Allir vinir í Viðreisn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. júlí 2021 10:34 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, núverandi formaður Viðreisnar, tók við af Benedikt Jóhannessyni árið 2017. Viðreisn Benedikt Jóhannesson, einn af stofnendum Viðreisnar, mun áfram starfa með flokknum eftir að samkomulag náðist um að Málfundafélagið Endurreisn, þar sem hann gegnir formennsku, myndi ganga inn í Viðreisn. Í vor var greint frá því að Benedikt myndi ekki taka sæti á lista Viðreisnar í komandi alþingiskosninum. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. Síðar sagði Benedikt sig úr framkvæmdastjórn flokksins. Uppi voru orðrómar að Benedikt ætlaði sér að stofna nýjan flokk en í samtali við Vísi í júní síðastliðnum útilokaði hann það ekki. Hafi þær fyrirætlanir verið á dagskrá eru þær úr sögunni nú en í yfirlýsingu sem Benedikt setti inn á Facebook-síðu hans kemur fram að samkomulag hafi náðst að Benedikt muni starfa áfram innnan flokksins. Þar kemur fram að fyrir skömmu hafi verið stofnað málfundafélagið Endurreisn sem berjist „fyrir heiðarleika, góðum stjórnarháttum, drenglyndi í stjórnmálum, frelsi, jafnrétti, stöðugu efnahagslífi og réttlæti.“ Formaður Endurreisnar var kjörinn Benedikt. „Nú hefur náðst samkomulag um að Endurreisn verði félag innan Viðreisnar, horft sé fram á veginn og allir félagar berjist innan Viðreisnar fyrir hugsjónum flokksins.“ Þá hafi stjórn Viðreisnar nýverið samþykkt tillögur sem snúa að breytingum á reglum um innra starf flokksins. Tillögurnar snúist um að bæta innra starf Viðreisnar og felist meðal annars í því að prófkjör verði meginregla um val á efstu sætum lista flokksins. Tillaga um slíkt mun koma til umræðu á komandi landsþingi. Ánægð með að samkomulag hafi náðst Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, lýsir ánægju með niðurstöðuna, að því er fram kemur í yfirlýsingunni. „Ég er ánægð með að samkomulag hafi náðst og þá sérstaklega með að Benedikt muni áfram starfa með flokknum enda öflugur liðsmaður. Við höfum sameiginlega sýn á það hvernig gera má íslenskt samfélag betra og ég hef fulla trú á því að saman eigum við eftir að gera flokkinn sterkari.“ Og Benedikt virðist einnig vera ánægður: „Nú skiptir máli að snúa bökum saman og berjast saman fyrir nauðsynlegum grundvallarbreytingum á íslensku samfélagi en áherslumál Viðreisnar hafa aldrei verið eins mikilvæg fyrir þjóðina og einmitt núna. Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Tengdar fréttir Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. 16. júlí 2021 06:50 Benedikt biður Jón Steindór afsökunar Benedikt Jóhannesson stofnandi Viðreisnar segist hafa farið fram úr sér í yfirlýsingum undanfarna daga. 24. júní 2021 11:06 Segist vona að eigin hagsmunir Benedikts blindi honum ekki sýn „Það hefur hryggt mig meira en orð fá lýst að Benedikt Jóhannesson, sem ég hef talið góðan félaga og vin, hafi valið þá leið að gera forystu og stofnanir flokksins tortryggilegar í kjölfar þess að hann fékk ekki vilja sínum framgengt við uppstillingar á lista.“ 24. júní 2021 07:37 Rök uppstillingarnefndarinnar komu á óvart Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans fékk ekki 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa gefið kost á sér til þess. Sara Dögg, sem hefur verið virk í innra starfi Viðreisnar frá stofnun flokksins, segir ákvörðun uppstillingarnefndarinnar vera vonbrigði og rökin fyrir henni hafi komið á óvart. 29. maí 2021 16:16 Benedikt segist ekki hafa afþakkað 2. sætið Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar og stofnanda flokksins, var boðið annað sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Honum hafði einnig verið boðið neðsta sætið á listanum, svokallað heiðurssæti, sem hann afþakkaði og er hann ekki á framboðslista fyrir flokkinn. 27. maí 2021 15:57 Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, einn af stofnendum Viðreisnar, mun áfram starfa með flokknum eftir að samkomulag náðist um að Málfundafélagið Endurreisn, þar sem hann gegnir formennsku, myndi ganga inn í Viðreisn. Í vor var greint frá því að Benedikt myndi ekki taka sæti á lista Viðreisnar í komandi alþingiskosninum. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. Síðar sagði Benedikt sig úr framkvæmdastjórn flokksins. Uppi voru orðrómar að Benedikt ætlaði sér að stofna nýjan flokk en í samtali við Vísi í júní síðastliðnum útilokaði hann það ekki. Hafi þær fyrirætlanir verið á dagskrá eru þær úr sögunni nú en í yfirlýsingu sem Benedikt setti inn á Facebook-síðu hans kemur fram að samkomulag hafi náðst að Benedikt muni starfa áfram innnan flokksins. Þar kemur fram að fyrir skömmu hafi verið stofnað málfundafélagið Endurreisn sem berjist „fyrir heiðarleika, góðum stjórnarháttum, drenglyndi í stjórnmálum, frelsi, jafnrétti, stöðugu efnahagslífi og réttlæti.“ Formaður Endurreisnar var kjörinn Benedikt. „Nú hefur náðst samkomulag um að Endurreisn verði félag innan Viðreisnar, horft sé fram á veginn og allir félagar berjist innan Viðreisnar fyrir hugsjónum flokksins.“ Þá hafi stjórn Viðreisnar nýverið samþykkt tillögur sem snúa að breytingum á reglum um innra starf flokksins. Tillögurnar snúist um að bæta innra starf Viðreisnar og felist meðal annars í því að prófkjör verði meginregla um val á efstu sætum lista flokksins. Tillaga um slíkt mun koma til umræðu á komandi landsþingi. Ánægð með að samkomulag hafi náðst Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, lýsir ánægju með niðurstöðuna, að því er fram kemur í yfirlýsingunni. „Ég er ánægð með að samkomulag hafi náðst og þá sérstaklega með að Benedikt muni áfram starfa með flokknum enda öflugur liðsmaður. Við höfum sameiginlega sýn á það hvernig gera má íslenskt samfélag betra og ég hef fulla trú á því að saman eigum við eftir að gera flokkinn sterkari.“ Og Benedikt virðist einnig vera ánægður: „Nú skiptir máli að snúa bökum saman og berjast saman fyrir nauðsynlegum grundvallarbreytingum á íslensku samfélagi en áherslumál Viðreisnar hafa aldrei verið eins mikilvæg fyrir þjóðina og einmitt núna.
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Tengdar fréttir Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. 16. júlí 2021 06:50 Benedikt biður Jón Steindór afsökunar Benedikt Jóhannesson stofnandi Viðreisnar segist hafa farið fram úr sér í yfirlýsingum undanfarna daga. 24. júní 2021 11:06 Segist vona að eigin hagsmunir Benedikts blindi honum ekki sýn „Það hefur hryggt mig meira en orð fá lýst að Benedikt Jóhannesson, sem ég hef talið góðan félaga og vin, hafi valið þá leið að gera forystu og stofnanir flokksins tortryggilegar í kjölfar þess að hann fékk ekki vilja sínum framgengt við uppstillingar á lista.“ 24. júní 2021 07:37 Rök uppstillingarnefndarinnar komu á óvart Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans fékk ekki 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa gefið kost á sér til þess. Sara Dögg, sem hefur verið virk í innra starfi Viðreisnar frá stofnun flokksins, segir ákvörðun uppstillingarnefndarinnar vera vonbrigði og rökin fyrir henni hafi komið á óvart. 29. maí 2021 16:16 Benedikt segist ekki hafa afþakkað 2. sætið Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar og stofnanda flokksins, var boðið annað sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Honum hafði einnig verið boðið neðsta sætið á listanum, svokallað heiðurssæti, sem hann afþakkaði og er hann ekki á framboðslista fyrir flokkinn. 27. maí 2021 15:57 Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. 16. júlí 2021 06:50
Benedikt biður Jón Steindór afsökunar Benedikt Jóhannesson stofnandi Viðreisnar segist hafa farið fram úr sér í yfirlýsingum undanfarna daga. 24. júní 2021 11:06
Segist vona að eigin hagsmunir Benedikts blindi honum ekki sýn „Það hefur hryggt mig meira en orð fá lýst að Benedikt Jóhannesson, sem ég hef talið góðan félaga og vin, hafi valið þá leið að gera forystu og stofnanir flokksins tortryggilegar í kjölfar þess að hann fékk ekki vilja sínum framgengt við uppstillingar á lista.“ 24. júní 2021 07:37
Rök uppstillingarnefndarinnar komu á óvart Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans fékk ekki 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa gefið kost á sér til þess. Sara Dögg, sem hefur verið virk í innra starfi Viðreisnar frá stofnun flokksins, segir ákvörðun uppstillingarnefndarinnar vera vonbrigði og rökin fyrir henni hafi komið á óvart. 29. maí 2021 16:16
Benedikt segist ekki hafa afþakkað 2. sætið Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar og stofnanda flokksins, var boðið annað sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Honum hafði einnig verið boðið neðsta sætið á listanum, svokallað heiðurssæti, sem hann afþakkaði og er hann ekki á framboðslista fyrir flokkinn. 27. maí 2021 15:57
Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09