Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2021 14:53 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild Landspítala. Vísir/baldur Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. Almannavörnum tókst þó ekki að ljúka úrvinnslu allra gagnanna í tæka tíð. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, bárust síðustu niðurstöður frá sýkla- og veirufræðideildinni skömmu fyrir miðnætti. Þónokkur úrvinnsla hafi því beðið starfsmanna þegar þeir mættu til vinnu í morgun. „Þessi tölfræðivinna tekur öll tíma. Þó við vitum sirka hversu margir sýktir eiga eftir að bætast við þá þarf að klára allskonar tæknilega og tölfræðilega vinnu áður en þetta er birt.“ Hjördís gat ekki veitt upplýsingar um það hvenær mætti eiga von á lokatölum. Vitað er að minnst 115 hafa greinst með Covid-19 innanlands í gær. Þarf því lítið að bætast við til að núverandi met faraldursins, 123 smit á einum degi, falli annan daginn í röð. Nálgast þolmörk Alls voru 5.400 Covid-sýni greind á sýkla- og veirufræðideildinni í gær sem nálgast nú þolmörk. „Við höfum áætlað að við getum náð að greina fjögur til fimm þúsund sýni á dag með þessum mannskap sem við erum með í sumar. Við náðum þarna 5.400 en það þýðir þá að fólk er að vinna lengri vinnudag en það er vant. Það er talsvert meira álag og gengur ekki þannig til lengdar. Við vonum að það þurfi ekki að kalla inn fólk úr sumarleyfi eða lengja vaktir,“ segir Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar. Bilun sem kom upp í einu greiningatæki deildarinnar á sunnudag átti sinn þátt í því að lokatölur birtust seint í gær. Bilunin varð til þess að greining 400 til 600 sýna færðist yfir á mánudaginn. Sama dag leitaði metfjöldi í sýnatöku. „Það var eitthvað sambandsleysi milli tækisins og tölvukerfisins okkar sem tókst að gera við síðar á sunnudagskvöld,“ segir Karl. Hann segir að rými sé til að auka afkastagetu deildarinnar með núverandi tækjakosti en það kalli á að búnaðurinn sé keyrður lengur á hverjum sólarhring. Sýnum hefur fjölgað hratt síðustu vikuna og hvert metið slegið á fætur öðru. Karl bætir við að ef sú fjölgun haldi áfram þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. Í fyrra greip deildin til þess ráðs að auka afkastagetu sína með því að sameina sýni og greina fimm í einu. Karl segir erfitt að gera það núna þar sem hlutfall jákvæðra sýna sé talsvert hærra. Lítill vinnusparnaður fylgi því að sameina sýni þegar svo sé þar sem starfsmenn þurfi endurgreina hvert og eitt sýni þegar sameinað sýni reynist jákvætt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Almannavörnum tókst þó ekki að ljúka úrvinnslu allra gagnanna í tæka tíð. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, bárust síðustu niðurstöður frá sýkla- og veirufræðideildinni skömmu fyrir miðnætti. Þónokkur úrvinnsla hafi því beðið starfsmanna þegar þeir mættu til vinnu í morgun. „Þessi tölfræðivinna tekur öll tíma. Þó við vitum sirka hversu margir sýktir eiga eftir að bætast við þá þarf að klára allskonar tæknilega og tölfræðilega vinnu áður en þetta er birt.“ Hjördís gat ekki veitt upplýsingar um það hvenær mætti eiga von á lokatölum. Vitað er að minnst 115 hafa greinst með Covid-19 innanlands í gær. Þarf því lítið að bætast við til að núverandi met faraldursins, 123 smit á einum degi, falli annan daginn í röð. Nálgast þolmörk Alls voru 5.400 Covid-sýni greind á sýkla- og veirufræðideildinni í gær sem nálgast nú þolmörk. „Við höfum áætlað að við getum náð að greina fjögur til fimm þúsund sýni á dag með þessum mannskap sem við erum með í sumar. Við náðum þarna 5.400 en það þýðir þá að fólk er að vinna lengri vinnudag en það er vant. Það er talsvert meira álag og gengur ekki þannig til lengdar. Við vonum að það þurfi ekki að kalla inn fólk úr sumarleyfi eða lengja vaktir,“ segir Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar. Bilun sem kom upp í einu greiningatæki deildarinnar á sunnudag átti sinn þátt í því að lokatölur birtust seint í gær. Bilunin varð til þess að greining 400 til 600 sýna færðist yfir á mánudaginn. Sama dag leitaði metfjöldi í sýnatöku. „Það var eitthvað sambandsleysi milli tækisins og tölvukerfisins okkar sem tókst að gera við síðar á sunnudagskvöld,“ segir Karl. Hann segir að rými sé til að auka afkastagetu deildarinnar með núverandi tækjakosti en það kalli á að búnaðurinn sé keyrður lengur á hverjum sólarhring. Sýnum hefur fjölgað hratt síðustu vikuna og hvert metið slegið á fætur öðru. Karl bætir við að ef sú fjölgun haldi áfram þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. Í fyrra greip deildin til þess ráðs að auka afkastagetu sína með því að sameina sýni og greina fimm í einu. Karl segir erfitt að gera það núna þar sem hlutfall jákvæðra sýna sé talsvert hærra. Lítill vinnusparnaður fylgi því að sameina sýni þegar svo sé þar sem starfsmenn þurfi endurgreina hvert og eitt sýni þegar sameinað sýni reynist jákvætt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44