis fundaði í dag en Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður nefndarinnar, fór fram á það í síðustu viku að nefndin kæmi saman í sumarleyfi þingmanna til að fara yfir ástand faraldursins. Helga Vala sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að eftir fundinn sé henni ljóst að staðan sé flóknari en hún gerði ráð fyrir. „Staðan er alvarlegri, staðan á Landspítalanum er alvarlegri, og þetta delta-afbrigði er óútreiknanlegra en við héldum.“ Hvetur ríkisstjórnina til að hlusta á Þórólf Nú er ljóst að ákvörðun um næstu aðgerðir verður kannski pólitískari en áður. Hvernig leggst það í þig og hvernig finnst þér að eigi að bregðast við þessari stöðu? „Okkur hefur gengið best þegar við höfum fylgt ráðleggingum Þórólfs sóttvarnalæknis og ég held að stjórnvöld eigi að horfa þangað þegar þau leita ráða. Ég held að þegar við tölum um að lifa með veirunni þá þurfum við að vega og meta hvernig það er gert: Þannig að krakkarnir okkar komast ekki í skóla og geti ekki lifað eðlilegu lífi eða heilbrigðiskerfið okkar geti ekki sinnt nauðsynlegum aðgerðum? Ég held að við verðum að láta almannahag ráða hér,“ segir Helga Vala. Takmarkanir séu núna í algjöru lágmarki og hægt að verja fólk betur með því að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis. „Með því að skima á landamærunum, fara í aukna grímuskyldu, tveggja metra regluna en þó þannig að skólastarf geti átt sér stað og svo eru auðvitað þessi hraðpróf sem er verið að nota víða erlendis. Ég held að það sé eitthvað sem geti hjálpað til bæði í heilbrigðiskerfinu og í skólastarfinu,“ segir Helga Vala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þarf að framlengja hlutabótaleið og önnur úrræði verði takmarkanir viðvarandi ástand Forseti Alþýðusambandsins óttast að ákvörðun um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði pólitískari en áður. Verði takmarkanir viðvarandi þurfi að framlengja úrræði á borð við hlutabótaleiðina og sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær. 4. ágúst 2021 13:42 Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. 3. ágúst 2021 17:00 Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Sjá meira
Þarf að framlengja hlutabótaleið og önnur úrræði verði takmarkanir viðvarandi ástand Forseti Alþýðusambandsins óttast að ákvörðun um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði pólitískari en áður. Verði takmarkanir viðvarandi þurfi að framlengja úrræði á borð við hlutabótaleiðina og sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær. 4. ágúst 2021 13:42
Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. 3. ágúst 2021 17:00
Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04