Kemur ekki fram á tónlistarhátíð vegna hatursorðræðu í garð samkynhneigðra Árni Sæberg skrifar 1. ágúst 2021 21:32 DaBaby á tónleikunum sem hann viðhafði hatursorðræðu á. Jason Koerner/Getty Rapparinn DaBaby kemur ekki fram á lokakvöldi tónlistarhátíðarinnar Lollapalooza sem fram fer í Chicago í kvöld. Ástæðan er hatursorðræða sem hann viðhafði á tónleikum í síðustu viku. Til stóð að DaBaby, einn vinsælasti rappari síðasta árs, myndi sjá um lokaatriðið á tónlistarhátíðinni Lollapalooza. Skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynntu í dag að ekkert yrði af tónleikum hans og að rapparinn Young Thug kæmi fram í hans stað. „Lollapalooza var stofnuð á fjölbreytni, inngildingu, virðingu og ást. Með þetta í huga mun DaBaby ekki koma fram í Grant Park í kvöld,“ sagði í Twitterfærslu skipuleggjenda hátíðarinnar. Lollapalooza was founded on diversity, inclusivity, respect, and love. With that in mind, DaBaby will no longer be performing at Grant Park tonight. Young Thug will now perform at 9:00pm on the Bud Light Seltzer Stage, and G Herbo will perform at 4:00pm on the T-Mobile Stage. pic.twitter.com/Mx4UiAi4FW— Lollapalooza (@lollapalooza) August 1, 2021 Á tónleikum í Miami í síðustu viku gerði DaBaby lítið úr þeim sem þjást af HIV og samkynhneigðum. Hann bað áhorfendur að kveikja á ljósum í símum sínum og setja þá á loft. Alla áhorfendur nema samkynhneigða menn og þá sem eru með sjúkdóminn HIV. Þá sagði hann einnig að sjúkdómurinn „dræpi þig á tveimur til þremur vikum,“ en það er auðvitað ekki satt. Rapparinn hefur þegar verið gert að sæta afleiðingum orða sinna en fyrr í vikunni var honum sparkað frá tónleikum á vegum stjórnmálaflokksins Working Families Party. Þá hefur fataframleiðandinn Boohoo sagt upp samstarfssamninginn við DaBaby. Fjölmargir tónlistarmenn hafa fordæmt ummæli DaBabys, þar á meðal Elton John. „Við verðum að brjóta niður fordóma gegn HIV en ekki dreifa þeim. Sem tónlistarfólk er það okkar hlutverk að sameina fólk,“ sagði Elton á Instagram. Bandaríkin Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Til stóð að DaBaby, einn vinsælasti rappari síðasta árs, myndi sjá um lokaatriðið á tónlistarhátíðinni Lollapalooza. Skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynntu í dag að ekkert yrði af tónleikum hans og að rapparinn Young Thug kæmi fram í hans stað. „Lollapalooza var stofnuð á fjölbreytni, inngildingu, virðingu og ást. Með þetta í huga mun DaBaby ekki koma fram í Grant Park í kvöld,“ sagði í Twitterfærslu skipuleggjenda hátíðarinnar. Lollapalooza was founded on diversity, inclusivity, respect, and love. With that in mind, DaBaby will no longer be performing at Grant Park tonight. Young Thug will now perform at 9:00pm on the Bud Light Seltzer Stage, and G Herbo will perform at 4:00pm on the T-Mobile Stage. pic.twitter.com/Mx4UiAi4FW— Lollapalooza (@lollapalooza) August 1, 2021 Á tónleikum í Miami í síðustu viku gerði DaBaby lítið úr þeim sem þjást af HIV og samkynhneigðum. Hann bað áhorfendur að kveikja á ljósum í símum sínum og setja þá á loft. Alla áhorfendur nema samkynhneigða menn og þá sem eru með sjúkdóminn HIV. Þá sagði hann einnig að sjúkdómurinn „dræpi þig á tveimur til þremur vikum,“ en það er auðvitað ekki satt. Rapparinn hefur þegar verið gert að sæta afleiðingum orða sinna en fyrr í vikunni var honum sparkað frá tónleikum á vegum stjórnmálaflokksins Working Families Party. Þá hefur fataframleiðandinn Boohoo sagt upp samstarfssamninginn við DaBaby. Fjölmargir tónlistarmenn hafa fordæmt ummæli DaBabys, þar á meðal Elton John. „Við verðum að brjóta niður fordóma gegn HIV en ekki dreifa þeim. Sem tónlistarfólk er það okkar hlutverk að sameina fólk,“ sagði Elton á Instagram.
Bandaríkin Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira