Að sögn sjónarvottar sem ræddi við fólkið á vettvangi hafði maðurinn sofnað undir stýri en þau voru á leið úr Drangey að keyra vestur til Blönduóss. Maðurinn virtist ómeiddur en hann gat gengið en konan fór af vettvangi með sjúkrabíl.
Sjónvarvottur segir í samtali við fréttastofu að engin töf hafi orðið á umferð. Nokkrir bílstjórar hafi keyrt út í kant og komið fólkinu til aðstoðar en viðbragðsaðilar hafi svo komið stuttu síðar.
Ekki náðist tal af viðbragðsaðilum við vinnslu fréttarinnar.