Klassíkin: Grand Theft Auto - Vice City Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2021 08:46 Tommy Vercetti er heldur betur harður í horn að taka. Töff líka. Elstu menn muna þá daga á árum áður, þegar heimurinn og við sjálf vorum saklausari en í dag, þegar Grand Theft Auto leikir komu út með minna en tuttugu ára bili. Árið 2001 kom út leikurinn Grand Theft Auto 3, sá fyrsti þar sem maður sá aftan á söguhetju leiksins í stað ofan á hann, og árið 2002 var komið að Grand Theft Auto: Vice City. Árið 2004 fengum við San Andreas og Vice City Stories árið 2006. Þetta voru dagarnir, eins og þeir segja hinu megin við tjörnina, eins og þeir segja í Albíon. Síðasti GTA leikurinn, GTA V, kom út árið 2013. Tvö. Þúsund. Og. Þrettán! Að þessu sinni einblínum við þó á Vice City beibí! Árið er 1986. Tommy Vercetti er nýkominn úr fangelsi í Liberty City (New York) og er sendur af mafíunni til Vice City (Miami) til að sýsla með kókaín. Það gengur þó ekki eftir, eins og yfirleitt í upphafi tölvuleikja, og Vercetti þarf að berjast við nánast alla glæpamenn borgarinnar og marga sér sess meðal þeirra sem eftir lifa. Eins og alltaf með GTA-leiki þá er Vice City opinn heimur þar sem spilarar geta leikið sér að vild, ekið um í rólegheitunum eða myrt fólk, svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að taka að sér að keyra sjúkrabíla, slökkviliðsbíla og jafnvel sendast með pítsur fyrir peninga og bónusa. Það er einnig hægt að verja tíma sínum í að leita að týndum og földum pökkum. Í stuttu máli sagt er nóg að gera, ef maður nennir því. Ég er satt að segja ekki viss um að svo sé í mínu tilviki. Margt sem eldist illa Ef satt skal segja þá er ansi margt í þessum leik sem eldist ekkert frábærlega vel. Eðli málsins samkvæmt er grafíkin til að mynda ekki upp á mörg grömm af kókaíni. Það er þó erfitt að ætla sér að gagnrýna það fyrir leik sem kom út árið 2002 á Playstation 2. Það að hafa spilað GTAV mikið gerir manni í raun nokkuð erfitt að koma sér í gírinn í Vice City. Ég hef allavega átt erfitt með að hætta að einblína á það hvað Vice City er ljót borg miðað við Los Santos. En, eins og ég segi, þá er það eðlilegt með svona gamlan leik. Undanfarið hef ég spilað leikinn bæði í PC og í Android-síma. Það er augljóslega betra að spila leikinn í PC en upplifunin gerir mig samt smá reiðan í garð Rockstar. Í fyrsta lagi var vesen að spila leikinn í gegnum Rockstar Launcher og í annan stað, þá þarf ég að hrista músina, smella á takkana eins hratt og ég get og berja ítrekað á escape í hvert sinn sem ég opna leikinn til að fá músina til að virka. Þetta er svo sem ekkert brjálað vesen. Þrátt fyrir það finnst mér að ef Rockstar er yfir höfuð að selja þennan leik, þá eigi þeir að laga galla sem þessa. Það kannast ef til vill einhverjir við þessa götu úr myndinni Scarface. Ég er sömuleiðis ekkert mega ánægður með það hvernig skotbardagar leiksins fara fram. Þeir eldast ekki heldur vel. Svo verð ég að gagnrýna það hvað bílar hægja mikið á sér þegar maður keyrir á hóp fólks. Ég er ekki viss um að það sé raunverulegt að bílar stoppi nánast við að aka á fullri ferð á fimm eða sex manneskjur. Ég á þó eftir að sannreyna það. Besta soundtrack sögunnar Ef einhver telur að til sé tölvuleikur með betri tónlist en GTA Vice City má viðkomandi endilega benda mér á það, svo ég geti bent þeirri manneskju á að hún hafi rangt fyrir sér. Mjög rangt fyrir sér. Vice City er með besta soundtrackið af öllum tölvuleikjum sögunnar og það er lítið annað hægt að segja um það. #Fact Þá er ég sérstaklega að tala um tvær útvarpsstöðvar í leiknum. Emotion, með hjartaknúsaranum Fernando Martinez í fararbroddi, og V-Rock, með drullusokknum skemmtilega, Lazlow. Það má einnig segja að talsetning Vice City sé frábær. Hún hefur kostað einhverja peninga því það er kvikmyndaleikari í hverju einasta hlutverki í leiknum. Vercetti er til að mynda talsettur af Ray Liotta. Aðrir leikarar eru Tom Sizemore, Dennis Hopper, Danny Trejo, Gary Busey, William Fichtner, Burt Reynolds, Jenna Jameson og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er eiginlega bara magnað. Saga leiksins eldist einkar vel og er enn frábær. Meira frelsi Vice City á sömuleiðis hrós skilið fyrir eitt. Það er að maður geti leyft sér að vera drepinn og handtekinn. Það er ekki endir alls eins og það er í GTAV heldur tapar maður bara smá peningum og öllum vopnunum sínum. Peningarnir eru þó minna mikilvægir en þeir eru í nýjustu leikjunum og maður hefur einhvern veginn mun meira frelsi til að leika sér. Of góðu vanur Það erfiðasta við að spila flesta gamla leiki er að maður er orðinn of góðu vanur. Það er ansi margt í Vice City sem ég er ekkert brjálæðislega ánægður með. Á móti kemur að það er samt fullt sem hægt er að vera ánægður með eins og tónlistin, sagan, fíflagangurinn og húmorinn, svo eitthvað sé nefnt. Svo er eitthvað svo heillandi við þetta tímabil. Vísbendingar um að næsti GTA-leikur gæti einnig gerst í Vice City, og annarsstaðar, hafa litið dagsins ljós á undanförnum mánuðum. Það held ég að væri heillaspor en þangað til held ég mig við gamla leikinn. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Árið 2001 kom út leikurinn Grand Theft Auto 3, sá fyrsti þar sem maður sá aftan á söguhetju leiksins í stað ofan á hann, og árið 2002 var komið að Grand Theft Auto: Vice City. Árið 2004 fengum við San Andreas og Vice City Stories árið 2006. Þetta voru dagarnir, eins og þeir segja hinu megin við tjörnina, eins og þeir segja í Albíon. Síðasti GTA leikurinn, GTA V, kom út árið 2013. Tvö. Þúsund. Og. Þrettán! Að þessu sinni einblínum við þó á Vice City beibí! Árið er 1986. Tommy Vercetti er nýkominn úr fangelsi í Liberty City (New York) og er sendur af mafíunni til Vice City (Miami) til að sýsla með kókaín. Það gengur þó ekki eftir, eins og yfirleitt í upphafi tölvuleikja, og Vercetti þarf að berjast við nánast alla glæpamenn borgarinnar og marga sér sess meðal þeirra sem eftir lifa. Eins og alltaf með GTA-leiki þá er Vice City opinn heimur þar sem spilarar geta leikið sér að vild, ekið um í rólegheitunum eða myrt fólk, svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að taka að sér að keyra sjúkrabíla, slökkviliðsbíla og jafnvel sendast með pítsur fyrir peninga og bónusa. Það er einnig hægt að verja tíma sínum í að leita að týndum og földum pökkum. Í stuttu máli sagt er nóg að gera, ef maður nennir því. Ég er satt að segja ekki viss um að svo sé í mínu tilviki. Margt sem eldist illa Ef satt skal segja þá er ansi margt í þessum leik sem eldist ekkert frábærlega vel. Eðli málsins samkvæmt er grafíkin til að mynda ekki upp á mörg grömm af kókaíni. Það er þó erfitt að ætla sér að gagnrýna það fyrir leik sem kom út árið 2002 á Playstation 2. Það að hafa spilað GTAV mikið gerir manni í raun nokkuð erfitt að koma sér í gírinn í Vice City. Ég hef allavega átt erfitt með að hætta að einblína á það hvað Vice City er ljót borg miðað við Los Santos. En, eins og ég segi, þá er það eðlilegt með svona gamlan leik. Undanfarið hef ég spilað leikinn bæði í PC og í Android-síma. Það er augljóslega betra að spila leikinn í PC en upplifunin gerir mig samt smá reiðan í garð Rockstar. Í fyrsta lagi var vesen að spila leikinn í gegnum Rockstar Launcher og í annan stað, þá þarf ég að hrista músina, smella á takkana eins hratt og ég get og berja ítrekað á escape í hvert sinn sem ég opna leikinn til að fá músina til að virka. Þetta er svo sem ekkert brjálað vesen. Þrátt fyrir það finnst mér að ef Rockstar er yfir höfuð að selja þennan leik, þá eigi þeir að laga galla sem þessa. Það kannast ef til vill einhverjir við þessa götu úr myndinni Scarface. Ég er sömuleiðis ekkert mega ánægður með það hvernig skotbardagar leiksins fara fram. Þeir eldast ekki heldur vel. Svo verð ég að gagnrýna það hvað bílar hægja mikið á sér þegar maður keyrir á hóp fólks. Ég er ekki viss um að það sé raunverulegt að bílar stoppi nánast við að aka á fullri ferð á fimm eða sex manneskjur. Ég á þó eftir að sannreyna það. Besta soundtrack sögunnar Ef einhver telur að til sé tölvuleikur með betri tónlist en GTA Vice City má viðkomandi endilega benda mér á það, svo ég geti bent þeirri manneskju á að hún hafi rangt fyrir sér. Mjög rangt fyrir sér. Vice City er með besta soundtrackið af öllum tölvuleikjum sögunnar og það er lítið annað hægt að segja um það. #Fact Þá er ég sérstaklega að tala um tvær útvarpsstöðvar í leiknum. Emotion, með hjartaknúsaranum Fernando Martinez í fararbroddi, og V-Rock, með drullusokknum skemmtilega, Lazlow. Það má einnig segja að talsetning Vice City sé frábær. Hún hefur kostað einhverja peninga því það er kvikmyndaleikari í hverju einasta hlutverki í leiknum. Vercetti er til að mynda talsettur af Ray Liotta. Aðrir leikarar eru Tom Sizemore, Dennis Hopper, Danny Trejo, Gary Busey, William Fichtner, Burt Reynolds, Jenna Jameson og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er eiginlega bara magnað. Saga leiksins eldist einkar vel og er enn frábær. Meira frelsi Vice City á sömuleiðis hrós skilið fyrir eitt. Það er að maður geti leyft sér að vera drepinn og handtekinn. Það er ekki endir alls eins og það er í GTAV heldur tapar maður bara smá peningum og öllum vopnunum sínum. Peningarnir eru þó minna mikilvægir en þeir eru í nýjustu leikjunum og maður hefur einhvern veginn mun meira frelsi til að leika sér. Of góðu vanur Það erfiðasta við að spila flesta gamla leiki er að maður er orðinn of góðu vanur. Það er ansi margt í Vice City sem ég er ekkert brjálæðislega ánægður með. Á móti kemur að það er samt fullt sem hægt er að vera ánægður með eins og tónlistin, sagan, fíflagangurinn og húmorinn, svo eitthvað sé nefnt. Svo er eitthvað svo heillandi við þetta tímabil. Vísbendingar um að næsti GTA-leikur gæti einnig gerst í Vice City, og annarsstaðar, hafa litið dagsins ljós á undanförnum mánuðum. Það held ég að væri heillaspor en þangað til held ég mig við gamla leikinn.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira