Justin LoFranco sér bara einn Íslending fyrir sér inn á topp fimm á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 15:45 Það eru gerðar miklar væntingar til Björgvins Karls Guðmundsson á þessum heimsleikum. Instagram/@bk_gudmundsson Justin LoFranco, hæstráðandi hjá Morning Chalk Up hefur sett fram sína spá um hverjir enda í fimm efstu sætunum í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í Madison í Bandaríkjunum á morgun. Það er bara einn íslenskur keppandi sem endar meðal fimm hæstu á leikunum í ár ef marka má spá LoFranco sem hefur lifað og hrærst í CrossFit heiminum í langan tíma og ætti því að hafa mikið vit á þessu. Sá Íslendingur sem hefur að hans mati burði til að enda inn á topp fimm er Hvergerðingurinn Björgvin Karl Guðmundsson. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er mikil spenna í karlaflokki þar sem að heimsmeistari síðustu fimm ára, Matt Fraser, er hættur að keppa og því öruggt að nýr heimsmeistari verður krýndur á sunnudaginn. LoFranco spáir því að Björgvin Karl verði meðal fimm efstu ásamt Kanadamanninum Jeffrey Adler, Bandaríkjamanninum Scott Panchik, Rússanum Aleksandar Ilin og Serbanum Lazar Dukic. Við Íslendingar eigum þrjá keppendur í kvennaflokki eða þær Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Anníe Mist Þórisdóttur og Þuríði Erlu Helgadóttur. LoFranco hefur ekki trú á neinni þeirra, ekki einu sinni Katrínu Tönju sem endaði í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra. Það eru samt sem áður tveir Norðurlandabúar á lista hans eða hin norska Kristin Holte og hin sænska Emma Tall. Heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Tia-Clair Toomey frá Ástralíu, er auðvitað á listanum hans og þar er líka hin ástralska Kara Saunders og hin bandaríska Bethany Shadburne. Shadburne greindist með kórónuveiruna í gær og verður því ekki með á leikunum. Fyrir utan Toomey þá lítur LoFranco alveg framhjá þeim sem voru í fimm kvenna ofurúrslitunum í fyrra en það voru auk Katrínar Tönju þær Kari Pearce, Haley Adams og Brooke Wells. Það er ekkert auðvelt að spá fyrir um lokaröðina í væntanlega mjög jafnri keppni. Það er fyrir öllu að lifa af niðurskurðinn á föstudag og laugardag og fá að keppa á lokadeginum. Takist það er allt mögulegt. Nú er það okkar kvenna að afsanna þessa spá. Allar eru þær miklir keppnismenn sem hafa náð frábærum árangri á heimsmeistaramótinu. CrossFit Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
Það er bara einn íslenskur keppandi sem endar meðal fimm hæstu á leikunum í ár ef marka má spá LoFranco sem hefur lifað og hrærst í CrossFit heiminum í langan tíma og ætti því að hafa mikið vit á þessu. Sá Íslendingur sem hefur að hans mati burði til að enda inn á topp fimm er Hvergerðingurinn Björgvin Karl Guðmundsson. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er mikil spenna í karlaflokki þar sem að heimsmeistari síðustu fimm ára, Matt Fraser, er hættur að keppa og því öruggt að nýr heimsmeistari verður krýndur á sunnudaginn. LoFranco spáir því að Björgvin Karl verði meðal fimm efstu ásamt Kanadamanninum Jeffrey Adler, Bandaríkjamanninum Scott Panchik, Rússanum Aleksandar Ilin og Serbanum Lazar Dukic. Við Íslendingar eigum þrjá keppendur í kvennaflokki eða þær Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Anníe Mist Þórisdóttur og Þuríði Erlu Helgadóttur. LoFranco hefur ekki trú á neinni þeirra, ekki einu sinni Katrínu Tönju sem endaði í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra. Það eru samt sem áður tveir Norðurlandabúar á lista hans eða hin norska Kristin Holte og hin sænska Emma Tall. Heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Tia-Clair Toomey frá Ástralíu, er auðvitað á listanum hans og þar er líka hin ástralska Kara Saunders og hin bandaríska Bethany Shadburne. Shadburne greindist með kórónuveiruna í gær og verður því ekki með á leikunum. Fyrir utan Toomey þá lítur LoFranco alveg framhjá þeim sem voru í fimm kvenna ofurúrslitunum í fyrra en það voru auk Katrínar Tönju þær Kari Pearce, Haley Adams og Brooke Wells. Það er ekkert auðvelt að spá fyrir um lokaröðina í væntanlega mjög jafnri keppni. Það er fyrir öllu að lifa af niðurskurðinn á föstudag og laugardag og fá að keppa á lokadeginum. Takist það er allt mögulegt. Nú er það okkar kvenna að afsanna þessa spá. Allar eru þær miklir keppnismenn sem hafa náð frábærum árangri á heimsmeistaramótinu.
CrossFit Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira