Hugur í BKG á heimsleikunum í CrossFit: Svekktur að fá ekki forystutreyjuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 11:30 Björgvin Karl Guðmundsson er að byrja vel á heimsleikunum í ár. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er aðeins fimmtán stigum frá efsta manni eftir fyrsta daginn á heimsleikunum í CrossFit en keppni heldur áfram í dag eftir hvíldardag í gær. Björgvin Karl er með 307 stig en í forystunni er Kanadamaðurinn Brent Fikowski með 322 stig. Bandaríkjamaðurinn Justin Medeiros (313 stig) og Finninn Jonne Koski (310 stig) eru síðan bara rétt á undan okkar manni. Eftir mjög erfiðan fyrsta dag með fjórum krefjandi greinum fengu keppendur að safna orku í gær. Björgvin Karl notaði líka tækifærið og gerði upp fyrsta daginn í pistli á Instagram síðu sinni. „Ég vil byrja á að segja það að ég áttaði mig ekki á því hversu mikið ég hafði saknað þess að keppa við menn á staðnum,“ skrifaði Björgvin Karl en undanfarin ár hefur öll hans keppni í CrossFit farið í gegnum netið. „Þetta er búinn að vera svo langur tími að maður hafði bara gleymt því hversu mikla orku maður fær á áhorfendum og hversu gott er að geta borið sig saman við keppendurna í kringum mann. Ég elskaði það að keppa á þessum fyrsta degi,“ skrifaði Björgvin Karl og hann fór síðan yfir þessar fjórar fyrstu greinar eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl var ánægður með að ná sjötta sætinu í fyrstu greininni. „Ég syndi mikið og naut þess að synda í vatninu og þetta var grein sem ég hlakkaði til að keppa í. Kajakinn líka. Ég er fæddur á Stokkseyri og þar er algengt að vera á kajak. Þetta voru því ekki mín fyrstu kynni af kajak,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann var líka ánægður með að ná níunda sætinu í grein númer tvö. Björgvin vann sinn riðil í þriðju greininni sem var 550 metra sprettur en endaði áttundi samanlagt. Það er hugur í Björgvini sem ætlar sér mikið á þessum leikum nú þegar fimmfaldur heimsmeistari Matt Fraser hefur lagt skóna á hilluna. Björgvini fannst að hann hefði átt að fá forystutreyjuna eftir þriðju grein þar sem hann komst þá í efsta sætið. „Ég vil byrja á því að segja hversu ömurlegt það er að ég fékk ekki forystutreyjuna fyrir fjórðu greinina því ég hafði unnið fyrir henni. Fjórða greinin var samt leiðinlegasta greinin mín á þessum fyrsta degi en ég reyndi að gera mitt besta sem og ég gerði,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann endaði í tólfta sæti í grein fjögur og var því fjórði eftir fyrsta daginn. Keppni á heimsleikunum heldur áfram í dag og verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi. CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
Björgvin Karl er með 307 stig en í forystunni er Kanadamaðurinn Brent Fikowski með 322 stig. Bandaríkjamaðurinn Justin Medeiros (313 stig) og Finninn Jonne Koski (310 stig) eru síðan bara rétt á undan okkar manni. Eftir mjög erfiðan fyrsta dag með fjórum krefjandi greinum fengu keppendur að safna orku í gær. Björgvin Karl notaði líka tækifærið og gerði upp fyrsta daginn í pistli á Instagram síðu sinni. „Ég vil byrja á að segja það að ég áttaði mig ekki á því hversu mikið ég hafði saknað þess að keppa við menn á staðnum,“ skrifaði Björgvin Karl en undanfarin ár hefur öll hans keppni í CrossFit farið í gegnum netið. „Þetta er búinn að vera svo langur tími að maður hafði bara gleymt því hversu mikla orku maður fær á áhorfendum og hversu gott er að geta borið sig saman við keppendurna í kringum mann. Ég elskaði það að keppa á þessum fyrsta degi,“ skrifaði Björgvin Karl og hann fór síðan yfir þessar fjórar fyrstu greinar eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl var ánægður með að ná sjötta sætinu í fyrstu greininni. „Ég syndi mikið og naut þess að synda í vatninu og þetta var grein sem ég hlakkaði til að keppa í. Kajakinn líka. Ég er fæddur á Stokkseyri og þar er algengt að vera á kajak. Þetta voru því ekki mín fyrstu kynni af kajak,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann var líka ánægður með að ná níunda sætinu í grein númer tvö. Björgvin vann sinn riðil í þriðju greininni sem var 550 metra sprettur en endaði áttundi samanlagt. Það er hugur í Björgvini sem ætlar sér mikið á þessum leikum nú þegar fimmfaldur heimsmeistari Matt Fraser hefur lagt skóna á hilluna. Björgvini fannst að hann hefði átt að fá forystutreyjuna eftir þriðju grein þar sem hann komst þá í efsta sætið. „Ég vil byrja á því að segja hversu ömurlegt það er að ég fékk ekki forystutreyjuna fyrir fjórðu greinina því ég hafði unnið fyrir henni. Fjórða greinin var samt leiðinlegasta greinin mín á þessum fyrsta degi en ég reyndi að gera mitt besta sem og ég gerði,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann endaði í tólfta sæti í grein fjögur og var því fjórði eftir fyrsta daginn. Keppni á heimsleikunum heldur áfram í dag og verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi.
CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira