Anníe Mist átti „undraverðan“ dag og Katrín Tanja ekkert nema bros Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2021 12:00 CrossFit heimurinn fagnaði því að sjá Anníe Mist Þórisdóttir aftur í keppni þeirra bestu. Hún er komin aftur. Instagram/@roguefitness Íslensku CrossFit konurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir voru báðar ánægðar með fyrsta daginn sinn á heimsleikunum í CrossFit en þær fá nú tækifæri til að safna orku í dag eftir að hafa klárað fjórar greinar í gær. Katrín Tanja er í sjötta sæti og Anníe Mist er í tólfta sæti. Þuríður Erla Helgadóttir er síðan í nítjánda sæti. Katrín náði best sjötta sæti í þriðju greininni en Anníe náði best sjöunda sæti í grein númer tvö. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er að stinga af en hún er með 397 stig af 400 mögulegum eða 57 stigum meira en Haley Adams í öðru sæti, 114 stigum meira en Katrín Tanja og 154 stigum meira en Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín Tanja og Anníe Mist gerðu báðar upp fyrsta daginn á Instagram síðum sínum. „Ekkert nema bros eftir fyrsta daginn. Ég elska að keppa. Hvíld á morgun og ég get ekki beðið eftir því að fá að keppa aftur á föstudaginn,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir ofan. Anníe Mist sýndi það og sannaði að hún er komin öflug til baka þrátt fyrir að ekki sé liðið ár síðan að hún eignaðist dótturina Freyju Mist í ágúst í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe er að gera betur en hinar mömmurnar í hópnum. Kara Saunders er þannig bara í 34. sæti, 150 stigum á eftir Anníe. Regan Huckaby er i 33. sætinu og Arielle Loewen er i 20. sæti. „Þetta var undraverður dagur. Ég synti lengra en ég hef áður gert, hljóp hraðar en ég hef gert í meira en tvö ár og fékk að keppa í Colosseum höllinni í fyrsta sinn síðan 2018 og það voru engin vonbrigði,“ skrifaði Anníe Mist. „Hvíldardagur á morgun og síðan þrír dagar til viðbótar til að prófa hreysti okkar,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Sjá meira
Katrín Tanja er í sjötta sæti og Anníe Mist er í tólfta sæti. Þuríður Erla Helgadóttir er síðan í nítjánda sæti. Katrín náði best sjötta sæti í þriðju greininni en Anníe náði best sjöunda sæti í grein númer tvö. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er að stinga af en hún er með 397 stig af 400 mögulegum eða 57 stigum meira en Haley Adams í öðru sæti, 114 stigum meira en Katrín Tanja og 154 stigum meira en Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín Tanja og Anníe Mist gerðu báðar upp fyrsta daginn á Instagram síðum sínum. „Ekkert nema bros eftir fyrsta daginn. Ég elska að keppa. Hvíld á morgun og ég get ekki beðið eftir því að fá að keppa aftur á föstudaginn,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir ofan. Anníe Mist sýndi það og sannaði að hún er komin öflug til baka þrátt fyrir að ekki sé liðið ár síðan að hún eignaðist dótturina Freyju Mist í ágúst í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe er að gera betur en hinar mömmurnar í hópnum. Kara Saunders er þannig bara í 34. sæti, 150 stigum á eftir Anníe. Regan Huckaby er i 33. sætinu og Arielle Loewen er i 20. sæti. „Þetta var undraverður dagur. Ég synti lengra en ég hef áður gert, hljóp hraðar en ég hef gert í meira en tvö ár og fékk að keppa í Colosseum höllinni í fyrsta sinn síðan 2018 og það voru engin vonbrigði,“ skrifaði Anníe Mist. „Hvíldardagur á morgun og síðan þrír dagar til viðbótar til að prófa hreysti okkar,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Sjá meira