„Við erum á krossgötum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2021 10:02 Sigurður Ingi Jóhannesson er formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannesson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir stjórnvöld vera að meta hvernig þjóðin geti lifað með kórónuveirufaraldrinum. Hann segir Íslendinga nú vera á krossgötum í kórónuveirufaraldrinum. Sigurður Ingi var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi möguleg næstu skref stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Núverandi samkomutakmarkanir gilda til 13. ágúst næstkomandi en í gær sagði sóttvarnalæknir að stjórnvöld þyrftu að taka ákvörðun um hvort grípa ætti til harðari aðgerða eða ekki þegar núverandi takmarkanir renna úr gildi. Í Bítinu sagði Sigurður Ingi að nú væru stjórnvöld meðal annars að meta áhrifin af því að stór hluti Íslendinga væri bólusettur. „Áhrifin eru nokkuð augljóslega segja sérfræðingar okkur að bólusetningarnar eru að verja okkur kannski 90 prósent fyrir veikindum en eitthvað niður í 60-70 prósent fyrir sýkingum. Við tókum þá ákvörðun á Egillstöðum að vera með, á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis eins og áður, almennar aðgerðir en einmitt horfa kannski meira á veikindin en fjölda smita, það er rétt. Við erum á krossgötum,“ sagði Sigurður Ingi. Undanfarið hefðu stjórnvöld fundað með sérfræðingum í sóttvörnum og fleiri aðilum í samfélaginu til að undirbúa næstu skref. „Við höfum verið að taka okkur ákveðna daga núna. Samtöl við sérfræðinga, bæði í sóttvörnum, læknisfræði, smitvörnum og öllu slíku, sagði Sigurður Ingi. En líka við aðra hagaðila í samfélaginu og munum halda því áfram í dag og á morgun,“ sagði Sigurður Ingi. Á meðan safnist upp upplýsingar sem hægt sé að nýta og að tillögur geti fæðst um það hvernig hægt sé að komast út úr því að „vera í niðurbælingu á veiru í óbólusettu landi yfir í það að lifa með veiru í bólusettu landi,“ líkt og Sigurður Ingi orðaði það. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. 3. ágúst 2021 17:00 Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Sigurður Ingi var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi möguleg næstu skref stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Núverandi samkomutakmarkanir gilda til 13. ágúst næstkomandi en í gær sagði sóttvarnalæknir að stjórnvöld þyrftu að taka ákvörðun um hvort grípa ætti til harðari aðgerða eða ekki þegar núverandi takmarkanir renna úr gildi. Í Bítinu sagði Sigurður Ingi að nú væru stjórnvöld meðal annars að meta áhrifin af því að stór hluti Íslendinga væri bólusettur. „Áhrifin eru nokkuð augljóslega segja sérfræðingar okkur að bólusetningarnar eru að verja okkur kannski 90 prósent fyrir veikindum en eitthvað niður í 60-70 prósent fyrir sýkingum. Við tókum þá ákvörðun á Egillstöðum að vera með, á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis eins og áður, almennar aðgerðir en einmitt horfa kannski meira á veikindin en fjölda smita, það er rétt. Við erum á krossgötum,“ sagði Sigurður Ingi. Undanfarið hefðu stjórnvöld fundað með sérfræðingum í sóttvörnum og fleiri aðilum í samfélaginu til að undirbúa næstu skref. „Við höfum verið að taka okkur ákveðna daga núna. Samtöl við sérfræðinga, bæði í sóttvörnum, læknisfræði, smitvörnum og öllu slíku, sagði Sigurður Ingi. En líka við aðra hagaðila í samfélaginu og munum halda því áfram í dag og á morgun,“ sagði Sigurður Ingi. Á meðan safnist upp upplýsingar sem hægt sé að nýta og að tillögur geti fæðst um það hvernig hægt sé að komast út úr því að „vera í niðurbælingu á veiru í óbólusettu landi yfir í það að lifa með veiru í bólusettu landi,“ líkt og Sigurður Ingi orðaði það. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. 3. ágúst 2021 17:00 Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. 3. ágúst 2021 17:00
Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31
Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04