Ráku þrjá leikmenn fyrir kynþáttafordóma Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2021 07:00 Í yfirlýsingu Portsmouth segir að félagið líði ekki hvers kyns mismunun. Robin Jones/Getty Images Enska C-deildarliðið Portsmouth rak í dag þrjá unga leikmenn úr akademíu félagsins vegna rasískra skilaboða sem þeir sendu sín á milli í Snapchat-hópi liðsins. Skilaboðin urðu opinber og hefur Portsmouth ákveðið að segja upp samningum leikmannana eftir rannsókn á málinu. Skilaboðin voru send eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu á Evrópumóti karla í fótbolta í sumar þar sem Ítalía fór með sigur af hólmi eftir vítaspyrnukeppni. Marcus Rashford, Bukayo Saka og Jadon Sancho brást öllum bogalistin af vítapunktinum í keppninni en þeir eiga sameiginlegt að vera dökkir á hörund. Þrír leikmenn Portsmouth sendu skilaboð í lokaðan Snapchat-hóp U18 ára liðs félagsins. Skilaboðin beindust að þremenningunum sem nefndir eru að ofan þar sem miður smekklegir hlutir komu fram er sneru að hörundlit þeirra. Portsmouth FC can confirm that three players have been released from the academy following the conclusion of a disciplinary process#Pompey— Portsmouth FC (@Pompey) July 28, 2021 Portsmouth hóf rannsókn á málinu í síðustu viku og sendi félagið frá sér tilkynningu í gærkvöld þar sem greint var frá því að leikmennirnir þrír hefði verið vísað burt frá félaginu. Þeir hafi rétt til þess að áfrýja ákvörðuninni en Portsmouth standi gegn allri mismunun. Portsmouth er í C-deildinni á Englandi og mun leika þar fimmta tímabilið í röð á komandi vetri. Liðið var í úrvalsdeild frá 2003 til 2010 og vann meðal annars FA-bikarinn á meðan Hermann Hreiðarsson var í röðum félagsins árið 2008, en féll úr efstu deild niður í D-deildina á fjórum árum. Fjárhagsvandræði hafa plagað félagið síðasta rúman áratuginn og hægt virðist ganga að rétta úr kútnum en liðið hefur þó verið í baráttu um umspilssæti öll fjögur ár sín í C-deildinni eftir að hafa unnið D-deildina 2017. Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Skilaboðin voru send eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu á Evrópumóti karla í fótbolta í sumar þar sem Ítalía fór með sigur af hólmi eftir vítaspyrnukeppni. Marcus Rashford, Bukayo Saka og Jadon Sancho brást öllum bogalistin af vítapunktinum í keppninni en þeir eiga sameiginlegt að vera dökkir á hörund. Þrír leikmenn Portsmouth sendu skilaboð í lokaðan Snapchat-hóp U18 ára liðs félagsins. Skilaboðin beindust að þremenningunum sem nefndir eru að ofan þar sem miður smekklegir hlutir komu fram er sneru að hörundlit þeirra. Portsmouth FC can confirm that three players have been released from the academy following the conclusion of a disciplinary process#Pompey— Portsmouth FC (@Pompey) July 28, 2021 Portsmouth hóf rannsókn á málinu í síðustu viku og sendi félagið frá sér tilkynningu í gærkvöld þar sem greint var frá því að leikmennirnir þrír hefði verið vísað burt frá félaginu. Þeir hafi rétt til þess að áfrýja ákvörðuninni en Portsmouth standi gegn allri mismunun. Portsmouth er í C-deildinni á Englandi og mun leika þar fimmta tímabilið í röð á komandi vetri. Liðið var í úrvalsdeild frá 2003 til 2010 og vann meðal annars FA-bikarinn á meðan Hermann Hreiðarsson var í röðum félagsins árið 2008, en féll úr efstu deild niður í D-deildina á fjórum árum. Fjárhagsvandræði hafa plagað félagið síðasta rúman áratuginn og hægt virðist ganga að rétta úr kútnum en liðið hefur þó verið í baráttu um umspilssæti öll fjögur ár sín í C-deildinni eftir að hafa unnið D-deildina 2017.
Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira