Reynslan af bylgjunni ráði næstu skrefum Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2021 19:33 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld þurfa að læra af reynslu þessarar bylgju kórónuveirufaraldursins áður en ákvörðun verður tekin um hvað tekur við þegar núverandi takmarkanir falla úr gildi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Tugir manna greinast nú með kórónuveiruna daglega og gripu stjórnvöld til þess ráðs að setja aftur á fjöldatakmarkanir, nálægðarmörk og grímuskyldu 25. júlí. Þær takmarkanir gilda til föstudagsins 13. ágúst. Katrín sagði í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að þrátt fyrir þann fjölda sem nú greinist séu skýr merki um að bóluefni veiti vernd gegn alvarlegum veikindum. Þó þurfi að meta reynsluna af þessari bylgju betur eftir því sem tíminn líður og smitum fjölgar. Íslendingar séu í töluvert annarri stöðu nú en þegar faraldurinn fór fyrst af stað vegna víðtækrar bólusetningar sem hefur átt sér stað. Sérstaða Íslands hvað hvað varðar hlutfall bólusettra þýði þó að ekki sé hægt að leita í reynslubanka annarra um næstu skref. „Það er engin forskrift uppi í hillu sem við getum sótt og fylgt. Við þurfum dálítið að læra af þessari reynslu núna. Við sjáum það að þó að bóluefnin veiti þessa vörn hverjum og einum eru þau ekki að ná að skapa þetta hjarðónæmi sem við töluðum um framan af,“ sagði forsætisráðherra. Á næstu dögum sjáist betur hver þróunin verður á Landspítalanum varðandi þá sem hefur þurft að leggja inn með Covid-19. Út frá þeirri reynslu muni stjórnvöld taka sínar ákvarðanir. „Það sem hefur gagnast okkur best í þessum faraldri er að taka ákvarðanir sem byggjast á gögnum og upplýsingum og það er það sem við munum halda áfram að gera,“ sagði Katrín. Þurfa áfram að hafa varann á gagnvart nýjum afbrigðum Ríkisstjórnin hefur fundað með ýmsum sérfræðingum og fulltrúum hagsmunahópa í samfélaginu undanfarna daga. Katrín sagði að á þeim fundum hafi helst komið fram ákall um aukinn stöðugleika og fyrirsjáanleika til þess að fólk geti gert sínar áætlanir um framtíðina. „Að sjálfsögðu kallar fólk eftir því núna ef svo fer að við sjáum að það hefur dregið úr áhættu á alvarlegum veikindum að við getum haft aukinn stöðugleika í okkar ráðstöfunum. Það er breytingin sem er að verða,“ sagði forsætisráðherra. Varaði hún þó við því að um leið þyrfti að hafa varann á gagnvart nýjum afbrigðum eins og delta-afbrigðinu sem er meira smitandi en fyrri afbrigði. „Það munu koma ný afbrigði þannig að við þurfum áfram að hafa varann á gagnvart því,“ sagði hún. Mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti Spurð út í skólastarf sem senn á að hefjast og mögulegar bólusetningar á börnum og unglingum sagði Katrín að ákvörðun um bólusetningar væri í höndum sóttvarnalæknis. Sú ákvörðun yrði alfarið tekin á grunni vísinda. Von væri á frekari niðurstöðum úr rannsóknum á virkni bóluefna á meðal barna og unglinga síðar í þessum mánuði og með þeim yrði fylgst. Stefnt sé að því að skólarnir geti farið af stað með sem eðlilegustum hætti. Katrín sagði að á fundum með hagsmunaaðilum hafi staðið upp úr hversu mikilvægt það væri að börn gætu sótt sér menntun með eðlilegum hætti og fengið rútínu í líf sitt. Það væri mikilvægt fyrir börn og fjölskyldur þeirra, vinnumarkaðinn og einnig sem jafnréttismál. Ef ákveðið verður að bólusetja börn sagði Katrín að það gæti gerst hratt og örugglega. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu væri þegar tilbúin með áætlanir um það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Tugir manna greinast nú með kórónuveiruna daglega og gripu stjórnvöld til þess ráðs að setja aftur á fjöldatakmarkanir, nálægðarmörk og grímuskyldu 25. júlí. Þær takmarkanir gilda til föstudagsins 13. ágúst. Katrín sagði í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að þrátt fyrir þann fjölda sem nú greinist séu skýr merki um að bóluefni veiti vernd gegn alvarlegum veikindum. Þó þurfi að meta reynsluna af þessari bylgju betur eftir því sem tíminn líður og smitum fjölgar. Íslendingar séu í töluvert annarri stöðu nú en þegar faraldurinn fór fyrst af stað vegna víðtækrar bólusetningar sem hefur átt sér stað. Sérstaða Íslands hvað hvað varðar hlutfall bólusettra þýði þó að ekki sé hægt að leita í reynslubanka annarra um næstu skref. „Það er engin forskrift uppi í hillu sem við getum sótt og fylgt. Við þurfum dálítið að læra af þessari reynslu núna. Við sjáum það að þó að bóluefnin veiti þessa vörn hverjum og einum eru þau ekki að ná að skapa þetta hjarðónæmi sem við töluðum um framan af,“ sagði forsætisráðherra. Á næstu dögum sjáist betur hver þróunin verður á Landspítalanum varðandi þá sem hefur þurft að leggja inn með Covid-19. Út frá þeirri reynslu muni stjórnvöld taka sínar ákvarðanir. „Það sem hefur gagnast okkur best í þessum faraldri er að taka ákvarðanir sem byggjast á gögnum og upplýsingum og það er það sem við munum halda áfram að gera,“ sagði Katrín. Þurfa áfram að hafa varann á gagnvart nýjum afbrigðum Ríkisstjórnin hefur fundað með ýmsum sérfræðingum og fulltrúum hagsmunahópa í samfélaginu undanfarna daga. Katrín sagði að á þeim fundum hafi helst komið fram ákall um aukinn stöðugleika og fyrirsjáanleika til þess að fólk geti gert sínar áætlanir um framtíðina. „Að sjálfsögðu kallar fólk eftir því núna ef svo fer að við sjáum að það hefur dregið úr áhættu á alvarlegum veikindum að við getum haft aukinn stöðugleika í okkar ráðstöfunum. Það er breytingin sem er að verða,“ sagði forsætisráðherra. Varaði hún þó við því að um leið þyrfti að hafa varann á gagnvart nýjum afbrigðum eins og delta-afbrigðinu sem er meira smitandi en fyrri afbrigði. „Það munu koma ný afbrigði þannig að við þurfum áfram að hafa varann á gagnvart því,“ sagði hún. Mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti Spurð út í skólastarf sem senn á að hefjast og mögulegar bólusetningar á börnum og unglingum sagði Katrín að ákvörðun um bólusetningar væri í höndum sóttvarnalæknis. Sú ákvörðun yrði alfarið tekin á grunni vísinda. Von væri á frekari niðurstöðum úr rannsóknum á virkni bóluefna á meðal barna og unglinga síðar í þessum mánuði og með þeim yrði fylgst. Stefnt sé að því að skólarnir geti farið af stað með sem eðlilegustum hætti. Katrín sagði að á fundum með hagsmunaaðilum hafi staðið upp úr hversu mikilvægt það væri að börn gætu sótt sér menntun með eðlilegum hætti og fengið rútínu í líf sitt. Það væri mikilvægt fyrir börn og fjölskyldur þeirra, vinnumarkaðinn og einnig sem jafnréttismál. Ef ákveðið verður að bólusetja börn sagði Katrín að það gæti gerst hratt og örugglega. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu væri þegar tilbúin með áætlanir um það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira