Umferðin þung á landinu en víða eru tjaldstæði enn laus Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2021 23:20 Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að stríður straumur ferðalanga hafi verið um umdæmið síðustu daga. Vísir Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur verið þung í dag, eftir að hafa verið stigvaxandi alla vikuna. Stærsta ferðahelgi ársins er gengin í garð og stríður straumur bíla hefur verið á leið úr Reykjavík, um Vesturlandsveg og austur fyrir fjall. Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að helgin leggist vel í löggæslufólk í embættinu. „Hún leggst bara vel í okkur, góð spá og mikið af fólki á svæðinu. Það er búin að vera gríðarlega mikil umferð í embættinu, bæði hérna á láglendinu og inni á hálendi þar sem við erum líka með aukið eftirlit. En það hefur gengið vel, engin slys,“ sagði Garðar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að mikill viðbúnaður sé hjá embættinu þessa helgi. „Það er talsvert aukinn viðbúnaður hjá okkur, við erum með talsvert meiri mannskap á vakt heldur en venjulega og við ætlum bara að vonast eftir góðri helgi,“ segir Garðar. Hann telur að helgin verði góð og finnst ólíklegt að brjóta þurfi upp stór samkvæmi. „Það er alltaf hætt við því en við erum vel undir það búin og tökum því þá bara. Ég held að þetta verði góð helgi, það spáir vel og það er margt fólk á ferðinni en það hefur ekkert stórt komið upp fram til þessa allavega. Við vonum að það haldist þannig,“ segir Garðar. Blíða á Kirkjubæjarklaustri og stöðugur straumur Eins og við má búast hefur fólk streymt á tjaldsvæði um land allt en enn er von fyrir þá sem lögðu seint af stað í dag. Benedikt Lárusson, sem rekur tjaldsvæðið á Kirkjubæjarklaustri, segir að enn sé nóg pláss þar en fólk renni reglulega í hlað og muni líklega gera það eftir kvöldi. Enn er pláss á tjaldsvæðinu á Kirkjubæjarklaustri en þar hefur verið blíðskaparveður í dag. Pláss er fyrir 400 manns á svæðinu.Vísir/Vilhelm „Ég veit ekki akkúrat hvað eru margir komnir núna en það er ekki alveg fullt. Við erum með tvö hólf og það mega vera 200 í hverju hólfi út af kórónuveirunni. Við gætum tekið við fleirum ef það væri ekki þetta takmark,“ segir Benedikt en pláss er fyrir 400 manns á tjaldsvæðinu. Hann segir að einhver fjöldi muni bætast við í kvöld. „Það mun bætast eitthvað við í kvöld, það er fólk að koma enn þá. Það verður svoleiðis líka um helgina geri ég ráð fyrir. Það kemur ekkert mjög ört en það rennir inn hjá okkur reglulega,“ segir Benedikt en sólin leikur við þau á Klaustri. „Það er alveg bongóblíða hjá okkur, heiðskýrt og hlýtt.“ Hallormstaðaskógur þétt setinn en enn pláss Sama má segja um Austurlandið en tjaldsvæðin í Hallormsstaðaskógi eru hvergi nærri full. Tjaldgestir í Hallormsstaðaskógi hafa ekki þurft að kvarta yfir veðri í dag.Vísir/Vilhelm „Það er nokkuð þétt á tjaldsvæðinu í Hallormsstaðaskógi. Í Höfðavík höfum við leigt út svona 60 til 70 prósent tjaldsvæðanna sem við erum með. Í Atlavík er enn helmingur laus. Þannig að það er nóg til af stæðum hér,“ segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, aðstoðarskógarvörður í Hallormsstaðaskógi. Hún segir að straumur ferðamanna hafi verið stríður í dag en ekki yfirgengilegur. Þar sé jafnframt yndislegt veður, tuttugu stiga hiti í dag og heiðskýrt og gerir hún ráð fyrir að það verði þannig næstu daga. Fullt tjaldsvæði og unglingar að djamma Aðra sögu er hins vegar að segja á Akureyri en þar hafa tjaldsvæði verið full í nær allt sumar, enda hefur vart komið rigningardagur síðan fór að hlýna í vor. „Tjaldsvæði hjá okkur er fullt. Unglingarnir sem eru hérna að djamma eru frekar stillt, svona miðað við. Haga sér frekar vel og það er hægt að tala við þau. Það er allt fullt inni á Hrafnagili, það er allt fullt uppi á Hömrum, það er sennilega allt fullt uppi á Lónsá líka. Þetta er samt allt frekar rólegt, ég fæ sennilega að komast að því í kvöld hvernig verður að eiga við unglingana,“ segir Emil Þór Arnarson, tjaldvörður í Þórunnarstræti. Það er líklega mikið líf á Akureyri en tjaldsvæði þar eru öll full.Vísir/Vilhelm Þar er ekkert bókunarkerfi, eins og víða hefur verið tekið upp, og reynir því á heppnina hjá þeim sem hyggjast fara í útilegu á Norðurlandi. „Fyrstur kemur fyrstur fær hjá okkur. Þegar losnar verður sá fyrstur sem fær stæðið heppinn,“ segir Emil. Svæðið hafi breyst frá því fyrr í sumar, en síðasta sunnudag tóku takmarkanir á tjaldsvæðum aftur gildi eftir nokkuð hlé. „Út af Covid-inu megum við bara hafa 200 manns, við erum með 200 núna og megum ekki taka við fleira fólki,“ segir Emil en sólin virðist leika við landið allt. „Það er alveg búin að vera bullandi sól í dag, það var rigning í gær en svo er bara búin að vera sól og blíða.“ Ferðalög Umferð Tjaldsvæði Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið
Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að helgin leggist vel í löggæslufólk í embættinu. „Hún leggst bara vel í okkur, góð spá og mikið af fólki á svæðinu. Það er búin að vera gríðarlega mikil umferð í embættinu, bæði hérna á láglendinu og inni á hálendi þar sem við erum líka með aukið eftirlit. En það hefur gengið vel, engin slys,“ sagði Garðar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að mikill viðbúnaður sé hjá embættinu þessa helgi. „Það er talsvert aukinn viðbúnaður hjá okkur, við erum með talsvert meiri mannskap á vakt heldur en venjulega og við ætlum bara að vonast eftir góðri helgi,“ segir Garðar. Hann telur að helgin verði góð og finnst ólíklegt að brjóta þurfi upp stór samkvæmi. „Það er alltaf hætt við því en við erum vel undir það búin og tökum því þá bara. Ég held að þetta verði góð helgi, það spáir vel og það er margt fólk á ferðinni en það hefur ekkert stórt komið upp fram til þessa allavega. Við vonum að það haldist þannig,“ segir Garðar. Blíða á Kirkjubæjarklaustri og stöðugur straumur Eins og við má búast hefur fólk streymt á tjaldsvæði um land allt en enn er von fyrir þá sem lögðu seint af stað í dag. Benedikt Lárusson, sem rekur tjaldsvæðið á Kirkjubæjarklaustri, segir að enn sé nóg pláss þar en fólk renni reglulega í hlað og muni líklega gera það eftir kvöldi. Enn er pláss á tjaldsvæðinu á Kirkjubæjarklaustri en þar hefur verið blíðskaparveður í dag. Pláss er fyrir 400 manns á svæðinu.Vísir/Vilhelm „Ég veit ekki akkúrat hvað eru margir komnir núna en það er ekki alveg fullt. Við erum með tvö hólf og það mega vera 200 í hverju hólfi út af kórónuveirunni. Við gætum tekið við fleirum ef það væri ekki þetta takmark,“ segir Benedikt en pláss er fyrir 400 manns á tjaldsvæðinu. Hann segir að einhver fjöldi muni bætast við í kvöld. „Það mun bætast eitthvað við í kvöld, það er fólk að koma enn þá. Það verður svoleiðis líka um helgina geri ég ráð fyrir. Það kemur ekkert mjög ört en það rennir inn hjá okkur reglulega,“ segir Benedikt en sólin leikur við þau á Klaustri. „Það er alveg bongóblíða hjá okkur, heiðskýrt og hlýtt.“ Hallormstaðaskógur þétt setinn en enn pláss Sama má segja um Austurlandið en tjaldsvæðin í Hallormsstaðaskógi eru hvergi nærri full. Tjaldgestir í Hallormsstaðaskógi hafa ekki þurft að kvarta yfir veðri í dag.Vísir/Vilhelm „Það er nokkuð þétt á tjaldsvæðinu í Hallormsstaðaskógi. Í Höfðavík höfum við leigt út svona 60 til 70 prósent tjaldsvæðanna sem við erum með. Í Atlavík er enn helmingur laus. Þannig að það er nóg til af stæðum hér,“ segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, aðstoðarskógarvörður í Hallormsstaðaskógi. Hún segir að straumur ferðamanna hafi verið stríður í dag en ekki yfirgengilegur. Þar sé jafnframt yndislegt veður, tuttugu stiga hiti í dag og heiðskýrt og gerir hún ráð fyrir að það verði þannig næstu daga. Fullt tjaldsvæði og unglingar að djamma Aðra sögu er hins vegar að segja á Akureyri en þar hafa tjaldsvæði verið full í nær allt sumar, enda hefur vart komið rigningardagur síðan fór að hlýna í vor. „Tjaldsvæði hjá okkur er fullt. Unglingarnir sem eru hérna að djamma eru frekar stillt, svona miðað við. Haga sér frekar vel og það er hægt að tala við þau. Það er allt fullt inni á Hrafnagili, það er allt fullt uppi á Hömrum, það er sennilega allt fullt uppi á Lónsá líka. Þetta er samt allt frekar rólegt, ég fæ sennilega að komast að því í kvöld hvernig verður að eiga við unglingana,“ segir Emil Þór Arnarson, tjaldvörður í Þórunnarstræti. Það er líklega mikið líf á Akureyri en tjaldsvæði þar eru öll full.Vísir/Vilhelm Þar er ekkert bókunarkerfi, eins og víða hefur verið tekið upp, og reynir því á heppnina hjá þeim sem hyggjast fara í útilegu á Norðurlandi. „Fyrstur kemur fyrstur fær hjá okkur. Þegar losnar verður sá fyrstur sem fær stæðið heppinn,“ segir Emil. Svæðið hafi breyst frá því fyrr í sumar, en síðasta sunnudag tóku takmarkanir á tjaldsvæðum aftur gildi eftir nokkuð hlé. „Út af Covid-inu megum við bara hafa 200 manns, við erum með 200 núna og megum ekki taka við fleira fólki,“ segir Emil en sólin virðist leika við landið allt. „Það er alveg búin að vera bullandi sól í dag, það var rigning í gær en svo er bara búin að vera sól og blíða.“
Ferðalög Umferð Tjaldsvæði Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið