Aðeins helmingur keppenda á heimsleikunum fær að keppa á lokadeginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 12:30 Æfingafélagarnir Chandler Smith og KatrínTanja Davíðsdóttir ætla sér bæði stóra hluti á heimsleikunum í ár. Instagram/@katrintanja Nú hefur verið tilkynnt um það hvernig niðurskurðinum verður háttað á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í Madison á miðvikudaginn. Dave Castro, hæstráðandi hjá CrossFit, tilkynnti um það á samfélagssíðum samtakanna hvernig verður skorið niður á heimsleikunum að þessu sinni en fjörutíu bestu karlar og fjörutíu bestu konur heimsins keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Keppnin hefst á miðvikudaginn og stendur fram á sunnudaginn. Keppnisdagarnir eru samt bara fjórir því fimmtudagurinn er hvíldardagur. Allir fjörutíu keppendurnir fá að keppa í öllum greinunum á miðvikudaginn og föstudaginn en fyrsti niðurskurðurinn verður eftir lokagrein á föstudaginn. Þá verður fækkað um tíu keppendur. Hópurinn verður ekki lengi í þrjátíu því skorið verður aftur niður tíu keppendur eftir fyrstu grein á laugardaginn. Með því verður öllum niðurskurði hætt og tuttugu karlar og tuttugu konur klára því allar greinarnar sem eftir eru. Hér fyrir ofan má sjá umræddan Dave Castro fara yfir fyrirkomulag niðurskurðarins. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur, á nokkra fulltrúa á heimsleikunum og hann er ekki ánægður með niðurskurðinn. Snorri Barón er ekki síst óánægður með það hversu seint þessi yfirlýsing kom frá CrossFit samtökunum. Íþróttafólkið þarf að kosta miklu til svo að það komist til Madison og nú rétt fyrir keppni kemur í ljós að aðeins tuttugu þeirra frá að klára keppnina. Íþróttafólkið stendur eitt að öllum kostnaði. Hér fyrir neðan má sjá þessa athyglisverðu færslu frá Snorra Barón og það er mikið til í henni. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Dave Castro, hæstráðandi hjá CrossFit, tilkynnti um það á samfélagssíðum samtakanna hvernig verður skorið niður á heimsleikunum að þessu sinni en fjörutíu bestu karlar og fjörutíu bestu konur heimsins keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Keppnin hefst á miðvikudaginn og stendur fram á sunnudaginn. Keppnisdagarnir eru samt bara fjórir því fimmtudagurinn er hvíldardagur. Allir fjörutíu keppendurnir fá að keppa í öllum greinunum á miðvikudaginn og föstudaginn en fyrsti niðurskurðurinn verður eftir lokagrein á föstudaginn. Þá verður fækkað um tíu keppendur. Hópurinn verður ekki lengi í þrjátíu því skorið verður aftur niður tíu keppendur eftir fyrstu grein á laugardaginn. Með því verður öllum niðurskurði hætt og tuttugu karlar og tuttugu konur klára því allar greinarnar sem eftir eru. Hér fyrir ofan má sjá umræddan Dave Castro fara yfir fyrirkomulag niðurskurðarins. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur, á nokkra fulltrúa á heimsleikunum og hann er ekki ánægður með niðurskurðinn. Snorri Barón er ekki síst óánægður með það hversu seint þessi yfirlýsing kom frá CrossFit samtökunum. Íþróttafólkið þarf að kosta miklu til svo að það komist til Madison og nú rétt fyrir keppni kemur í ljós að aðeins tuttugu þeirra frá að klára keppnina. Íþróttafólkið stendur eitt að öllum kostnaði. Hér fyrir neðan má sjá þessa athyglisverðu færslu frá Snorra Barón og það er mikið til í henni. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira