Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2021 17:36 Rebekka Ósk Sváfnisdóttir var í 53 sólarhringa á blæðingum en þær hófust daginn eftir að hún fór í seinni bólusetningu. Vísir/Getty Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. Á þeim tíu dögum sem liðið hafa frá því að Rebekka stofnaði hópinn, Tíðahringur bólusettra kvenna gegn C19, sem er lokaður og aðeins ætlaður konum sem fundið hafa fyrir svona aukaverkunum, hafa 690 bæst í hópinn. Þá á Rebekka enn eftir að samþykkja 70 konur sem óskað hafa eftir því að vera bætt í hópinn. Rebekka tilkynnti sjálf eigin aukaverkanir um miðjan mánuð til Lyfjastofnunar og hafa nú alls 270 tilkynningar borist Lyfjastofnun um röskun á tíðarhring í kjölfar bólusetningar, sem Fréttablaðið greindi frá í dag. „Ég hvatti til þess inni í hópnum að allar konur myndu gera það sama. Svo ákváðum við að tilkynna til Landlæknis líka. Ég beið með það í nokkra daga og ákvað að stofna undirskriftalista til að senda með og fá sögur kvenna, hvað er það helsta sem er að gerast hjá þeim,“ sagði Rebekka í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Undirskriftalistann sendi hún til Landlæknis í gærkvöldi, með fjölda reynslusaga kvenna sem fundið hafa fyrir þessum aukaverkunum. Ein ólétt sem hefur verið á blæðingum í þrjá mánuði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði í samtali við mbl.is í morgun að áhugi sé fyrir því á Norðurlöndunum að skoða þessar aukaverkanir betur. Embættið sé meðvitað um þessar aukaverkanir en gat hún ekki svarað því hvort breytingar á tíðarhring í kjölfar bólusetningar gætu haft áhrif til lengri tíma. „Það er akkúrat það sem við vorum að óska eftir að þetta yrði skoðað,“ segir Rebekka. Reynsla kvennanna í Facebook-hópnum af aukaverkununum er mjög misjöfn. Sumar konur lýsa því að hafa verið á blæðingum svo mánuðum skiptir. Aðrar hafa ekki farið á blæðingar í fimm mánuði og dæmi eru um það að konur sem eru að ganga í gegn um breytingaskeiðið hafi fengið tíðir á ný. „Flestar hafa verki í móðurlífi, brjóstaspennu og þreytu og almenn óléttu-einkenni. Flestar eru að glíma við það,“ segir Rebekka. „Það er ólétt kona í hópnum sem fór í bólusetningu og hefur blætt í þrjá mánuði. Hún er undir læknishöndum þannig að við óskum henni góðs gengis bara. Það eru konur sem hafa misst brjóstamjólk, aðrar sem tala um óeðlileg útbrot og ofsakláða, merjast auðveldlega,“ segir Rebekka. Hún kallar eftir því að þessar aukaverkanir verði rannsakaðar í ljósi þess að svo margar konur hafi fundið fyrir breytingum á tíðarhring í kjölfar bólusetningar. „Þótt þetta séu ekki allar alveg eins sögur þá eiga þær allar við okkar æxlunarfæri. Það ber að rannsaka að mínu mati.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Rebekku í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31 Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. 24. júní 2021 23:37 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Á þeim tíu dögum sem liðið hafa frá því að Rebekka stofnaði hópinn, Tíðahringur bólusettra kvenna gegn C19, sem er lokaður og aðeins ætlaður konum sem fundið hafa fyrir svona aukaverkunum, hafa 690 bæst í hópinn. Þá á Rebekka enn eftir að samþykkja 70 konur sem óskað hafa eftir því að vera bætt í hópinn. Rebekka tilkynnti sjálf eigin aukaverkanir um miðjan mánuð til Lyfjastofnunar og hafa nú alls 270 tilkynningar borist Lyfjastofnun um röskun á tíðarhring í kjölfar bólusetningar, sem Fréttablaðið greindi frá í dag. „Ég hvatti til þess inni í hópnum að allar konur myndu gera það sama. Svo ákváðum við að tilkynna til Landlæknis líka. Ég beið með það í nokkra daga og ákvað að stofna undirskriftalista til að senda með og fá sögur kvenna, hvað er það helsta sem er að gerast hjá þeim,“ sagði Rebekka í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Undirskriftalistann sendi hún til Landlæknis í gærkvöldi, með fjölda reynslusaga kvenna sem fundið hafa fyrir þessum aukaverkunum. Ein ólétt sem hefur verið á blæðingum í þrjá mánuði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði í samtali við mbl.is í morgun að áhugi sé fyrir því á Norðurlöndunum að skoða þessar aukaverkanir betur. Embættið sé meðvitað um þessar aukaverkanir en gat hún ekki svarað því hvort breytingar á tíðarhring í kjölfar bólusetningar gætu haft áhrif til lengri tíma. „Það er akkúrat það sem við vorum að óska eftir að þetta yrði skoðað,“ segir Rebekka. Reynsla kvennanna í Facebook-hópnum af aukaverkununum er mjög misjöfn. Sumar konur lýsa því að hafa verið á blæðingum svo mánuðum skiptir. Aðrar hafa ekki farið á blæðingar í fimm mánuði og dæmi eru um það að konur sem eru að ganga í gegn um breytingaskeiðið hafi fengið tíðir á ný. „Flestar hafa verki í móðurlífi, brjóstaspennu og þreytu og almenn óléttu-einkenni. Flestar eru að glíma við það,“ segir Rebekka. „Það er ólétt kona í hópnum sem fór í bólusetningu og hefur blætt í þrjá mánuði. Hún er undir læknishöndum þannig að við óskum henni góðs gengis bara. Það eru konur sem hafa misst brjóstamjólk, aðrar sem tala um óeðlileg útbrot og ofsakláða, merjast auðveldlega,“ segir Rebekka. Hún kallar eftir því að þessar aukaverkanir verði rannsakaðar í ljósi þess að svo margar konur hafi fundið fyrir breytingum á tíðarhring í kjölfar bólusetningar. „Þótt þetta séu ekki allar alveg eins sögur þá eiga þær allar við okkar æxlunarfæri. Það ber að rannsaka að mínu mati.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Rebekku í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31 Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. 24. júní 2021 23:37 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31
Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. 24. júní 2021 23:37