Stærðfræðidoktor vann fyrsta ÓL-gull Austurríkis í hjólreiðum í meira en öld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 15:01 Anna Kiesenhofer kemur hér í mark sem nýr Ólympíumeistari. AP/Christophe Ena Stærðfræðingar eru vanir að vinna einir að lausn sinna vandamála og einn af nýjum Ólympíumeisturunum í Tókýó vill enga hjálp frá þjálfurum eða öðrum sérfræðingum þegar hún stundar sína íþrótt. Hún þorir að vera öðruvísi og það skilaði henni sögulegu Ólympíugulli. Anna Kiesenhofer endaði langa bið Austurríkismanna eftir Ólympíugulli á sumarleikum þegar hún vann götuhjólreiðar kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó. Austurríkismenn höfðu ekki unnið gull á sumarleikum síðan í Aþenu 2004 þar til að Kiesenhofer fagnaði sigri. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Þetta var enn fremur fyrsta Ólympíugull Austurríkis í meira en heila öld eða síðan þeir eignuðust Ólympíumeistara á leikunum 1896. Adolf Schmal vann þá tólf tíma hjólreiðakeppni. Hin þrítuga Kiesenhofer er doktor í stærðfræði frá Polytechnic háskólanum í Katalóníu en hún kláraði námið árið 2016. Hún gerðist ekki atvinnumaður fyrr en árið eftir. Kiesenhofer keppti í þríþraut og tvíþraut frá 2011 til 2013 en varð að leggja hlaupin á hilluna árið 2014 eftir meiðsli. Hún hefur síðan einbeitt sér að hjólreiðunum. Sigur hennar á þessum Ólympíuleikum kom nánast öllum á óvart enda var enginn að tala um hana fyrir keppnina. WOW Anna Kiesenhofer, the amateur mathematician rider, rode off with an improbable Olympic gold medal. Why? She has a PhD in math, never won a major event, manages own training, teaches university, team=herself, doesn t have coach or pro contract! https://t.co/2K2AYB6FCP pic.twitter.com/CMVKAMqTMX— Eric Feigl-Ding (@DrEricDing) July 26, 2021 Fyrir keppnina voru fróðir menn að velta fyrir sér hvort ríkjandi Ólympíumeistari Anna van der Breggen, fyrrum bronshafinn Elisa Longo Borghini, hin breska Lizzie Deignan, hin þýska Lisa Brennauer og fyrrum heimsmeistarinn Annemiek van Vleuten myndu berjast um gullið. Kiesenhofer var aftur á móti í nokkrum sérflokki á hinni 147 kílómetra braut og kom í mark 75 sekúndum á undan Van Vleuten. Sigur Önnu kom svo mikið á óvart að Van Vleuten hélt að hún hefði unnið gullið þegar hún kom í markið. Kiesenhofer hefur samt ekki verið hluti af liði undanfarin ár og hefur frekar valið það að æfa ein. „Ég vil vera sjálfstæð og taka mínar eigin ákvarðanir um æfingaáætlun, keppnir og svo framvegis,“ sagði Anna Kiesenhofer sem skipuleggur allt sjálf. Austria's Anna Kiesenhofer stunned the world with her incredible victory in the Women's Road Race Final #OlympicMoments Presented by @VisaCA pic.twitter.com/mwVZRsNugl— CBC Olympics (@CBCOlympics) July 25, 2021 „Sem stærðfræðingur þá er ég vön að leysa öll vandamál sjálf og þannig nálgast ég hjólreiðarnar. Margir hjólreiðamenn hafa fólk sem gerir það fyrir þau. Þau hafa þjálfara, næringarfræðing og einhvern sem skipuleggur keppnirnar. Ég geri þetta allt sjálf,“ sagði Anna en hver er lykillinn að árangri hennar. „Ég þori að vera öðruvísi. Ég hef aðra nálgun og það þýðir líka að ég er óútreiknanleg sem sást í þessari keppni. Fólk bjóst ekki við því að ég myndi vinna,“ sagði Anna. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Hjólreiðar Austurríki Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Sjá meira
Anna Kiesenhofer endaði langa bið Austurríkismanna eftir Ólympíugulli á sumarleikum þegar hún vann götuhjólreiðar kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó. Austurríkismenn höfðu ekki unnið gull á sumarleikum síðan í Aþenu 2004 þar til að Kiesenhofer fagnaði sigri. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Þetta var enn fremur fyrsta Ólympíugull Austurríkis í meira en heila öld eða síðan þeir eignuðust Ólympíumeistara á leikunum 1896. Adolf Schmal vann þá tólf tíma hjólreiðakeppni. Hin þrítuga Kiesenhofer er doktor í stærðfræði frá Polytechnic háskólanum í Katalóníu en hún kláraði námið árið 2016. Hún gerðist ekki atvinnumaður fyrr en árið eftir. Kiesenhofer keppti í þríþraut og tvíþraut frá 2011 til 2013 en varð að leggja hlaupin á hilluna árið 2014 eftir meiðsli. Hún hefur síðan einbeitt sér að hjólreiðunum. Sigur hennar á þessum Ólympíuleikum kom nánast öllum á óvart enda var enginn að tala um hana fyrir keppnina. WOW Anna Kiesenhofer, the amateur mathematician rider, rode off with an improbable Olympic gold medal. Why? She has a PhD in math, never won a major event, manages own training, teaches university, team=herself, doesn t have coach or pro contract! https://t.co/2K2AYB6FCP pic.twitter.com/CMVKAMqTMX— Eric Feigl-Ding (@DrEricDing) July 26, 2021 Fyrir keppnina voru fróðir menn að velta fyrir sér hvort ríkjandi Ólympíumeistari Anna van der Breggen, fyrrum bronshafinn Elisa Longo Borghini, hin breska Lizzie Deignan, hin þýska Lisa Brennauer og fyrrum heimsmeistarinn Annemiek van Vleuten myndu berjast um gullið. Kiesenhofer var aftur á móti í nokkrum sérflokki á hinni 147 kílómetra braut og kom í mark 75 sekúndum á undan Van Vleuten. Sigur Önnu kom svo mikið á óvart að Van Vleuten hélt að hún hefði unnið gullið þegar hún kom í markið. Kiesenhofer hefur samt ekki verið hluti af liði undanfarin ár og hefur frekar valið það að æfa ein. „Ég vil vera sjálfstæð og taka mínar eigin ákvarðanir um æfingaáætlun, keppnir og svo framvegis,“ sagði Anna Kiesenhofer sem skipuleggur allt sjálf. Austria's Anna Kiesenhofer stunned the world with her incredible victory in the Women's Road Race Final #OlympicMoments Presented by @VisaCA pic.twitter.com/mwVZRsNugl— CBC Olympics (@CBCOlympics) July 25, 2021 „Sem stærðfræðingur þá er ég vön að leysa öll vandamál sjálf og þannig nálgast ég hjólreiðarnar. Margir hjólreiðamenn hafa fólk sem gerir það fyrir þau. Þau hafa þjálfara, næringarfræðing og einhvern sem skipuleggur keppnirnar. Ég geri þetta allt sjálf,“ sagði Anna en hver er lykillinn að árangri hennar. „Ég þori að vera öðruvísi. Ég hef aðra nálgun og það þýðir líka að ég er óútreiknanleg sem sást í þessari keppni. Fólk bjóst ekki við því að ég myndi vinna,“ sagði Anna.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Hjólreiðar Austurríki Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn