Víkingar ákveða í dag hvort þeir taki sæti Kríumanna í Olís-deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2021 11:41 Víkingur lenti í 2. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði fyrir Kríu í umspili um sæti í Olís-deildinni. víkingur Víkingar ákveða seinna í dag hvort þeir taki sæti Kríu í Olís-deild karla í handbolta. Kría staðfesti í gær að liðið yrði ekki í Olís-deild karla á næsta tímabili vegna aðstöðuleysis. Kría vann Víking í umspili um sæti í Olís-deildinni í vor og samkvæmt reglum HSÍ býðst Víkingum að taka sæti Kríumanna í deildinni. Næst á eftir Víkingi í röðinni koma liðin sem féllu úr Olís-deildinni á síðasta tímabili, Þór og ÍR. Víkingar liggja nú undir feldi og íhuga hvort þeir eigi að þiggja sætið í Olís-deildinni. Að sögn Halls Magnússonar í stjórn handknattleiksdeildar Víkings verður ákvörðun um það tekin seinna í dag. „Við tökum væntalega ákvörðun um það í dag. Handknattleiksdeildin tekur ekki svona ákvörðun ein heldur gerum við það með aðalstjórninni,“ sagði Hallur í samtali við Vísi. „Þetta kemur seint upp. Þetta er bratt en vissulega höfðum við unnið til þess með frábærum árangri í Grill 66-deildinni þar sem fengum 32 stig og það munaði þremur sekúndum að við færum beint upp.“ Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild Aðspurður hvort það væri líklegra en ekki að Víkingar myndu spila í Olís-deildinni á næsta tímabili sagði Hallur: „Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild. Við stefnum þangað og vorum búnir að vinna stefnumótunarvinnu þar sem við vorum með áætlun um að vera á toppnum eftir 3-4 ár. Okkar mat er að við eigum að vera þarna en þetta kemur óvænt og seint. Við verðum að ræða þetta frá öllum hliðum og taka ákvörðun í sameiningu.“ Síðast þegar Víkingur lék í Olís-deildinni, tímabilið 2017-18, komst liðið þangað eftir að KR dró lið sitt úr keppni. Víkingar enduðu þá í tólfta og neðsta sæti deildarinnar og unnu aðeins einn leik. Víkingur er fornfrægt handboltastórveldi en undanfarin aldarfjórðung hefur liðið flakkað milli efstu og næstefstu deildar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Kría staðfesti í gær að liðið yrði ekki í Olís-deild karla á næsta tímabili vegna aðstöðuleysis. Kría vann Víking í umspili um sæti í Olís-deildinni í vor og samkvæmt reglum HSÍ býðst Víkingum að taka sæti Kríumanna í deildinni. Næst á eftir Víkingi í röðinni koma liðin sem féllu úr Olís-deildinni á síðasta tímabili, Þór og ÍR. Víkingar liggja nú undir feldi og íhuga hvort þeir eigi að þiggja sætið í Olís-deildinni. Að sögn Halls Magnússonar í stjórn handknattleiksdeildar Víkings verður ákvörðun um það tekin seinna í dag. „Við tökum væntalega ákvörðun um það í dag. Handknattleiksdeildin tekur ekki svona ákvörðun ein heldur gerum við það með aðalstjórninni,“ sagði Hallur í samtali við Vísi. „Þetta kemur seint upp. Þetta er bratt en vissulega höfðum við unnið til þess með frábærum árangri í Grill 66-deildinni þar sem fengum 32 stig og það munaði þremur sekúndum að við færum beint upp.“ Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild Aðspurður hvort það væri líklegra en ekki að Víkingar myndu spila í Olís-deildinni á næsta tímabili sagði Hallur: „Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild. Við stefnum þangað og vorum búnir að vinna stefnumótunarvinnu þar sem við vorum með áætlun um að vera á toppnum eftir 3-4 ár. Okkar mat er að við eigum að vera þarna en þetta kemur óvænt og seint. Við verðum að ræða þetta frá öllum hliðum og taka ákvörðun í sameiningu.“ Síðast þegar Víkingur lék í Olís-deildinni, tímabilið 2017-18, komst liðið þangað eftir að KR dró lið sitt úr keppni. Víkingar enduðu þá í tólfta og neðsta sæti deildarinnar og unnu aðeins einn leik. Víkingur er fornfrægt handboltastórveldi en undanfarin aldarfjórðung hefur liðið flakkað milli efstu og næstefstu deildar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira