Eiginmaður Köru sagði frá stóra leyndarmáli hennar á þessum heimsleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 09:30 Kara Saunders og tveggja ára dóttir hennar Scotti. Instagram/@karasaundo Ástralska CrossFit konan Kara Saunders hefur ekki verið lík sjálfri sér í fyrstu greinum heimsleikanna. Hún vildi ekki segja opinberlega hvað væri að angra hana en eiginmaðurinn hennar sagði síðan frá leyndarmálinu. Kara Saunders þótti líkleg til afreka á heimsleikunum í ár en eftir fjórar fyrstu greinarnar þá situr hún í 34. sæti af þeim 36. keppendum sem eru að keppa í kvennaflokki á leikunum. Þetta er ekki sú Kara sem við erum vön að sjá. Hún náði tuttugasta sætinu í fyrstu greininni en var síðan frá 29. til 36. sæti í hinum þremur. Nú er skýringin komin á þessu slæma gengi áströlsku stjörnunnar. „Kara mun aldrei nota þetta sem afsökun en ég hélt að það væri best að ég léti fólk vita,“ byrjaði Matt Saunders pistilinn um byrjun eiginkonunnar á þessum heimsleikum. „Kara fékk kórónuveiruna í ferðalaginu á leiðinni til Bandaríkjanna. Hún var ekki með mikil einkenni og hélt fyrst að hún væri bara með flugþreytu. Hún losnaði hins vegar ekki við flugþreytuna og höfuðverkinn og ákvað því að fara í próf. Það kom jákvætt til baka,“ skrifaði Matt. View this post on Instagram A post shared by Matt Saunders (@mattsaund0) Kara fór þá í einangrun. Einkennin fóru að birtast þrettán dögum fyrir heimsleikanna og hún fékk því að keppa á heimsleikunum. Hún fór í próf og af því að það kom neikvætt til baka þá mátti hún keppa. Vandamálið var að kórónuveiran hafði farið illa með öndunarfærin. „Áður en hún byrjaði þá var hún að glíma við eftirmála frá komu veirunnar og þá aðallega í lungunum. Hún gat aðeins nýtt tíu prósent af lungunum. Hún hélt áfram að keppa á þessum fyrsta degi eins vel og hún gat. Hún gat tekið svona tíu prósent á því áður en hún þurfti að stoppa til að koma súrefni í lungun,“ skrifaði Matt Saunders en það má sjá allan pistil hans hér fyrir ofan. „Henni leið verr og verr eftir því sem leið á daginn en eins og sönn móðir þá hélt hún áfram að berjast. Hún ætlar að sjá til hvernig hún kemur út úr þessum fyrsta degi og reyna sitt besta að halda áfram svo framarlega sem hún tekur ekki áhættu með heilsu sína,“ skrifaði Matt og hann beindi síðan orðum sínum til Köru sinnar. „Þú ert lifandi ímynd stríðsmannsins, gefst aldrei upp hvað sem á gengur. Við erum svo stolt af þér. Takk fyrir að vera svona frábær fyrirmynd fyrir Scotti. Við elskum þig,“ skrifaði Matt Saunders. Heimsleikarnir halda áfram í dag og verður hægt að fylgjast með þeim í beinni hér á Vísi. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist átti „undraverðan“ dag og Katrín Tanja ekkert nema bros Íslensku CrossFit konurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir voru báðar ánægðar með fyrsta daginn sinn á heimsleikunum í CrossFit en þær fá nú tækifæri til að safna orku í dag eftir að hafa klárað fjórar greinar í gær. 29. júlí 2021 12:00 Svona var fyrsti dagurinn á heimsleikunum í CrossFit Ísland á fjóra flotta fulltrúa í einstaklingskeppni karla og kvenna á heimsleikunum í CrossFit og fyrsti keppnisdagur af fjórum var í gær. 29. júlí 2021 08:54 Mömmurnar Anníe Mist og Kara báðar barnlausar á heimsleikunum í CrossFit Tvær af reyndustu keppendunum á heimsleikunum í CrossFit eru að kynnast nýrri tilfinningu í Madison í ár þar sem heimsmeistaramótið hefst á miðvikudaginn kemur. 26. júlí 2021 08:30 Skildi dótturina eftir til að geta keppt á heimsleikunum: Grætur á hverjum degi Kara Saunders er mjög sterk fyrirmynd fyrir allar íþróttamömmur heimsins en þessi frábæra CrossFit kona reynir það á eigin skinni að það getur verið mjög erfitt fyrir keppniskonu í fremstu röð að eiga á sama tíma lítið barn. 2. júlí 2021 08:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Kara Saunders þótti líkleg til afreka á heimsleikunum í ár en eftir fjórar fyrstu greinarnar þá situr hún í 34. sæti af þeim 36. keppendum sem eru að keppa í kvennaflokki á leikunum. Þetta er ekki sú Kara sem við erum vön að sjá. Hún náði tuttugasta sætinu í fyrstu greininni en var síðan frá 29. til 36. sæti í hinum þremur. Nú er skýringin komin á þessu slæma gengi áströlsku stjörnunnar. „Kara mun aldrei nota þetta sem afsökun en ég hélt að það væri best að ég léti fólk vita,“ byrjaði Matt Saunders pistilinn um byrjun eiginkonunnar á þessum heimsleikum. „Kara fékk kórónuveiruna í ferðalaginu á leiðinni til Bandaríkjanna. Hún var ekki með mikil einkenni og hélt fyrst að hún væri bara með flugþreytu. Hún losnaði hins vegar ekki við flugþreytuna og höfuðverkinn og ákvað því að fara í próf. Það kom jákvætt til baka,“ skrifaði Matt. View this post on Instagram A post shared by Matt Saunders (@mattsaund0) Kara fór þá í einangrun. Einkennin fóru að birtast þrettán dögum fyrir heimsleikanna og hún fékk því að keppa á heimsleikunum. Hún fór í próf og af því að það kom neikvætt til baka þá mátti hún keppa. Vandamálið var að kórónuveiran hafði farið illa með öndunarfærin. „Áður en hún byrjaði þá var hún að glíma við eftirmála frá komu veirunnar og þá aðallega í lungunum. Hún gat aðeins nýtt tíu prósent af lungunum. Hún hélt áfram að keppa á þessum fyrsta degi eins vel og hún gat. Hún gat tekið svona tíu prósent á því áður en hún þurfti að stoppa til að koma súrefni í lungun,“ skrifaði Matt Saunders en það má sjá allan pistil hans hér fyrir ofan. „Henni leið verr og verr eftir því sem leið á daginn en eins og sönn móðir þá hélt hún áfram að berjast. Hún ætlar að sjá til hvernig hún kemur út úr þessum fyrsta degi og reyna sitt besta að halda áfram svo framarlega sem hún tekur ekki áhættu með heilsu sína,“ skrifaði Matt og hann beindi síðan orðum sínum til Köru sinnar. „Þú ert lifandi ímynd stríðsmannsins, gefst aldrei upp hvað sem á gengur. Við erum svo stolt af þér. Takk fyrir að vera svona frábær fyrirmynd fyrir Scotti. Við elskum þig,“ skrifaði Matt Saunders. Heimsleikarnir halda áfram í dag og verður hægt að fylgjast með þeim í beinni hér á Vísi. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo)
CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist átti „undraverðan“ dag og Katrín Tanja ekkert nema bros Íslensku CrossFit konurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir voru báðar ánægðar með fyrsta daginn sinn á heimsleikunum í CrossFit en þær fá nú tækifæri til að safna orku í dag eftir að hafa klárað fjórar greinar í gær. 29. júlí 2021 12:00 Svona var fyrsti dagurinn á heimsleikunum í CrossFit Ísland á fjóra flotta fulltrúa í einstaklingskeppni karla og kvenna á heimsleikunum í CrossFit og fyrsti keppnisdagur af fjórum var í gær. 29. júlí 2021 08:54 Mömmurnar Anníe Mist og Kara báðar barnlausar á heimsleikunum í CrossFit Tvær af reyndustu keppendunum á heimsleikunum í CrossFit eru að kynnast nýrri tilfinningu í Madison í ár þar sem heimsmeistaramótið hefst á miðvikudaginn kemur. 26. júlí 2021 08:30 Skildi dótturina eftir til að geta keppt á heimsleikunum: Grætur á hverjum degi Kara Saunders er mjög sterk fyrirmynd fyrir allar íþróttamömmur heimsins en þessi frábæra CrossFit kona reynir það á eigin skinni að það getur verið mjög erfitt fyrir keppniskonu í fremstu röð að eiga á sama tíma lítið barn. 2. júlí 2021 08:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Anníe Mist átti „undraverðan“ dag og Katrín Tanja ekkert nema bros Íslensku CrossFit konurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir voru báðar ánægðar með fyrsta daginn sinn á heimsleikunum í CrossFit en þær fá nú tækifæri til að safna orku í dag eftir að hafa klárað fjórar greinar í gær. 29. júlí 2021 12:00
Svona var fyrsti dagurinn á heimsleikunum í CrossFit Ísland á fjóra flotta fulltrúa í einstaklingskeppni karla og kvenna á heimsleikunum í CrossFit og fyrsti keppnisdagur af fjórum var í gær. 29. júlí 2021 08:54
Mömmurnar Anníe Mist og Kara báðar barnlausar á heimsleikunum í CrossFit Tvær af reyndustu keppendunum á heimsleikunum í CrossFit eru að kynnast nýrri tilfinningu í Madison í ár þar sem heimsmeistaramótið hefst á miðvikudaginn kemur. 26. júlí 2021 08:30
Skildi dótturina eftir til að geta keppt á heimsleikunum: Grætur á hverjum degi Kara Saunders er mjög sterk fyrirmynd fyrir allar íþróttamömmur heimsins en þessi frábæra CrossFit kona reynir það á eigin skinni að það getur verið mjög erfitt fyrir keppniskonu í fremstu röð að eiga á sama tíma lítið barn. 2. júlí 2021 08:30