Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu Eiður Þór Árnason skrifar 29. júlí 2021 11:09 Ákveðið hefur verið að rýma smitsjúkdómadeild Landspítala og breyta henni í Covid-deild, líkt og gert hefur verið áður í faraldrinum. Vísir/Vilhelm Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. Sjúklingarnir á gjörgæsludeild eru ekki fullbólusettir, að sögn Runólfs Pálssonar, yfirmanns Covid-göngudeildar. Annar þeirra er yngri en sextíu ára og hinn yfir sextugt. Báðir eru með undirliggjandi áhættuþætti en hinir átta sem liggja á legudeild eru allir fullbólusettir. Fram kom í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi í dag að róðurinn hafi þyngst síðustu daga. Sextán hafa alls þurft að leggjast inn á sjúkrahús með Covid-19 frá 1. júlí. Alma sagði að þrír þeirra hafi þó ekki verið lagðir inn vegna veikinda heldur af öðrum ástæðum. Samtals hafa 1.024 greinst með veiruna á sama tímabili, þar af 936 innanlands. Staðan væri mun verri án bólusetninga Alma ítrekaði að rannsóknir sýni að bólusetning dragi mikið úr veikindum og veiti yfir 90% vörn gegn alvarlegum veikindum. „Það er því ljóst að staðan væri mun alvarlegri ef ekki væri vegna bólusetninga.“ Alma sagði mikið álag á Landspítala og biðlaði til heilbrigðisstarfsmanna að koma til liðs við bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar sem var nýverið endurvakin. 59 heilbrigðisstarfsmenn hafa nú skráð sig í sveitina en einnig er búið að opna fyrir skráningu þeirra sem eru ekki heilbrigðismenntaðir. Til að mynda vantar fólk til starfa í eldhús og við yfirsetu. Þar að auki leitar Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nú liðsinnis fólks sem getur aðstoðað við sýnatöku. Þar er ekki gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óbólusettur Íslendingur á gjörgæsludeild Átta sjúklingar eru nú á Landspítala með Covid-19 og þar af einn á gjörgæsludeild. Sjúklingarnir eru á aldrinum 40 til 70 ára og voru fimm þeirra lagðir inn á spítalann í gær. 28. júlí 2021 09:10 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Sjúklingarnir á gjörgæsludeild eru ekki fullbólusettir, að sögn Runólfs Pálssonar, yfirmanns Covid-göngudeildar. Annar þeirra er yngri en sextíu ára og hinn yfir sextugt. Báðir eru með undirliggjandi áhættuþætti en hinir átta sem liggja á legudeild eru allir fullbólusettir. Fram kom í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi í dag að róðurinn hafi þyngst síðustu daga. Sextán hafa alls þurft að leggjast inn á sjúkrahús með Covid-19 frá 1. júlí. Alma sagði að þrír þeirra hafi þó ekki verið lagðir inn vegna veikinda heldur af öðrum ástæðum. Samtals hafa 1.024 greinst með veiruna á sama tímabili, þar af 936 innanlands. Staðan væri mun verri án bólusetninga Alma ítrekaði að rannsóknir sýni að bólusetning dragi mikið úr veikindum og veiti yfir 90% vörn gegn alvarlegum veikindum. „Það er því ljóst að staðan væri mun alvarlegri ef ekki væri vegna bólusetninga.“ Alma sagði mikið álag á Landspítala og biðlaði til heilbrigðisstarfsmanna að koma til liðs við bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar sem var nýverið endurvakin. 59 heilbrigðisstarfsmenn hafa nú skráð sig í sveitina en einnig er búið að opna fyrir skráningu þeirra sem eru ekki heilbrigðismenntaðir. Til að mynda vantar fólk til starfa í eldhús og við yfirsetu. Þar að auki leitar Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nú liðsinnis fólks sem getur aðstoðað við sýnatöku. Þar er ekki gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óbólusettur Íslendingur á gjörgæsludeild Átta sjúklingar eru nú á Landspítala með Covid-19 og þar af einn á gjörgæsludeild. Sjúklingarnir eru á aldrinum 40 til 70 ára og voru fimm þeirra lagðir inn á spítalann í gær. 28. júlí 2021 09:10 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Óbólusettur Íslendingur á gjörgæsludeild Átta sjúklingar eru nú á Landspítala með Covid-19 og þar af einn á gjörgæsludeild. Sjúklingarnir eru á aldrinum 40 til 70 ára og voru fimm þeirra lagðir inn á spítalann í gær. 28. júlí 2021 09:10