Náttúrulitun í nútímasamhengi á Hönnunarsafni Íslands Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2021 16:01 Sigmundur hefur þróað litarefni úr íslenskum jurtum. Hönnunarsafn Íslands Sigmundur Páll Freysteinsson er fatahönnuður sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2019. Hann hefur dvalið í rannsóknarrými Hönnunarsafns Íslands í sumar með það að markmiði að þróa ný kerfi í sjálfbærri hönnun og umhverfisvænni framleiðslu, sem nýtir auðlindir Íslands. Sigmundur hefur nú tekið rannsókn sína á textíllitun saman í bókverk sem inniheldur greinargóðan gagnagrunn náttúrulita úr íslensku umhverfi. Samtals um 504 litatóna. Í tilefni af því verður haldið útgáfuhóf í Hönnunarsafni Íslands klukkan 16:00 á morgun, fimmtudag. Til að byrja með verða einungis gefin út örfá einstök af bókverkinu sem verður fáanlegt á viðburðinum. Sigmundur segir í samtali við Vísi að bókverkið sé eintaklega fallega bundið inn og mjög eigulegt. Enda kostar bókin 25 þúsund krónur. Litirnir koma úr flórunni, fjörunni og matvælum Verkefnið sýnir hversu fjölbreytta liti má ná fram með náttúrulegu litarefni úr íslensku umhverfi. Síðastliðið ár hefur Sigmundur gert tilraunir á rúmlega 40 mismunandi litunarefnum frá plöntum, þangi og matarúrgangi. Afurðin er greinargóður gagnagrunnur náttúrulita úr íslensku umhverfi. Markmiðið með rannsókninni er að kanna möguleika íslenskrar textíllitunnar sem umhverfisvænan valkost fyrir framleiðslu á nútíma hönnun. Verkefnið tekur mið af íslenskri jurtalitunarsögu og horfir til framtíðar hvernig við þróum þekkingu á því sem landið gefur. Sigmundur segir að mikil þekking á textíl sé til staðar en að hún sé dreifð og einblíni á íslensku ullina. Því fannst honum mikilvægt að taka saman gagnagrunn um alla þá fjölmörgu liti sem hægt er að finna í íslenskri náttúru. Verkefnið hefur þegar vakið athygli erlendis Sigmundur hefur unnið með íslenska fatamerkinu Arnar Már Jónsson við hönnun fatalínu. Sigmundur vann textíl sem notaður var í fatalínunni. Textílin litaði Sigmundur meðal annars með maríustakk og þistli sem hann týndi á Íslandi. Tískublaðið Vogue fjallaði um línuna fyrr í sumar. Textíllinn í þessum flíkum er litaður með íslenskum jurtum,Eddie Wheelan/Vogue Hlaut styrk úr Hönnunarsjóði Sigmundur hafði gengið með hugmyndina að verkefninu í nokkuð langan tíma áður en hann réðst í það fyrir einu ári síðan. Hönnunarsjóður Íslands veitti Sigmundi aukaúthlutun síðasta sumar vegna Covid-19 og gat hann því einbeitt sér að verkefninu. Nú þegar Sigmundur hefur klárað þetta viðamikla verkefni stefnir hann á framhaldsnám. Í haust mun hann halda til Japans þar sem hann verður við meistaranám í textíl og fatahönnun. Tíska og hönnun Umhverfismál Söfn Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sigmundur hefur nú tekið rannsókn sína á textíllitun saman í bókverk sem inniheldur greinargóðan gagnagrunn náttúrulita úr íslensku umhverfi. Samtals um 504 litatóna. Í tilefni af því verður haldið útgáfuhóf í Hönnunarsafni Íslands klukkan 16:00 á morgun, fimmtudag. Til að byrja með verða einungis gefin út örfá einstök af bókverkinu sem verður fáanlegt á viðburðinum. Sigmundur segir í samtali við Vísi að bókverkið sé eintaklega fallega bundið inn og mjög eigulegt. Enda kostar bókin 25 þúsund krónur. Litirnir koma úr flórunni, fjörunni og matvælum Verkefnið sýnir hversu fjölbreytta liti má ná fram með náttúrulegu litarefni úr íslensku umhverfi. Síðastliðið ár hefur Sigmundur gert tilraunir á rúmlega 40 mismunandi litunarefnum frá plöntum, þangi og matarúrgangi. Afurðin er greinargóður gagnagrunnur náttúrulita úr íslensku umhverfi. Markmiðið með rannsókninni er að kanna möguleika íslenskrar textíllitunnar sem umhverfisvænan valkost fyrir framleiðslu á nútíma hönnun. Verkefnið tekur mið af íslenskri jurtalitunarsögu og horfir til framtíðar hvernig við þróum þekkingu á því sem landið gefur. Sigmundur segir að mikil þekking á textíl sé til staðar en að hún sé dreifð og einblíni á íslensku ullina. Því fannst honum mikilvægt að taka saman gagnagrunn um alla þá fjölmörgu liti sem hægt er að finna í íslenskri náttúru. Verkefnið hefur þegar vakið athygli erlendis Sigmundur hefur unnið með íslenska fatamerkinu Arnar Már Jónsson við hönnun fatalínu. Sigmundur vann textíl sem notaður var í fatalínunni. Textílin litaði Sigmundur meðal annars með maríustakk og þistli sem hann týndi á Íslandi. Tískublaðið Vogue fjallaði um línuna fyrr í sumar. Textíllinn í þessum flíkum er litaður með íslenskum jurtum,Eddie Wheelan/Vogue Hlaut styrk úr Hönnunarsjóði Sigmundur hafði gengið með hugmyndina að verkefninu í nokkuð langan tíma áður en hann réðst í það fyrir einu ári síðan. Hönnunarsjóður Íslands veitti Sigmundi aukaúthlutun síðasta sumar vegna Covid-19 og gat hann því einbeitt sér að verkefninu. Nú þegar Sigmundur hefur klárað þetta viðamikla verkefni stefnir hann á framhaldsnám. Í haust mun hann halda til Japans þar sem hann verður við meistaranám í textíl og fatahönnun.
Tíska og hönnun Umhverfismál Söfn Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira