Nauðsynlegt að afreksíþróttafólkið og þjálfarar þess geti verið atvinnumenn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2021 20:00 Þráinn Hafsteinsson, íþróttafræðingur og þjálfari. Þráinn Hafsteinsson, íþróttafræðingur og þjálfari, segir frammistöðu íslensku keppendanna á Ólympíuleikunum vonbrigði og gera þurfi breytingar á umhverfi íslensks afreksfólks. Mikilvægast sé að það og þjálfarar þess geti haft atvinnu af íþróttinni. „Það voru vonbrigði með þá sem við ætluðum til mest af eins og Guðna [Val Guðnasyni] og Antoni [Sveini McKee]. Þeir voru langt frá því að gera eins og við vonuðumst til og mikil vonbrigði með það. Með hina keppendurna gerðu þeir það sem við bjuggumst við og ekkert upp á þau að klaga þannig séð,“ sagði Þráinn í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson í Sportpakkanum. Hann telur að pressan sem fylgir þátttöku á Ólympíuleikunum hafi haft áhrif á þá Guðna Val og Anton Svein. „Ég hef grun um að báðir hafi ekki þolað pressuna af því að keppa á Ólympíuleikunum. Ég þekki það samt ekki nógu vel en það er ekkert sambærilegt að keppa á Ólympíuleikum og öðrum mótum. Pressan er miklu, miklu meiri. Mér fannst á báðum að það væri fyrst og fremst það sem þeir væru að kikna undan,“ sagði Þráinn. Kerfið ekki enn farið að virka Eftir rýra uppskeru á Ólympíuleikum hefur umræða skapast um það umhverfi sem íslenskt íþróttafólk býr við. Þráin segir umræðuna þarfa en breytingarnar sem hafi verið gerðar á afreksstarfinu eigi kannski enn eftir að bera ávöxt. „Ég er mjög ánægður með að þessi umræða hafi farið af stað en það verður að taka tillit til þess að margt hefur gerst á síðustu fimm árum. Fyrir fimm árum var afrekssjóðurinn sjötíu milljónir, nú er hann tæplega fimm hundruð milljónir. Á þessum fimm árum hefur líka farið fram mikil endurskipulagning á öllu afreksstarfi ÍSÍ og allra sérsambandanna. Og það var mjög víðtækt samstarf um hvernig þetta skyldi vera gert,“ sagði Þráinn. Klippa: Þráinn um stöðuna á afreksíþróttum á Íslandi „Það starf sem er búið að byggja upp og skipuleggja er kannski ekki enn farið að skila því sem það ætti að skila í framtíðinni. Ég tel að við þurfum að gefa okkur aðeins meiri tíma til að athuga hvort þetta kerfi sem er búið að byggja upp virkar. En klárlega eru nokkur atriði sem þarf að lagfæra og bæta.“ Koma þarf á launasjóði íþróttamanna Þráinn segir að íslenskt íþróttafólk í fremstu röð og þjálfarar þess þurfi að geta haft íþróttina að atvinnu til að ná hámarksárangri. „Við þurfum að koma á launasjóði íþróttamanna þar sem þeir geta verið atvinnumenn þegar þeir eru komnir á ákveðið stig. Það er í burðarliðnum. Einn pottur sem er svo brotinn er með þjálfarana í einstaklingsíþróttunum,“ sagði Þráinn. „Þeir þurfa að vera líka að vera atvinnumenn við það að þjálfa afreksmenn. Þeir eru störfum hlaðnir. Ef þeir eru atvinnumenn á annað borð eða þjálfa afreksmenn eru þeir kannski líka að þjálfa marga aðra flokka. Og ef þeir eru ekki í þeirri stöðu eru þeir í vinnu úti í bæ. Þetta mun aldrei ganga til lengdar. Þjálfararnir verða að vera atvinnumenn eins og afreksmennirnir.“ Búið að leggja grunninn að afreksmiðstöð Hann segir að vinna við afreksmiðstöð íslenskra íþrótta hafi verið komin vel á veg áður en kórónuveirufaraldurinn skall á og leitin að framkvæmdastjóra hafi verið hafin. „Ég er alveg sammála við þurfum miðlægt, öflugt apparat þar sem þjálfunarfræðin, sálfræðin, næringarfræðin, mælingarnar, endurheimtarpælingar og allt í sambandi við afreksmennskuna þarf að koma saman og íþróttafólkið geti notið þeirra fríðinda að geta haft atvinnumenn á hverju sviði fyrir sig til að leita til og vinna með,“ sagði Þráinn. Hann bendir á að erfiðara sé að komast inn á Ólympíuleikana en áður, til dæmis í frjálsum íþróttum. Lágmörkin séu hærri og færri sæti í boði. „Árið 2004 voru lágmörkin þannig að við hefðum verið með fimm karla í frjálsum en enginn náði lágmarki núna,“ sagði Þráinn. Allt viðtalið við Þráin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn ÍSÍ Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sjá meira
„Það voru vonbrigði með þá sem við ætluðum til mest af eins og Guðna [Val Guðnasyni] og Antoni [Sveini McKee]. Þeir voru langt frá því að gera eins og við vonuðumst til og mikil vonbrigði með það. Með hina keppendurna gerðu þeir það sem við bjuggumst við og ekkert upp á þau að klaga þannig séð,“ sagði Þráinn í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson í Sportpakkanum. Hann telur að pressan sem fylgir þátttöku á Ólympíuleikunum hafi haft áhrif á þá Guðna Val og Anton Svein. „Ég hef grun um að báðir hafi ekki þolað pressuna af því að keppa á Ólympíuleikunum. Ég þekki það samt ekki nógu vel en það er ekkert sambærilegt að keppa á Ólympíuleikum og öðrum mótum. Pressan er miklu, miklu meiri. Mér fannst á báðum að það væri fyrst og fremst það sem þeir væru að kikna undan,“ sagði Þráinn. Kerfið ekki enn farið að virka Eftir rýra uppskeru á Ólympíuleikum hefur umræða skapast um það umhverfi sem íslenskt íþróttafólk býr við. Þráin segir umræðuna þarfa en breytingarnar sem hafi verið gerðar á afreksstarfinu eigi kannski enn eftir að bera ávöxt. „Ég er mjög ánægður með að þessi umræða hafi farið af stað en það verður að taka tillit til þess að margt hefur gerst á síðustu fimm árum. Fyrir fimm árum var afrekssjóðurinn sjötíu milljónir, nú er hann tæplega fimm hundruð milljónir. Á þessum fimm árum hefur líka farið fram mikil endurskipulagning á öllu afreksstarfi ÍSÍ og allra sérsambandanna. Og það var mjög víðtækt samstarf um hvernig þetta skyldi vera gert,“ sagði Þráinn. Klippa: Þráinn um stöðuna á afreksíþróttum á Íslandi „Það starf sem er búið að byggja upp og skipuleggja er kannski ekki enn farið að skila því sem það ætti að skila í framtíðinni. Ég tel að við þurfum að gefa okkur aðeins meiri tíma til að athuga hvort þetta kerfi sem er búið að byggja upp virkar. En klárlega eru nokkur atriði sem þarf að lagfæra og bæta.“ Koma þarf á launasjóði íþróttamanna Þráinn segir að íslenskt íþróttafólk í fremstu röð og þjálfarar þess þurfi að geta haft íþróttina að atvinnu til að ná hámarksárangri. „Við þurfum að koma á launasjóði íþróttamanna þar sem þeir geta verið atvinnumenn þegar þeir eru komnir á ákveðið stig. Það er í burðarliðnum. Einn pottur sem er svo brotinn er með þjálfarana í einstaklingsíþróttunum,“ sagði Þráinn. „Þeir þurfa að vera líka að vera atvinnumenn við það að þjálfa afreksmenn. Þeir eru störfum hlaðnir. Ef þeir eru atvinnumenn á annað borð eða þjálfa afreksmenn eru þeir kannski líka að þjálfa marga aðra flokka. Og ef þeir eru ekki í þeirri stöðu eru þeir í vinnu úti í bæ. Þetta mun aldrei ganga til lengdar. Þjálfararnir verða að vera atvinnumenn eins og afreksmennirnir.“ Búið að leggja grunninn að afreksmiðstöð Hann segir að vinna við afreksmiðstöð íslenskra íþrótta hafi verið komin vel á veg áður en kórónuveirufaraldurinn skall á og leitin að framkvæmdastjóra hafi verið hafin. „Ég er alveg sammála við þurfum miðlægt, öflugt apparat þar sem þjálfunarfræðin, sálfræðin, næringarfræðin, mælingarnar, endurheimtarpælingar og allt í sambandi við afreksmennskuna þarf að koma saman og íþróttafólkið geti notið þeirra fríðinda að geta haft atvinnumenn á hverju sviði fyrir sig til að leita til og vinna með,“ sagði Þráinn. Hann bendir á að erfiðara sé að komast inn á Ólympíuleikana en áður, til dæmis í frjálsum íþróttum. Lágmörkin séu hærri og færri sæti í boði. „Árið 2004 voru lágmörkin þannig að við hefðum verið með fimm karla í frjálsum en enginn náði lágmarki núna,“ sagði Þráinn. Allt viðtalið við Þráin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn ÍSÍ Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sjá meira