Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2021 18:31 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að Íslendingar þurfi að finna leið til þess að lifa eins eðlilegu lífi og mögulegt er með veiruna þrammandi um í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 74 utan sóttkvíar. Átján eru á spítala og þrír liggja á gjörgæslu eftir að tveir sjúklingar voru lagðir þar inn í dag. Hlutfall óbólusettra meðal smitaðra hefur farið hækkandi og hefur verið um fjörtíu prósent síðustu tvo daga. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir það áhyggjuefni en nú sé hins vegar að ljóst að mjög lítill hluti bólusettra sé að veikjast. „Þeir sem eru að lenda í vandræðum eru þeir sem eru með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma sem myndu að öllum líkindum lenda í vanda við venjulega hversdagslega flensu,“ segir Kári. Þetta skipti máli við ákvörðun um framhald aðgerða. Hann segir útbreiðsluna nú vera svo mikla að stjórnvöld þyrftu að fara í hörðustu takmarkanir hingað til eigi að hefta hana. Hann telur þó ekki tilefni til þess. Fremur eigi að ráðast í bólusetningaherferð hjá óbólusettum og börnum, gefa eldra fólki, viðkvæmum hópum og þeim sem fengu Janssen auka skammt og herða tökin á landamærum. „Ég myndi svo krefjast þess að allir sem koma inn í landið verði skimaðir hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki og ég myndi láta þar við sitja.“ Ekkert samkomubann? „Ekkert umfram það sem er í dag.“ Skima eigi alla óháð bólusetningu þar sem Íslendingar séu að bera veiruna frá útlöndum. „Flest bendir til þess að veiran sé að flæða yfir landamærin. Við erum að sjá alls konar stökkbreytingar af þessum delta-bakgrunni sem bendir til að yfir helmingur smita dag hvern eigi rætur sínar í nýjum smitum sem eru að koma inn í landið,“ segir Kári. Hann telur líklegt að toppur þessarar bylgju sé að nálgast en að bylgjurnar verði þó fleiri á næstunni. „Ég tel að við verðum ekki laus við þetta úr samfélaginu fyrr en eftir eitt til tvö ár. Og það þýðir að við verðum að beita öðrum aðferðum heldur en ef við gætum bara haldið niðri í okkur andanum þangað til að þetta er búið. Við verðum að halda áfram að vera til sem samfélag. Við verðum að halda áfram að framfleyta okkur og verðum að lifa eins eðlilegu lífi og við teljum mögulegt með veiruna að þramma um í íslensku samfélagi.“ Uppfært 20:06 Tölur um fjölda sjúklinga á sjúkrahúsi og gjörgæslu voru uppfærðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Fleiri fréttir Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Sjá meira
Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 74 utan sóttkvíar. Átján eru á spítala og þrír liggja á gjörgæslu eftir að tveir sjúklingar voru lagðir þar inn í dag. Hlutfall óbólusettra meðal smitaðra hefur farið hækkandi og hefur verið um fjörtíu prósent síðustu tvo daga. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir það áhyggjuefni en nú sé hins vegar að ljóst að mjög lítill hluti bólusettra sé að veikjast. „Þeir sem eru að lenda í vandræðum eru þeir sem eru með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma sem myndu að öllum líkindum lenda í vanda við venjulega hversdagslega flensu,“ segir Kári. Þetta skipti máli við ákvörðun um framhald aðgerða. Hann segir útbreiðsluna nú vera svo mikla að stjórnvöld þyrftu að fara í hörðustu takmarkanir hingað til eigi að hefta hana. Hann telur þó ekki tilefni til þess. Fremur eigi að ráðast í bólusetningaherferð hjá óbólusettum og börnum, gefa eldra fólki, viðkvæmum hópum og þeim sem fengu Janssen auka skammt og herða tökin á landamærum. „Ég myndi svo krefjast þess að allir sem koma inn í landið verði skimaðir hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki og ég myndi láta þar við sitja.“ Ekkert samkomubann? „Ekkert umfram það sem er í dag.“ Skima eigi alla óháð bólusetningu þar sem Íslendingar séu að bera veiruna frá útlöndum. „Flest bendir til þess að veiran sé að flæða yfir landamærin. Við erum að sjá alls konar stökkbreytingar af þessum delta-bakgrunni sem bendir til að yfir helmingur smita dag hvern eigi rætur sínar í nýjum smitum sem eru að koma inn í landið,“ segir Kári. Hann telur líklegt að toppur þessarar bylgju sé að nálgast en að bylgjurnar verði þó fleiri á næstunni. „Ég tel að við verðum ekki laus við þetta úr samfélaginu fyrr en eftir eitt til tvö ár. Og það þýðir að við verðum að beita öðrum aðferðum heldur en ef við gætum bara haldið niðri í okkur andanum þangað til að þetta er búið. Við verðum að halda áfram að vera til sem samfélag. Við verðum að halda áfram að framfleyta okkur og verðum að lifa eins eðlilegu lífi og við teljum mögulegt með veiruna að þramma um í íslensku samfélagi.“ Uppfært 20:06 Tölur um fjölda sjúklinga á sjúkrahúsi og gjörgæslu voru uppfærðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Fleiri fréttir Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Sjá meira