Mömmurnar Anníe Mist og Kara báðar barnlausar á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir hefur eytt síðustu dögum í Bandaríkjunum til að venjast aðstæðum. Instagram/@anniethorisdottir Tvær af reyndustu keppendunum á heimsleikunum í CrossFit eru að kynnast nýrri tilfinningu í Madison í ár þar sem heimsmeistaramótið hefst á miðvikudaginn kemur. CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir frá Íslandi og Kara Saunders frá Ástralíu eru sterkari fyrirmyndir fyrir íþróttamömmur alls staðar í heiminum enda báðar búnar að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit sem hefjast í vikunni. Anníe Mist keppir á heimsleikunum innan við ári að hún eignaðist Freyju Mist og Kara er að keppa á sínum öðrum heimsleikunum eftir að hún eignaðist Scottie fyrir rúmum tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Báðar er þær aftur á móti að keppa í fyrsta sinn í Madison sem mömmur því úrslitin í fyrra fóru fram í gegnum netið og Köru tókst þá ekki að tryggja sér sæti í fimm manna ofurúrslitum. Anníe Mist og Kara hafa þurft að fórna miklu á leið sinni á leikana enda annað en að segja það að komast aftur í hóp þeirra hraustustu í heimi eftir að hafa eignast barn. Ef þær væru spurðar sjálfar þá er kannski stærsta fórnin þessar vikur sem eru núna í gangi. Þær eru nefnilega mættar barnlausar til Madison. Anníe Mist fékk bara vegabréfsáritun til Bandaríkjanna fyrir sig og þjálfara sinn en ekki fyrir manninn sinn Frederik Ægidius. Anníe mátti taka hina ellefu mánaða Freyju Mist með sér en ekki neinn af sínum nánustu til að sjá um hana með hún væri að keppa. Anníe Mist reyndi að finna leiðir til að geta tekið Freyju Mist með sér en gafst upp á endanum og fór ein út. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Svipaða sögu er að segja af Köru. Hún ákvað að skilja Scottie sína eftir heims í Ástralíu enda myndu mikill tímamismunur og löng sóttkví við heimkomuna gera hinni 26 mánaða gömlu dóttur hennar erfitt fyrir. Þær Freyja Mist og Scottie eru því heima hjá pöbbum sínum og CrossFit drottningarnar munu bara geta séð þær í gegnum netið þann tíma sem þær eru í Bandaríkjunum. Þetta er skiljanlega mjög erfitt andlega fyrir mömmurnar sem þær hafa báðar sagt frá á samfélagsmiðlum. CrossFit Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir frá Íslandi og Kara Saunders frá Ástralíu eru sterkari fyrirmyndir fyrir íþróttamömmur alls staðar í heiminum enda báðar búnar að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit sem hefjast í vikunni. Anníe Mist keppir á heimsleikunum innan við ári að hún eignaðist Freyju Mist og Kara er að keppa á sínum öðrum heimsleikunum eftir að hún eignaðist Scottie fyrir rúmum tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Báðar er þær aftur á móti að keppa í fyrsta sinn í Madison sem mömmur því úrslitin í fyrra fóru fram í gegnum netið og Köru tókst þá ekki að tryggja sér sæti í fimm manna ofurúrslitum. Anníe Mist og Kara hafa þurft að fórna miklu á leið sinni á leikana enda annað en að segja það að komast aftur í hóp þeirra hraustustu í heimi eftir að hafa eignast barn. Ef þær væru spurðar sjálfar þá er kannski stærsta fórnin þessar vikur sem eru núna í gangi. Þær eru nefnilega mættar barnlausar til Madison. Anníe Mist fékk bara vegabréfsáritun til Bandaríkjanna fyrir sig og þjálfara sinn en ekki fyrir manninn sinn Frederik Ægidius. Anníe mátti taka hina ellefu mánaða Freyju Mist með sér en ekki neinn af sínum nánustu til að sjá um hana með hún væri að keppa. Anníe Mist reyndi að finna leiðir til að geta tekið Freyju Mist með sér en gafst upp á endanum og fór ein út. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Svipaða sögu er að segja af Köru. Hún ákvað að skilja Scottie sína eftir heims í Ástralíu enda myndu mikill tímamismunur og löng sóttkví við heimkomuna gera hinni 26 mánaða gömlu dóttur hennar erfitt fyrir. Þær Freyja Mist og Scottie eru því heima hjá pöbbum sínum og CrossFit drottningarnar munu bara geta séð þær í gegnum netið þann tíma sem þær eru í Bandaríkjunum. Þetta er skiljanlega mjög erfitt andlega fyrir mömmurnar sem þær hafa báðar sagt frá á samfélagsmiðlum.
CrossFit Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira