Var stressuð að byrja elleftu heimsleikana: „Snýst jafnmikið um andlega þáttinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir fékk að hvíla sig í gær en keppnin á heimsleikunum heldur síðan áfram í dag. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir fer ekki felur með neitt. Hún viðurkennir að hafa verið stressuð fyrir fyrsta daginn á heimsleikunum og það þótt hún væri reyndasti keppandinn á svæðinu og mætt á sína elleftu heimsleika á ferlinum. „Ég var stressuð fyrir keppnina í gær. Það hafði liðið langur tími síðan ég steig út á keppnisgólfið síðast Ég vissi ekki alveg hvar ég stæði gagnvart hinum stelpunum og öðruvísi aðdragandi að heimsleikunum í ár þýddi að efinn var meiri sem og óttinn að vera ekki nógu góð,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína í gær þegar keppendur fengu frídag til að safna kröftum eftir mjög viðburðaríkan miðvikudag. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Ég sagði sjálfri mér þetta: Anníe, þú hefur lagt allt þetta á þig í tólf mánuði og nú áttu það skilið að sýna það og sanna á keppnisgólfinu,“ skrifaði Anníe. „Dagur eitt er baki og ég er mjög stolt af frammistöðunni og það sem ég lagði í keppnina. Ég skildi ekkert eftir á tanknum í fyrstu, annarri og fjórðu greininni. Í þriðju greininni var lítill api mættur inn í hausinn á mér. Ég sagði sjálfri mér: Ég veit ekki hversu hratt ég kemst og hinar eru örugglega miklu fljótari en ég af því að ég hef ekki hlaupið það mikið. Ég vil bara ekki vera síðust,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Á þessu stigi í þessari keppni þá máttu alls ekki efast um hæfileika þína. Þú verður að gefa allt til að finna þröskuldinn þinn og ef hjólin detta af þá verður þú bara að gera þitt besta með það sem þú átt eftir,“ skrifaði Anníe. „Heimsleikarnir í CrossFit snúast alveg jafnmikið um það andlega og það líkamlega. Ég vildi bara gefa ykkur smá innsýn í það sem maður lendir í jafnvel þótt að þetta séu mínir elleftu heimsleikar,“ skrifaði Anníe. „Enginn efi lengur og engar afsakanir. Ég ætla bara að keyra á þetta og njóta þess í leiðinni,“ skrifaði Anníe Mist að lokum eins og sjá má hér fyrir ofan. Heimsleikarnir halda áfram í dag og verður hægt að fylgjast með þeim í beinni hér á Vísi. CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Sjá meira
„Ég var stressuð fyrir keppnina í gær. Það hafði liðið langur tími síðan ég steig út á keppnisgólfið síðast Ég vissi ekki alveg hvar ég stæði gagnvart hinum stelpunum og öðruvísi aðdragandi að heimsleikunum í ár þýddi að efinn var meiri sem og óttinn að vera ekki nógu góð,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína í gær þegar keppendur fengu frídag til að safna kröftum eftir mjög viðburðaríkan miðvikudag. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Ég sagði sjálfri mér þetta: Anníe, þú hefur lagt allt þetta á þig í tólf mánuði og nú áttu það skilið að sýna það og sanna á keppnisgólfinu,“ skrifaði Anníe. „Dagur eitt er baki og ég er mjög stolt af frammistöðunni og það sem ég lagði í keppnina. Ég skildi ekkert eftir á tanknum í fyrstu, annarri og fjórðu greininni. Í þriðju greininni var lítill api mættur inn í hausinn á mér. Ég sagði sjálfri mér: Ég veit ekki hversu hratt ég kemst og hinar eru örugglega miklu fljótari en ég af því að ég hef ekki hlaupið það mikið. Ég vil bara ekki vera síðust,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Á þessu stigi í þessari keppni þá máttu alls ekki efast um hæfileika þína. Þú verður að gefa allt til að finna þröskuldinn þinn og ef hjólin detta af þá verður þú bara að gera þitt besta með það sem þú átt eftir,“ skrifaði Anníe. „Heimsleikarnir í CrossFit snúast alveg jafnmikið um það andlega og það líkamlega. Ég vildi bara gefa ykkur smá innsýn í það sem maður lendir í jafnvel þótt að þetta séu mínir elleftu heimsleikar,“ skrifaði Anníe. „Enginn efi lengur og engar afsakanir. Ég ætla bara að keyra á þetta og njóta þess í leiðinni,“ skrifaði Anníe Mist að lokum eins og sjá má hér fyrir ofan. Heimsleikarnir halda áfram í dag og verður hægt að fylgjast með þeim í beinni hér á Vísi.
CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Sjá meira