Kemur ekki fram á tónlistarhátíð vegna hatursorðræðu í garð samkynhneigðra Árni Sæberg skrifar 1. ágúst 2021 21:32 DaBaby á tónleikunum sem hann viðhafði hatursorðræðu á. Jason Koerner/Getty Rapparinn DaBaby kemur ekki fram á lokakvöldi tónlistarhátíðarinnar Lollapalooza sem fram fer í Chicago í kvöld. Ástæðan er hatursorðræða sem hann viðhafði á tónleikum í síðustu viku. Til stóð að DaBaby, einn vinsælasti rappari síðasta árs, myndi sjá um lokaatriðið á tónlistarhátíðinni Lollapalooza. Skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynntu í dag að ekkert yrði af tónleikum hans og að rapparinn Young Thug kæmi fram í hans stað. „Lollapalooza var stofnuð á fjölbreytni, inngildingu, virðingu og ást. Með þetta í huga mun DaBaby ekki koma fram í Grant Park í kvöld,“ sagði í Twitterfærslu skipuleggjenda hátíðarinnar. Lollapalooza was founded on diversity, inclusivity, respect, and love. With that in mind, DaBaby will no longer be performing at Grant Park tonight. Young Thug will now perform at 9:00pm on the Bud Light Seltzer Stage, and G Herbo will perform at 4:00pm on the T-Mobile Stage. pic.twitter.com/Mx4UiAi4FW— Lollapalooza (@lollapalooza) August 1, 2021 Á tónleikum í Miami í síðustu viku gerði DaBaby lítið úr þeim sem þjást af HIV og samkynhneigðum. Hann bað áhorfendur að kveikja á ljósum í símum sínum og setja þá á loft. Alla áhorfendur nema samkynhneigða menn og þá sem eru með sjúkdóminn HIV. Þá sagði hann einnig að sjúkdómurinn „dræpi þig á tveimur til þremur vikum,“ en það er auðvitað ekki satt. Rapparinn hefur þegar verið gert að sæta afleiðingum orða sinna en fyrr í vikunni var honum sparkað frá tónleikum á vegum stjórnmálaflokksins Working Families Party. Þá hefur fataframleiðandinn Boohoo sagt upp samstarfssamninginn við DaBaby. Fjölmargir tónlistarmenn hafa fordæmt ummæli DaBabys, þar á meðal Elton John. „Við verðum að brjóta niður fordóma gegn HIV en ekki dreifa þeim. Sem tónlistarfólk er það okkar hlutverk að sameina fólk,“ sagði Elton á Instagram. Bandaríkin Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Til stóð að DaBaby, einn vinsælasti rappari síðasta árs, myndi sjá um lokaatriðið á tónlistarhátíðinni Lollapalooza. Skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynntu í dag að ekkert yrði af tónleikum hans og að rapparinn Young Thug kæmi fram í hans stað. „Lollapalooza var stofnuð á fjölbreytni, inngildingu, virðingu og ást. Með þetta í huga mun DaBaby ekki koma fram í Grant Park í kvöld,“ sagði í Twitterfærslu skipuleggjenda hátíðarinnar. Lollapalooza was founded on diversity, inclusivity, respect, and love. With that in mind, DaBaby will no longer be performing at Grant Park tonight. Young Thug will now perform at 9:00pm on the Bud Light Seltzer Stage, and G Herbo will perform at 4:00pm on the T-Mobile Stage. pic.twitter.com/Mx4UiAi4FW— Lollapalooza (@lollapalooza) August 1, 2021 Á tónleikum í Miami í síðustu viku gerði DaBaby lítið úr þeim sem þjást af HIV og samkynhneigðum. Hann bað áhorfendur að kveikja á ljósum í símum sínum og setja þá á loft. Alla áhorfendur nema samkynhneigða menn og þá sem eru með sjúkdóminn HIV. Þá sagði hann einnig að sjúkdómurinn „dræpi þig á tveimur til þremur vikum,“ en það er auðvitað ekki satt. Rapparinn hefur þegar verið gert að sæta afleiðingum orða sinna en fyrr í vikunni var honum sparkað frá tónleikum á vegum stjórnmálaflokksins Working Families Party. Þá hefur fataframleiðandinn Boohoo sagt upp samstarfssamninginn við DaBaby. Fjölmargir tónlistarmenn hafa fordæmt ummæli DaBabys, þar á meðal Elton John. „Við verðum að brjóta niður fordóma gegn HIV en ekki dreifa þeim. Sem tónlistarfólk er það okkar hlutverk að sameina fólk,“ sagði Elton á Instagram.
Bandaríkin Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira