Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2021 17:36 Rebekka Ósk Sváfnisdóttir var í 53 sólarhringa á blæðingum en þær hófust daginn eftir að hún fór í seinni bólusetningu. Vísir/Getty Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. Á þeim tíu dögum sem liðið hafa frá því að Rebekka stofnaði hópinn, Tíðahringur bólusettra kvenna gegn C19, sem er lokaður og aðeins ætlaður konum sem fundið hafa fyrir svona aukaverkunum, hafa 690 bæst í hópinn. Þá á Rebekka enn eftir að samþykkja 70 konur sem óskað hafa eftir því að vera bætt í hópinn. Rebekka tilkynnti sjálf eigin aukaverkanir um miðjan mánuð til Lyfjastofnunar og hafa nú alls 270 tilkynningar borist Lyfjastofnun um röskun á tíðarhring í kjölfar bólusetningar, sem Fréttablaðið greindi frá í dag. „Ég hvatti til þess inni í hópnum að allar konur myndu gera það sama. Svo ákváðum við að tilkynna til Landlæknis líka. Ég beið með það í nokkra daga og ákvað að stofna undirskriftalista til að senda með og fá sögur kvenna, hvað er það helsta sem er að gerast hjá þeim,“ sagði Rebekka í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Undirskriftalistann sendi hún til Landlæknis í gærkvöldi, með fjölda reynslusaga kvenna sem fundið hafa fyrir þessum aukaverkunum. Ein ólétt sem hefur verið á blæðingum í þrjá mánuði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði í samtali við mbl.is í morgun að áhugi sé fyrir því á Norðurlöndunum að skoða þessar aukaverkanir betur. Embættið sé meðvitað um þessar aukaverkanir en gat hún ekki svarað því hvort breytingar á tíðarhring í kjölfar bólusetningar gætu haft áhrif til lengri tíma. „Það er akkúrat það sem við vorum að óska eftir að þetta yrði skoðað,“ segir Rebekka. Reynsla kvennanna í Facebook-hópnum af aukaverkununum er mjög misjöfn. Sumar konur lýsa því að hafa verið á blæðingum svo mánuðum skiptir. Aðrar hafa ekki farið á blæðingar í fimm mánuði og dæmi eru um það að konur sem eru að ganga í gegn um breytingaskeiðið hafi fengið tíðir á ný. „Flestar hafa verki í móðurlífi, brjóstaspennu og þreytu og almenn óléttu-einkenni. Flestar eru að glíma við það,“ segir Rebekka. „Það er ólétt kona í hópnum sem fór í bólusetningu og hefur blætt í þrjá mánuði. Hún er undir læknishöndum þannig að við óskum henni góðs gengis bara. Það eru konur sem hafa misst brjóstamjólk, aðrar sem tala um óeðlileg útbrot og ofsakláða, merjast auðveldlega,“ segir Rebekka. Hún kallar eftir því að þessar aukaverkanir verði rannsakaðar í ljósi þess að svo margar konur hafi fundið fyrir breytingum á tíðarhring í kjölfar bólusetningar. „Þótt þetta séu ekki allar alveg eins sögur þá eiga þær allar við okkar æxlunarfæri. Það ber að rannsaka að mínu mati.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Rebekku í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31 Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. 24. júní 2021 23:37 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Á þeim tíu dögum sem liðið hafa frá því að Rebekka stofnaði hópinn, Tíðahringur bólusettra kvenna gegn C19, sem er lokaður og aðeins ætlaður konum sem fundið hafa fyrir svona aukaverkunum, hafa 690 bæst í hópinn. Þá á Rebekka enn eftir að samþykkja 70 konur sem óskað hafa eftir því að vera bætt í hópinn. Rebekka tilkynnti sjálf eigin aukaverkanir um miðjan mánuð til Lyfjastofnunar og hafa nú alls 270 tilkynningar borist Lyfjastofnun um röskun á tíðarhring í kjölfar bólusetningar, sem Fréttablaðið greindi frá í dag. „Ég hvatti til þess inni í hópnum að allar konur myndu gera það sama. Svo ákváðum við að tilkynna til Landlæknis líka. Ég beið með það í nokkra daga og ákvað að stofna undirskriftalista til að senda með og fá sögur kvenna, hvað er það helsta sem er að gerast hjá þeim,“ sagði Rebekka í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Undirskriftalistann sendi hún til Landlæknis í gærkvöldi, með fjölda reynslusaga kvenna sem fundið hafa fyrir þessum aukaverkunum. Ein ólétt sem hefur verið á blæðingum í þrjá mánuði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði í samtali við mbl.is í morgun að áhugi sé fyrir því á Norðurlöndunum að skoða þessar aukaverkanir betur. Embættið sé meðvitað um þessar aukaverkanir en gat hún ekki svarað því hvort breytingar á tíðarhring í kjölfar bólusetningar gætu haft áhrif til lengri tíma. „Það er akkúrat það sem við vorum að óska eftir að þetta yrði skoðað,“ segir Rebekka. Reynsla kvennanna í Facebook-hópnum af aukaverkununum er mjög misjöfn. Sumar konur lýsa því að hafa verið á blæðingum svo mánuðum skiptir. Aðrar hafa ekki farið á blæðingar í fimm mánuði og dæmi eru um það að konur sem eru að ganga í gegn um breytingaskeiðið hafi fengið tíðir á ný. „Flestar hafa verki í móðurlífi, brjóstaspennu og þreytu og almenn óléttu-einkenni. Flestar eru að glíma við það,“ segir Rebekka. „Það er ólétt kona í hópnum sem fór í bólusetningu og hefur blætt í þrjá mánuði. Hún er undir læknishöndum þannig að við óskum henni góðs gengis bara. Það eru konur sem hafa misst brjóstamjólk, aðrar sem tala um óeðlileg útbrot og ofsakláða, merjast auðveldlega,“ segir Rebekka. Hún kallar eftir því að þessar aukaverkanir verði rannsakaðar í ljósi þess að svo margar konur hafi fundið fyrir breytingum á tíðarhring í kjölfar bólusetningar. „Þótt þetta séu ekki allar alveg eins sögur þá eiga þær allar við okkar æxlunarfæri. Það ber að rannsaka að mínu mati.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Rebekku í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31 Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. 24. júní 2021 23:37 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31
Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. 24. júní 2021 23:37